Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Page 28

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Page 28
Tómas Helgason, stjórnarformaður: Hússjóður Öryrkja- bandalagsins 1998 Hússjóðurinn á nú rúmlega 540 íbúðir víðs vegar um landið. Frá því síðasti aðalfundur var hald- inn hafa 90 einstaklingar fengið íbúðir hjá sjóðnum, en samt eru enn 271 á biðlista. Þó að íbúðum hafi fjölgað um 250 frá því 1990hefurlítið fækkað á bið- listanum, en þá biðu 290 manns eftir íbúðum hjá sjóðnum. Fyrir þessu eru ýmsar orsakir, fyrst og fremst fjölgun fatlaðra, aukinn þrýstingur á að koma langveikum og fötluðum út af sjúkrahúsunum og aukin þörf fatlaðra fyrir sjálfstæða búsetu í öruggu og ódýru húsnæði. Eftir- spurn eftir húsnæði þar sem unnt er að fá einhverja þjónustu og umönnun hefur aukist verulega og hefur haft áhrif á framkvæmdir á vegum Hússjóðsins á árinu. Þannig hafa m.a. verið keypt stórt einbýlis- hús fyrir 7 fatlaða einstaklinga sem jafnframt annarri fötlun eru heyrn- arlausir og stór íbúð sem er ætluð fyrir sambýli geðfatlaðra sem fá þjónustu frá Sjúkrahúsi Reykja- víkur. Stærsta framkvæmdin sem lokið er eru endurbætur á 2., 3. og 4. hæð Hátúns lOb í húsnæði sem öldr- unardeild Landspítalans hafði á leigu. Þar eru nú komnar 25 íbúðir fyrir fólk sem þarf á meiri þjónustu að halda en almennt gerist um leigjendur Hússjóðsins. Þess vegna hefur heimilishjálp Félagsmála- stofnunar og heimahjúkrun aðstöðu í Hátúnshúsunum. I þessu sam- bandi er nauðsynlegt að minna sér- staklega á þjónustu sem geðfatlaðir í Hátúnshúsunum njóta frá geðdeild sem þar er enn starfrækt af Land- spítalanum, og að leggja áherslu á nauðsyn þess að sú þjónusta haldi áfram. Verið er að vinna við utanhúss- viðgerðir á Hátúni 10, bílageymslu í kjallara tengibyggingar í Hátúni, endurnýjun á lyftum og flutningi kaffistofu í tengibyggingu til að bæta skrifstofuaðstöðu Öryrkja- bandalagsins. s Isíðustu ársskýrslu var kynnt fyrirhuguð nýbygging á lóð Hússjóðsins, Sléttuvegi 9. Því miður eru framkvæmdir ekki hafnar eins og ráðgert var, þar eð undirbúningi hefur ekki miðað eins og skyldi, m.a. vegna umhverf- ismats, grenndarkynningar og tafa sem urðu vegna borgarstjórnar- kosninga og breytinga í nefndum samfara þeim. “Byggingarnefnd- arteikningum”, sem gerðar hafa verið á teiknistofunni á Óðinstorgi er nú lokið að kalla og voru þær sýndar á aðalfundinum. A lóðinni verða 30 íbúðir af mismunandi stærðum og gerðum, þar af 3 í raðhúsum en 27 í fjögurra hæða bogamynduðu húsi, auk bifreiða- geymslna. I húsinu verður aðstaða fyrir heimilisaðstoð og aðra þjón- ustu fyrir íbúana. Vonast er til að framkvæmdir við bygginguna hefj- ist eftir áramótin og ljúki snemma árs 2000. Frá því rekstur Lottós hófst hefur íbúðaeign Hússjóðsins meira en tvöfaldast. Þrátt fyrir það vantar enn mikið á að íbúðaþörfinni sé fullnægt og því má ekki skerða tekjur sjóðsins frekar en orðið er, en Hússjóðurinn fær nú 60% af Lottótekj um Öryrkj abandalagsins. Framkvæmdastjóra sjóðsins, Önnu Ingvarsdóttur og Kristínu Jónsdóttur starfsmanni hans og sameiginlegum starfsmönnum sjóðsins og skrifstofu ÖBl eru þökkuð ómetanleg og óeigingjörn störf í þágu leigjendanna. Tómas Helgason formaður Tómas Helgason * Handbók Handbók að samfélagi heyrnarlausra í Evrópu Forsíðan. Handbókar- kynning Okkur hefur borist hingað hand- bók afar skemmtilega útlítandi og uppsett: Handbók að samfélagi heyrnarlausra í Evrópu. Evrópusam- band heyrnarlausra stendur að baki útgáfunni sem er hluti af táknmáls- verkefni sambandsins með fjármögn- un frá Helios II verkefninu. Islensku þýðinguna gerði Adda Mana Jóhannsdóttir. Rétt verður tæpt á kaflaheitum. Að loknum inngangsorðum for- manns og framkvæmdastjóra Evrópu- sambands heyrnarlausra kemur kafli um heyrnarleysi: Nokkrar gagnlegar skilgreiningar. Samfélag heyrnarlausra og tákn- mál er svo næsti kafli sem m.a. fjallar um: Mál-og menningarminnihluta- hóp, málið okkar: Táknmál og svo um viðurkenningu minnihlutahóps- ins. Kynnt er ályktun Evrópuþingsins um táknmálið, sömuleiðis táknmáls- verkefni Evrópusamb. heyrnarlausra. Þá er Evrópusambandið sjálft rækilega kynnt þar sem m.a. segir: Þekking skapar vald. Kafli er um samskipti við heyrnarlausa, reglur Evrópusambandsins og svo er heimildaskrá, ítarefni og kynning tengiliða. Þetta er vissulega fróðleg handbók og verður heymarlausum vonandi hið besta baráttutæki, alveg sér í lagi varðandi viðurkenningu táknmálsins. H.S. 28

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.