Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Síða 3

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Síða 3
• • s Haukur Þórðarson formaður OBI: • • / Oryrkjabandalag Islands við aldahvörf Ieinhverjum vísindaskáld- sagnanna svokölluðu mátti lesa um furðuvélar sem skutu mönnum inn í framtíðina þar sem þeir gátu skoðað sig um og fengið vitneskju um hvað framundan er. Þótt mörg sé tæknineru fram- tíðarskutlur enn ekki komnar til sögunnar. Sem betur fer má segja, því að við eigum meir en í fullu fangi með að fylgja eftir og meta atburði samtímans, okkur gengur jafnvel misjafnlega að vinna úr atburðum fortíðarinnar, hvað þá framtíðar! Það er því e.t.v. ekki svo hollt að vita of mikið um framtíðina, best að láta sér nægja að ráða af líkum og draga ályktanir út frá þeim, notandi forsendur sem fyrir liggja á hverjum tíma. Og hafa ber í huga það sem karl- inn sagði eitthvert sinn “það er alltaf erfitt að spá, sérstaklega um fram- tíðina.” Tímamót hvetja menn til að horfa fram á veginn og svo ætti einnig að vera í röðum Öryrkjabandalagsins og aðildarfélaga þess. Á næstunni fáum við nýja þúsöld og hefur tilefni fyrir framtíðarvangaveltur oft verið minna. Eg býst þó við að jafnvel djörfustu spámenn hiki við að spá fyrir þúsund ár. Nú er lrka að koma ný öld en sama hlýtur að gilda um öld og og þúsöld þegar spár eru annars vegar. En önnur tímamót eru í samfélagi okkar um þessar mundir og nærtækari sem er nýtt fjögurra ára kjörtímabil Alþingis. Gerist eitthvað á því tímabili, fyrir tilverknað Alþing- is, sem skiptir sköpum fyrir öryrkja? Sömu stjómmálaflokkar eru í ríkis- stjóm og voru á síðasta kjörtímabili en á hinn bóginn hefur orðið breyting á flokkaskipan á Alþingi. Öryrkja- bandalagið hefur árum saman og alla tíð haldið uppi þrýstingi á ráðamenn þjóðarinnar um bætt lífskjör öryrkja. Svo var einnig á síðasta kjörtímabili en segja má að á síðasta ári þess hafi verið rekinn harðari áróður á þessu sviði en þekktist áður. Að sjálfsögðu beindist áróðurinn ekki einvörðungu að stjómmálamönnum og í honum var fólgin margvísleg almenn kynning á málefnum fatlaðra og lífskjörum þeirra, kynning sem beindist að þjóð- inni allri. Vitaskuld ber sú kynning árangur og skilar sér með einum hætti eða öðrum, á einum tíma eða öðrum. Rétt er fyrir Öryrkjabandalagið að setja sér starfsáætlun fyrir nýbyrjað kjörtímabil Alþingis hvað varðar baráttuna fyrir bættum lífskjörum öryrkja. Þau ráðast að sjálfsögðu af mörgum þáttum eins og raunar lífs- kjör landsmanna almennt. Þó er einn þáttur sem skiptir öryrkja meira máli í þessu samhengi en aðra þjóðfélags- þegna, fólginn í ákvæðum almanna- tryggingalaga og reglugerðum sem settar eru út frá þeim. Þau Iög og beiting þeirra, og setning reglugerða út frá þeim, er eitt helsta áherslusviðið í starfsemi Öryrkjabandalagins og á því sviði ráðast lífskjör öryrkja meira en að jafnaði á öðrum sviðum. Meginreglur Sameinuðu þjóð- anna í málefnum fatlaðra hafa nú verið við lýði í allnokkur ár og hlotið staðfestingu þjóðþinga víða um heim, m.a. hér á landi. Heyrst hefur að þeir sem starfa að kynningu þeirra og útbreiðslu á vegum Sameinuðu þjóðanna séu óánægðir með árangur- inn á heimsvísu. Ljóst er að kynna þarf Meginreglumar betur hér á landi en gert hefur verið til þessa, bæði fyrir stjórnmálamönnum, embættismönn- um ríkis og sveitarfélaga og almenn- ingi. Og ekki síst þarf að kynna reglumar fyrir bömum og unglingum og líklegast væri besta leiðin til þess í gegnum skólakerfið. En meðal ann- arra orða, hvað er að finna í kennslu- skrá grunnskólans um málefni fatl- aðra? Kynning á Meginreglunum vítt og breitt er eitt af brýnustu verkefnum Öryrkjabandalagins. Á öllum sviðum og í öllum mála- flokkum bíða verkefnin í röðum. Það væri mjög æskilegt ef Öryrkjabanda- lagið gæti virkjað aðildarfélög sín meir til að sinna tilteknum verkefnum eftir því sem tök eru á. En þá ber að vísu að hafa í huga að aðildarfélögin eru flest með tímafrek verkefni í gangi sem yfirleitt eru unnin í sjálfboða- vinnu. Þarna má nefna málaflokka eins og húsnæðismál, atvinnumálin, fræðslu - og skólamál og þátttöku fatl- aðra á hinum ýmsu sviðum mannlífs- ins, þar með talin list og önnur menningarstarfsemi. Hér vil ég líka benda á að um þesssar mundir herjar alvarleg- ur fjárhagsvandi á endurhæfingar- starfið í landinu, sami vandinn og setur spor sín mjög víða í heilbrigðis- og félagsmálaþjónustunni í dag. Það er í hrópandi þversögn við að á sama tíma er efnahagur þjóðarinnar sagður betri en nokkru sinni fyrr. Takist ekki að leysa þennan vanda fljótlega færist framboð og gæði endurhæfingar- þjónustunnar hér á Iandi aftur á bak um mörg ár. Þama þarf Öryrkjabanda- lagið einnig að beita sín af fullum krafti vegna skjólstæðinga sinna sem eru neytendur þessarar þjónustu. Hér hef ég drepið á nokkur verk- efni sem bíða Öryrkjabandalagins á nýju kjörtímabili Alþingis. Þótt Öryrkjabandalagið sé að sjálfsögðu að öllu leyti ópólitískur félagsskapur eru flest viðfangsefni þess í sjálfu sér pólitísk á þann veg að ferli þeirra lýtur lögmálum og forskriftum stjómmála líðandi stundar. Að lokum óska ég Öryrkjabanda- laginu brautargengis í margslungnu starfi sínu, jafnt á títtnefndu yfirstand- andi kjörtímabili Alþingis sem um alla framtíð. Haukur Þórðarson Haukur Þórðarson FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 3

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.