Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Blaðsíða 21

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Blaðsíða 21
Frá ferðalaginu sem fjallað er um á bls. 19. Arsskýrsla Vinjar Síðla maímánaðar áttum við Guðríður Ólafsdóttir félags- málafulltrúi okkar hið ánægju- legasta erindi í Vin, athvarf það fyrir geðfatlaða sem Rauði kross Islands rekur og er eðlilega afar mikið sótt. Undirbúningur fyrir hádegisverð- inn stóð sem hæst og yfirkokkurinn þann daginn, Bjöm Hjaltason grúfði sig af alúð yfir pottana. Erindið sem við Guðríður áttum varðaði styrkbeiðni frá gestum Vinjar til Öryrkjabandalagsins vegna fyrir- hugaðrar ferðar þeirra hér innanlands íjúní. Öryrkjabandalagið gat komið myndarlega til móts við þessa beiðni og við Guðríður einmitt komin sem miklir aufúsugestir til að afhenda forstöðukonunni, Björgu Haralds- dóttur, styrkupphæðina. Eftir örstutta afhending sem nokkur velfamaðarorð fylgdu, drukkum við svo kaffi með öðrum gestum athvarfsins og áttum þar notalega stund. Ekki fór það mála á milli hve ein- læglega var hlakkað til ferðalagsins og ljúft að mega styrkja ferðalangana og það loforð tekið um leið af þeim að Fréttabréf haustsins megi ferða- söguna fá. Okkur barst svo hið ágæt- asta þakkarbréf í kjölfarið. En nóg um þennan ánægjulega atburð og beint að ársskýrslunni 1998 sem hingað barst á borð. 303 einstaklingar komu alls í Vin, sumir sjaldan, sumir nær stöðugt. Karlar voru um 70% og konur um 30%. Meðaltal gesta á dag 31. Samtals gestakomur 8083 þar af 562 utan hins hefðbundna opnunar- tíma. Matargestir voru í heildina tekið 3525. 60% gestanna búa einir, hinir í sambýlum, á deildum eða með fjöl- skyldu. Sagt er frá 5 ára afmæli Vinjar í febrúar 1998 með 100 manna kaffi- samsæti. Meginmarkmið sem fyrr að rjúfa félagslega einangrun geðfatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, fólk kemur að eigin frumkvæði, tekur þátt í því sem það hefur getu eða áhuga til. Lögð er rækt við að halda umhverfinu hlýlegu, samskipti byggð á gagnkvæmu trausti og virðingu. Gestir taka m.a. þátt í að elda hádegismat, haldnir eru hús- fundir með þeim sem sækja vilja og þar rætt m.a. það sem betur mætti fara. Opnunartími á veturna er 9.30 - 16.30 en yfir sumartímann frá 9 - 16. Minnt er á tvær málverkasýningar gesta Vinjar, leikhúsferðir o.fl., getið er um kór Vinjar sem sungið hefur opinberlega. Ferðalög nokkur, með öðrum að hluta. Mikið um heim- sóknir nema, heilbrigðisstarfsmanna og félaga í RKI svo dæmi séu tekin. Góð samvinna er við Geðhjálp og fjórir úr fastagestahópi Vinjar sóttu m.a. norrænt geðhjálparmót í Svíþjóð. Sjálfboðaliðahópur áfram að störfum, sér um opið hús utan opnunartíma, hafði opið 29 sunnudaga á árinu og einnig á föstudaginn langa og á jólum. Stöðugildi eru þrjú og hálft auk starfsmanns í ræstingu 30 klst. á viku. Ólöf Dóra Hermannsdóttir vinnu- þjálfi hætti á árinu en Ingi Hannes Ágústsson er í hálfri stöðu frá 1. okt. '98. Á margt annað er minnst í glöggri og gefandi skýrslu, en athyglisverð eru lokaorð skýrslunnar, orðrétt segir svo: “Það er samdóma álit gesta og starfsfólks Vinjar að fjárhagsleg og félagsleg staða þessara einstaklinga hafi aldrei verið jafnbág. Er það um- hugsunarvert á þessum góðæristímum sem talað er um”. Þetta eru orð sem eiga að geymast þar til úr rætist veru- lega. ítarleg skýrsla er þökkuð, svipað athvarf er í Dvöl í Kópavogi og frá því greint áður hér. Rauða krossi íslands er mikill sómi að þessari þörfu starfsemi og fjármunum vart unnt að veita í betri og dýrmætari verkefni. Gestum og starfsfólki Vinjar er vel þakkað fyrir hlýjar mótttökur, þeim alls hins besta ámað í framtíðinni og svo bíður ritstjóri þess (ritað í júní, rétt fyrir ferðalagið góða) með óþreyju að ferðasagan fæðist og berist honum sem fyrst og best. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 21

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.