Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Side 5

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Side 5
INNLITIÐ Við Guðríður félagsmála- fulltrúi lögðum á ljúfu sept- embersíðdegi leið okkar yfir í aðsetur SÍBS að Suðurgötu 10, Reykjavík. Aðaltilefnið var jú að heilsa upp á nýjan framkvæmdastjóra SIBS sem þar hafði þá starfað í á annan mánuð. Það er Kristín Þorsteinsdóttir sem þar ræður nú ríkjurn en hana munu landsmenn þekkja vel af skjánum en þar sagði hún okkur lengi og vel fréttir, bæði góðar og slæmar eins og gengur. Kristín mun kynna sig og sín störf í næsta tölublaði þ.e. jólablaðinu. Eins og fram kemur annars staðar hér í blaðinu þá er SÍBS - Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúkl- inga langfjölmennasta aðildarfélag Oryrkjabandalagsins með um 6700 félaga - tæpan þriðjung allra félaga í aðildarfélögunum. SÍBS er svo sem nafnið bendir til samband félaga: Upprunalegi kjarninn og meginafl lengi vel vora berkladeildimar vítt um landið, berklasjúklingar enn með sín sterku ítök, svo era Samtök astma- og ofnæmissjúklinga, Landssamtök hjartasjúklinga, en þar innanborðs er Neistinn - foreldra- og styrktarfélag hjartveikra barna og svo Samtök lungnasjúklinga. Við hittum einmitt Kristín Þorsteinsdóttir formann þeirra samtaka, Jóhannes Guðmundsson, sem sagði okkur frá því að Samtök lungnasjúklinga hefðu opna skrifstofu að Suðurgötu 10 á miðvikudögum frá kl. 13-17 og þar svaraði í síma og væri til viðtals Brynja D. Runólfsdóttir en síminn 552-2154. En aftur að henni Kristínu fram- kvæmdastjóra SÍBS. í stuttu spjalli við Kristínu kom hún inn á það að þó þing SIBS séu aðeins annað hvort ár, þá hittast formenn hinna einstöku félaga á formlegum fundi það ár sem þing er ekki, svo yrði nú í haust. Kristín sagði að framundan væri merkisatburður á Reykjalundi. 1. okt. tæki forseti Islands fyrstu skóflustunguna að nýbyggingu við Reykjalund og reiknað væri með því að í kjölfarið yrði jarðvinna boðin út. Skóflustungan ætti í raun að verða lokahnykkurinn á landssöfnuninni sem einmitt ætti um þær mundir árs- afmæli. Þegarhefðu safnast45 millj- ónir króna og nú væri verið að skrifa bréf til væntanlegra viðbótaraðila, aðallega hópa. Með skóflustungunni væri vakin verðug athygli á þessu ágæta átaki þjóðarinnar til eflingar endurhæf- ingar. Kristín sagði að áætluð væri opnun alhliða upplýsingaskrifstofu í svo- kölluðu Rauða húsi að Suðurgötu 10, þar sem bæklingar lægju frammi, ein- stök félög gætu kynnt sig og almenn upplýsingagjöf yrði sem best. Við það væru miklar vonir bundnar. Kristín minnti einnig á að nauðsyn væri á því að efla heimasíðu SÍBS, bæta þar við upplýsingum og vegvísum. Við færum Kristínu bestu þakkir fyrir spjallið, árnum henni alls hins besta í þýðingarmiklu starfi, en vel að merkja er Kristín fyrsti formlega ráðinn framkvæmdastjóri SIBS, nú og svo bíðum við kynningarinnar í jóla- blaðinu. H.S. Hlerað í hornum Og einn gamall urn mat manna á verðleikum fólks. Tveir menn urðu úti á fjallvegi eystra, annar heimamaður, hinn aðkomu- maður. Sóknarprestur heimamanns- ins var á tali við aldraðan bónda um atburð þennan og bóndi kvað mikinn mannskaða vera að heimamanninum sem var annálaður bifreiðastjóri. Þá hrautútúrpresti: “Það var nú ekkert með hann. Það var enn hörmulegra með hinn, hann var akademískur borgari”. Tengdamamman kom heim til tengda- sonarins og sagði móð og másandi: “Það elti mig maður alla leið heim að dyrum”. Þá sagði tengdasonurinn: 'Tlvað er þetta, er orðið svona skugg- sýnt úti?” Piparsveinninn var spurður að því hvers vegna hann hefði ekki kvænst. “Ja, ég hef nú aldrei fundið þá réttu, en það hefur ekki gert neitt til, því ég hefi haft það svo ágætt með öllum hinum.” *** Gamla konan var spurð af fréttamanni hvort hún bæði bænirnar sínar á hverju kvöldi. Hún svaraði: “Nei, ekki alltaf. Stundum langar mig bara ekki í neitt”. *** “Guð hjálpi þeim sem eru alltaf að leita að hinni fullkomnu konu”, sagði maðureinn við annan. Þásagðihinn: “Ég segi nú enn frekar. Guð hjálpi þeim nú enn meira sem finna þá fullkomnu”. *** Hann var hjá spákonu sem rýndi í kristalkúluna sína og sagði svo honum til lítillar gleði: “Ég sé að þú hefur tekið mjög skynsamlega ákvörðun þegar þú keyptir þér líftryggingu á dögunum”. *** Það var verið að jarðsyngja aldraða konu sem misst hafði eiginmann sinn fyrr á árinu, en þeim ekki komið of vel saman um ævina, enda sagði prest- urinn: “Þau óku saman æviveginn en bara í sitt hvoru hjólfarinu”. *** Það var verið að taka til altaris. Margir fóru upp en hjón ein fram- arlega í kirkjunni sátu sem fastast. Þá gall við í syni þeirra er hjá þeim sat: “Ætlið þið ekki að fara upp að girð- ingunni og fá ykkur í glas?”. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 5

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.