Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Síða 42

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Síða 42
Jólaminningar úrfórum Halldóru Hinriksdóttur Inngangur: Ekki er á því vafi á hinni öru breytingartíð sern nú ríkir að hollt er að horfa til baka og gjöra sér glögga grein fyrir lífi fólks fyrr á þessari öld, svo ólíkt sem þaðeráallan veg, þó eðli mann- skepnunnar sé og verði hið sama. Hún Bergþóra Pálsdóttir frá Vet- urhúsum, sem er býli rétt innan við kaupstaðinn á Eskifirði sendi mér eitt sinn jóla- minningar úr fór- um Halldóru Hin- riksdóttur frá Tannastöðum. Eg hygg að okkur sé ágætt að staldra við um stund í önn og erli og líta til baka og huga að horfnu mann- lífi, sem við þó könnumst vel við af reynslu eða frásögnum, þ.e. þau okkar sem komin eru á efri ár. Þessi upprifjun Halldóru Hinriksdóttur skráð af Bergþóru Pálsdóttur er því hér á þrykk sett. H.S. Úr fórum Halldóru Hinriksdóttur Nú þegar ég er komin á efri ár fer ég að hugsa um það hvað ég átti góða æsku. Ég var ekki nema tveggja ára þegar ég kom á sveitabæinn sem ég ólst upp á. Fyrst átti ég nú ekki að vera þar nema nokkrar vikur, en það urðu hér um bil sautján ár. Ég held ég hafi verið 8 eða 9 ára þegar ég nú minnistjólanna. Þetta var stórt heim- ili sem ég var á og kona sem Guðrún hét kenndi mér svo margt. Ég man eftir því þegar hún var að kenna mér að prjóna íleppa í skó. Það var fyrir jól sem hún lét mig prjóna þetta til þess að ég gæti gefið þá í jólagjafir og þetta vakti heilmikla gleði þó lítið væri. Ég minnist þess vel að rétt fyrir jólin var farið nokkuð langt frá bæn- um til að ná í sortulyng til að skreyta með jólatréð. Jólatréð var svo smíðað heima og það var um einn og hálfur metri á hæð og látið standa á borði. Allt jóla- skrautið var búið til heima nema klemmurnar sem kertin voru fest í og englarnir sem voru á toppnum. Englarnir voru þrír, þeir voru úr málmi eins og bjöllurnar sem klingdu þegar þeir snerust. Kertin á jólatrénu voru allavega lit og þau voru aðkeypt. En á bænum voru sem sé líka búin til venjuleg tólgarkerti. Dagana fyrir jólin var mikið annríki og þegar ég stækkaði reyndi ég líka að hjálpa til. Ég man að það var líka bakað mikið af jólabrauði og svo loksins kom aðfangadagurinn. Þá var snemma far- ið að hugsa um öll útiverk og raunar inniverkin líka. Þann dag vaknaði ég snemma eins og allir aðrir og var eitthvað að gera til hjálpar. Klukkan sex var borðaður gómsætur jólakvöld- maturinn og um sjöleytið var stofan opnuð. Þar blasti jólatréð við í allri sinni dýrð og margir jólapakkar komu í ljós hjá trénu. á voru allir komnir inn í stofuna, prúðbúnir með gleðibros á vör. Þá fór fóstri minn að lesa utan á pakk- ana og rétta hverjum fyrir sig sinn böggul og það kom í ljós að allir fengu eitthvað. Mest var þetta einhver fatn- aður. Ég minnist þess að ég fékk oft fallega bók og þá eitthvað með. Svo var húslesturinn lesinn um áttaleytið og eftir það mátti hver gera það sem hannvildi. Ajóladaginnkomfólkfrá öðrum bæjum og þá var til skemmt- unar spilað á spil, oftast fjögurra mannavist. Svo liðu blessuðjólin og þá fór daginn að lengja og þá var að þreyja þorrann og góuna. Nú og svo kom blessað vorið með öll sín fyrir- heit um blíða sól og bjarta daga með blóm í haga. Bergþóra Pálsdóttir frá Veturhúsum skráði. Halldóra Hinriksdóttir Bergþóra Pálsóttir Hlerað í hornum Sá litli spurði móður sína að því hvort hún vissi muninn á lækni og bifvélavirkja. Þegar stóð á svari hjá móðurinni sagði sá stutti: “Jú, þetta er nú einfalt. Læknirinn þvær sér um hendur þegar hann er búinn að pissa, en bifvélavirk- inn þvær sér um hendur áður en hann pissar.”” oooooo Sá gamli var spurður að því hvað hon- um þætti nú skemmtilegast í lífinu. Eftir nokkra umhugsun svaraði hann: “Sjómannadagurinn og kynlíf’. “Og hvort þykir þér nú skemmtilegra?” Aftur hugsaði sá gamli sig um og svaraði svo: “Sjómannadagurinn, því hann er oftar”. oooooo Það var á hressingarhælinu. Sá aldraði vaknaði upp við það að kona á besta aldri var komin lítt klædd í rúm hans. Báðum brá mjög og konan stamaði: “Ég er í vitlausu herbergi hjá vitlaus- um manni”. Þá sagði sá aldraði: “Nei, nei, þú kemur bara 30 árum of seint”. oooooo Feðgar tveir voru á skaki, en báðir voru allnokkuð ölkærir. Þá segir sonurinn: “Hvað myndirðu nú gera pabbi ef allt hafið væri nú orðið að víni”. Eftir smástund sagði faðirinn: “Ja, þá myndi ég bara míga í bátinn”. oooooo Litli drengurinn spurði móður sína að því af hverju heita vatnið héti heita vatnið og þegar stóð á svari svaraði hann sjálfur: “Jú, eitthvað verður það að heita vatnið.” 42

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.