Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Blaðsíða 12

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Blaðsíða 12
Helgi Hróðmarsson fulltrúi: Lokaverkefni Valerie Harris VIÐHORF UPPKOMINNA BARNA TIL SJÁLFSTÆÐIS OG FORRÆÐISHYGGJU GAGNVART UMÖNNUN ALDRAÐRA Á STÓR-REYKJAVÍKURSVÆÐINU FLORIDAINTERNATIONAL UNIVERSITY Miami, Fiorida ATTITUDES OF ADULT CHILD CAREGIVERS FROM THE GREATER REYKJAVIK AREA OFICELAND TOWARD AUTONOMY AND PATERNALISMIN RELATION TO CARE OF THE ELDERLY A thcsis in partiai satisfaction of the requirements for the degree of MASTER OF SCIENCE IN OCCUPATIONAL THERAPY by Valerie Jacqueiine Harris 1998 Forsíða ritgerðarinnar. Ein þeirra sem hafa unnið gott og farsælt starf í þágu fólks sem er fatlað á íslandi er Valerie Harris iðjuþjálfi. Á þeim vettvangi hefur hún starfað um nokkurra ára skeið í Sjálfs- bjargarheimil- inu. Þar hefur hún reynst góður starfsmaður, vin- sæl af skjólstæð- ingum og sam- starfsfólki. Hún er ein þeirra sem vinnur störf sín af einstakri ræktar- semi og nákvæmni, auk þess sem hún hefur til að bera næman skilning á aðstæðum fólks sem þarfnast sérstakr- ar aðstoðar. Eftir að hafa starfað í nokkur ár á Sjálfsbjargarheimilinu hóf Valerie master-nám við Florida International University og lauk hún því 1998. í lokaverkefni sínu fjallar hún um við- horf uppkominna barna til umönnunar aldraðra foreldra sinna. í upphafi rit- gerðarinnar, þakkar Valerie þeim sem styrktu hana til þess að verkið gæti unnist á sem bestan hátt. Það lýsir Valerie vel þegar hún m.a. þakkar for- eldrum sínum fyrir að hafa alla tíð hvatt sig til náms. Hún þakkar föður sínum fyrir að vekja forvitni hennar m.a. með heimsóknum á náttúruvís- indasöfn. Móður sinni þakkar hún fyrir stuðning og hvatningu. Mann- eskja með slíkan bakgrunn er vel til þess fallin að fjalla um umönnun sinna nánustu, eins og glögglega kemur í ljós í lokaritgerð hennar. ✓ Irannsókninni kemur fram að sífellt eykst hlutfall aldraðra samanborið við aðra aldurshópa - sem leiðir af sér auknaþjónustuþörf. Á Islandi kemur þetta m.a. fram í stöðugt meiri eftir- spurn eftir heimilishjálp. Aukinn fjöldi aldraðra á íslandi, mikil þörf fyrir sjálfstæði þeirra og væntingar um að fjölskyldur eigi að sjá fyrir hinum öldruðu er staðreynd. Á sama tíma er aðstoð frá samfélaginu s.s. menntun og þjónusta við aðstand- endur ófullnægjandi. Þetta gerir það að verkum að það er mjög mikilvægt að kanna frammistöðu og viðhorf aðstandendanna. Þátttakendur í rannsókn Valerie voru 31, uppkomin börn aldraðra foreldra. Þátttakendur voru spurðir um fjölda atriða varðandi samband þeirra við foreldra sína. Fram kom að allir þátttakendur veittu foreldrum sínum einhverja aðstoð, meirihluti þátttakendanna tvisvar til þrisvar í viku. Þá mæltu þátttakendur mun fremur með sjálfstæði foreldranna en mikilli íhlutun í þeirra hagi. Þessi skoðun reyndist almennari í könnun Valerie heldur en í sambærilegri bandarískri rannsókn. Þar að auki er stefnan á fslandi, eins og reyndar yfir- leitt annars staðar í hinum vestræna heimi, að leitast við að gera öldruðum kleift að búa á heimilum sínum eins lengi og mögulegt er. Enda býr meiri- hluti Islendinga 65 ára og eldri í sjálf- stæðri búsetu. Að lifa sjálfstæðu lífi og að vera 12

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.