Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Síða 36

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Síða 36
Guðrún Hannesdóttir forstöðumaður: Skýrsla Hringsjár, starfsþjálfunar fatlaðra Starfsþjálfunin íðastliðið starfsár hefur verið fjölbreytilegt. 10 áraafmælis- ári lauk í desember með út- ski'ift 9 nemenda við hátíðlega athöfn. Nýr hópur 17 nemenda kom inn í janúar og bættust þau í þann hóp sem fyrir var. 16 nemendur luku síðan fyrstu önn síðastliðið vor en 12 þriðju önn og útskrifuðust í maí. A starfsárinu útskrifuðust sem Hannesdóttir sagt 21 og alls hafa þá 141 nem- andi í 14 hópum útskrifast með þess- um formlega hætti. I ágúst síðastliðnum voru teknir inn 18 nýir nemendur þar af tveir beint inn á aðra önn og bekkurinn hvarvetna þétt setinn. Þó hér sé talað um hópa og annir þá er það með ýmsum hætti hvernig hópar skiptast og blandast í vinnu sinni. Síðastliðið ár hafa nem- endur verið í starfsþjálfun við mót- töku, símvörslu, ljósritun og fleira, einn í einu til ákveðins tíma og gefist vel. Nemendur sjá um rekstur kaffi- stofu að öllu leyti, bæði innkaup, ein- falda matargerð, sölu, frágang og bókhald. Síðastliðið ár hafa þau einnig tekið að sér veitingar á námskeiðum sem haldin hafa verið. Námskeið hafa verið haldin að vanda. Samvinna var við Dagvist Sjálfsbjargar, en þaðan komu nokkrir á tölvunámskeið einu sinni í viku, hluta vorannar. Einnig var haldið sér- stakt námskeið í tölvunotkun, bók- haldi og námstækni fyrir hluta þess hóps sem ekki fékk fulla inngöngu í starfsþjálfunina á vorönn, það gafst vel og nokkur þeirra fengu síðan inngöngu í starfsþjálfunina í haust. Svipað námskeið og á sömu for- sendum hófst nú í byrjun október. Fyrir utan þessi námskeið voru haldin grunnnámskeið í tölvunotkun fyrir 8 hópa í maí - júní síðastliðnum, þau sóttu um 60 manns. Þannig hafa alls um 75 manns sótt lengri eða skemmri námskeið í Hringsjá á starfsárinu. Aðsókn á námskeið sem þessi virðist alltaf vera að aukast og erfitt að mæta eftirspurn. Könnun á afdrifum nemenda Haustið 1997 var gerð 3ja síma- könnunin á meðal eldri nemenda Hringsjár sem lokið hafa að minnsta kosti einni önn, en flestir höfðu lokið öllum þremur önnum. Tilgangur könnunarinnar var að athuga hvernig útskrifuðum nemendum Hringsjár reiðir af. Heildarfjöldi þeirra sem könnunin náði til var 136, þar af náðist í 128 eða 94% sem verður að teljast mjög gott. Marín Björk Jónasdóttir náms- og starfsráðsjafi Hringsjár er framkvæmdi könnunina hefur gert grein fyrir henni og helstu niður- stöðum í Fréttabréfi Öryrkjabanda- lagsins og ætla ég ekki að tíunda þær nákvæmlega hér. Ljóst er að nemendur okkar hafa skilað sér mjög vel út í atvinnulíf eða frekara nám eins og að er stefnt. Arangurinn virðist þar að auki varan- legur þ.e.a.s. þarna er verið að líta til stöðu allra útskrifaðra á þeim tíma þegar könnunin er gerð. Þeir “elstu” höfðu útskrifast um jól 1988 og könn- unin náði síðan fram til þeirra sem útskrifuðust umjól 1996. í ljós kemur í þessari, sem og í fyrri könnunum, að um 70%, þ.e.a.s. hátt hlutfall þeirra sem frá okkur fara, skilar sér (varan- lega) á vinnumarkað eða í skóla. Þjónustusamningur Öryrkjabandalag Islands fyrir hönd Hringsjár, starfsþjálfunar fatl- aðra gerði þjónustusamning við félagsmálaráðuneytið sem undirrit- aður var þann 27. febrúar á þessu ári og gildir frá því í janúar 1997 þar til í lok árs 1998, gert er ráð fyrir endur- nýjun þessa samnings. Samningurinn byggir á þeim verkefnavísum sem skilað hefur verið inn til ráðuneytisins og tekur til eftirfarandi starfsemi á vegum Starfsþjálfunar fatlaðra: VERKEFNl 1: Starfsþjálfun Starfsendurhæfing, þjálfun og mat. Fram fer kennsla, leiðsögn og sér- fræðiráðgjöf fyrir u.þ.b. 30 einstakl- inga hverju sinni. Markhópurinn er fólk eldra en 18 ára, sem vegna sjúk- dóma eða slysa þarf að skipta um starfsvettvang, endurmeta eða styrkja stöðu sína. Dagskrá hvers Guðrún 36

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.