Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Page 2

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Page 2
fréttabréf ÖRYRKJABANDALAGS ÍSLANDS 3. TÖLUBLAÐ 12. ÁRGANGUR 1999 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: HELGI SELJAN Umbrot og útlit: Fjóla Guðmundsdóttir. Prentun: Steindórsprent/ Gutenberg h.f. Forsíðumynd: Björn G. Eiríksson Frá ritstjóra Að baki er nú hin sæla sumartíð sólskins og birtu, blær haustsins með fölva sinn og fallandi lauf færist yfir, aðdragandi þess vetrarveldis skammdegisskugga sem þó á sína tindrandi töfra á tunglskinsbjörtum kvöldum. Vonandi eru lesendur vel undan sumri gengnir fram með gnótt sólskinsdaga í sál, viðbúnir vetrarhríðum myrkra daga í vissu þess samt að vora muni á ný. Veturinn er annars tími ærinnar annar, ólokin verk sumarsins minna óspart á sig, félagsstarf allt fær dafnað á ný og færir okkur um leið fangið fullt af nýjum verkefnum, viðfangsefnum sem kalla að og knýja á um úrlausn sem allra besta. Baráttumálin eru mörg og knýjandi, þó krafan sé í raun einföld og skýr um mannsæmandi kjör öllum öryrkjum til handa. Hið alltumlykjandi góðæri sem gumað er af ætti að auðvelda það mjög að ná unandi árangri. An fyrirhafnar fæst ekkert, án baráttu bifast ekkert, hin stöðuga, vökula varðstaða verður ævinlega að vera til staðar. Von okkar sú að veturinn megi færa okkur þá ávinninga sem duga megi til lífvænlegra skilyrða hvers og eins þeirra sem búa við hinn skarða og skerta hlut í samfélaginu. Megi veturinn verða okkur vænn til verka góðra. Helgi Seljan. EFNISYFIRLIT Frá ritstjóra....................................2 Öryrkjabandalag Islands við aldahvörf............3 Við aldahvörf....................................4 Innlitið.........................................5 Hlerað í hornum............5 15 16 183032 34 39 Rætt við Jón H. Sigurðsson.......................6 Þjónustusamningur TR við Hringsjá...............11 Lokaverkefni Valerie Harris.................... 12 Gátur...........................................13 Utdráttur úr niðurstöðum........................14 Nýr staðall fyrir örorkumat.....................16 Með austangjólunni..............................17 Ein lítil limra.................................17 Eigið rím við annarra speki.....................18 Sumarferð Vinjar 1999...........................19 Stríð og friður.................................20 Djáknaþjónusta..................................20 Arsskýrsla Vinjar...............................21 “Nú ert þú staddur..............................22 Veðurhorfur.....................................24 Atvinna með stuðningi ..........................25 Norrænt samstarf um málefni öryrkja.............26 Formleg opnun þjónustuseturs................... 28 Leiðrétting.....................................28 Uthlutun Námssjóðs Sigríðar.....................29 Gjaldskylda öryrkja.............................29 Vilhjálmur kvaddur..............................30 Nefndarálit um notkun geðdeyfðarlyfja...........31 Tölvumiðstöð fatlaðra..........................32 Fjöldi félagsmanna í félögum ÖBÍ...............33 ÍF óskað velfamaðar á tímamótum................34 Gigtlækningastöð G.í. 15 ára...................35 Sólarlagsljóð..................................35 Rit um þroska og hegðunarvanda.................36 Námskeið fyrir ungt fólk.......................38 íbúðalánasjóður - sérþarfalán..................39 Á Jafnréttisdegi...............................40 Klúbburinn Geysir..............................40 Stutt minning úr sveitinni.....................40 Sumarlist - sýning góð.........................41 ÍF í Reykjavík.................................41 Jessé..........................................42 Nýtt tryggingaráð..............................42 Hughrif árstíðanna.............................43 Kyndill friðar.................................43 Sagan um hvíta stafinn.........................43 Urskurðarnefnd ágreiningsmála..................43 Blindrabókasafn Islands........................44 Tölvumiðstöð fatlaðra flytur...................44 Kynning........................................44 Upplýsingar um námskeið........................45 Frá FAAS.......................................45 Fjómm áratugum fagnað..........................46 Tvö ljóð.......................................46 Góði hirðirinn.................................47 Mannréttindaskrifstofa íslands.................47 Sönn vísa eða hvað?............................47 Blindrafélagið 60 ára..........................48 í brennidepli..................................50 2

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.