Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Qupperneq 8

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Qupperneq 8
“Ég var látinn vita,” sagði faðir minn síðar þegar ég spurði hvers vegna hann gat gengið beint að mér þarna tveimur tímum eftir slysið. Undir venjulegum kringumstæðum hefði ég átt að vera í fjárhúsi fjær bænum. Aður hafði sýnt sig að pabbi bjó yfir dulrænum hæfileikum sem hann vildi lítið tjá sig um. Mikil lífsreynsla er að koma slasaður inn á sjúkrahús. Þá er eins og maður eigi ekki lengur eigin líkama. Alls kyns efnum og pillum er dælt í hann. Erfiðast fannst mér að lenda í strekk eins og flestir fara í eftir svona slys. Láta bora í höfuðkúpuna, skrúfa í hana járnkló sem snúra var fest í með lóði á endanum. I mínu tilviki strekkti átta kílóa lóð líkama minn í fjörutíu daga. Væri þessi strekkaðferð notuð á afbrotamenn þætti hún ómannúðleg, en ekki er spurt um mannúð heldur tilgang þegar reynt er að lækna fólk með háls- og hryggáverka. Raunveru- leikaskynið hvarf á meðan á þessu stóð og endurminningin er afar óljós. Hetjuleg barátta Einstaklingur sem lendir í slysi veit nákvæmlega ekkert hvað bíður hans. Þetta er högg! Hvað tekur við eftir höggið veit enginn. Ég held að flestir eða allir ímyndi sér að læknisfræðileg endurhæfing komi þeim aftur á réttan kjöl - jafnvel á fæturna aftur út í lífið. Síðan líður mánuður eftir mánuð í endurhæfingu og bati ekki sjáanlegur. Þá fer vonleysi eða uppgjöf að gera vart við sig - sem snýst oft upp í andúð á þjóðfélaginu, út í félagana, út í allt sem gert er. Þetta er rótin að því sem kemur næst. Eftir svona slys getur fólk verið allt að tíu ár að ná sér upp og fara að horfa bjartari augum á framtíðina. SEM samtökin eru eina félag öryrkja sem stendur utan við allt - og sýnir best neikvæðnina hjá fólki sem hefur lent í svona slysum. Mikill nreiri hluti þeirra er gegn því að ganga í Sjálfsbjörg, samt eru margir SEM félagar með aðild að Öryrkja- bandalaginu eins og ég. Við erum líka viðkvæm fyrir að talað sé um okkur sem fatlaða ein- staklinga. Ég vil frekar vera lamaður eða hreyfihamlaður en fatlaður sem nær yfir allt sviðið og tengist geð- fötlun. Merkilegt með hugtök yfir eitthvað sem hrjáir fólk, hvað við erum viðkvæm fyrir notkun þeirra. Eitt sinn voru sett lög um fávita. Síðan gekk vangefinn í ákveðinn tíma þar til það þótti ómögulegt. Nú er þroskaheftur að byrja að vera neikvætt og örugglega á eftir að finna annað “betra orð” á næstunni.” Hefurðu aldrei fundið fyrir reiði eða vonleysi? “Nei! Hef aldrei fundið fyrir biturleika eða fengið andlegt bakslag senr flestir fá sem lenda í þessu. Annaðhvort stendur fólk þetta af sér eða ekki.” Hvað gefur þér svona mikinn styrk? “Ef ég gæti svarað þér - ætti ég að fá Nóbelsverðlaun. Fjölmargar ráðstefnur eru haldnar árlega um hvað sé hægt að gera þegar fólk brotnar svona niður. Fremstu sérfræðingar heims í læknis- og sálarfræði standa ráðþrota gagnvart þessu.” Undirrituð telur svarið liggja að miklu leyti í sálarstyrk Jóns og viljakrafti til að standa sig í lífinu. Sumir álíta að svona lífsreynsla eigi að styrkja sálina fyrir næsta líf. Trúirðu á framhaldslíf? “Já, líklega trúi ég á það. Sálin í okkur er svo furðulegt fyrirbæri og lífið alltof flókið til að það byrji allt í einu og slokkni svo. Eina sem ég get ráðlagt fólki sem lendir í svona er að leggja á sig margra ára endurhæfingu, gefast aldrei upp þótt árangurinn láti á sér standa. Leið flestra liggur inn á endurhæfingar- deildina á Grensás. Að mínu mati er alltof fljótt reynt að koma fólki út í lífið, löngu áður en fullreynt er hvað hægt er að gera fyrir það. Sjálfur var ég í endurhæfingu á Reykjalundi í sex og hálft ár. Arang- urinn fór ekki að koma í ljós fyrr en eftir fjögurra ára þrotlausa baráttu. Mestar framfarir urðu hjá mér fimmta og sjötta árið. Endurhæfingin gerði gæfumuninn líkamlega og andlega. Án hennar hefði lítið orðið úr manni. Enginn hefur verið svo lengi í skipulagðri endurhæfingu, flestir gefast upp löngu áður. Gefist aldrei upp í endurhæfingu! Ég trúði á endurhæfingu og þjálfun, hafði kynnst þessu í íþróttunum. Ég bjó líka yfir orku til að þjálfa mig þetta lengi. Enn og aftur vil ég brýna fyrir þeim sem eiga eftir að lenda í þessu - að gefa sig aldrei í endurhæfingunni. Hún er mjög þreytandi - og mikinn viljastyrk þarf til að halda sig í endur- hæfingu svo árum skiptir. Þjálfun skilar sér ekki alltaf á þeim tíma sem maður vill að hún geri. Svo verða framfarir kannski allt í einu. Maður æfði og æfði og allt í einu fann maður mun. Eftir slysið hrundi vel þjálfaður líkami minn alveg til grunna, fór gjör- samlega niður á botn, þótt ég væri sérstaklega vel á mig kominn. Þetta gerist, ef taugakerfið fer úr sambandi og engin hreyfing er á vöðvunum. Fyrsta kvöldið á Reykjalundi settist ég í hjólastól í fyrsta skipti. Ég ætlaði að horfa á kvöldfréttirnar, en tíu 8

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.