Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Blaðsíða 22

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Blaðsíða 22
Björk Vilhelmsdóttir félagsráðgjafi: “Nú ert þú staddur á horni Hamrahlíðar og Stakkahlíðar” Blindrafélagið stóð fyrir fjöl- sóttri ráðstefnu í tilefni 60 ára afmælis síns í ágúst sl. Ráðstefnunni var ætlað að gefa þátt- takendum, fagfólki, félagsmönnum og aðstandendum þeirra, yfirlit yfir ____________ ýmsa þá þætti sem snúa að blindum og sjónskertum og svara eftirfarandi i'■ 1 i spurningum: 'o, <ís ^ .! • Hvernig getur daglegt líf verið hjá blindum eða sjónskertum ein- Björk staklingi? Vilhelmsdóttir * Hvernig sjá menn fyrir sér þjónustu við blinda og sjónskerta í framtíðinni? • Hvers má vænta í þróun nútíma augnlækninga? • Hvaða hjálpartæki eru í boði? • Hverju skilar hæfing eða endurhæf- ing? • Núverandi staða og framtíðarhorfur í mennta- og atvinnumálum. • Hvað getur upplýsingatæknin gert? • Hver verður staða blindra og sjón- skertra Islendinga á nýrri öld? Erfitt er að gera stutta samantekt af eins og hálfs dags ráðstefnu þar sem flest allt sem fram kom var markvert. Til að koma til móts við þá sem misstu af ráðstefnunni ætlar Blindrafélagið að gefa alla fyrirlestr- ana út á hljóðsnældum. Gert var ráð fyrir því í dagskrá ráð- stefnunnar að láta rödd félagsmanna Blindrafélagins heyrast. Fyrst komu fram Halldór Rafnar, Rósa Ragnars- dóttir og Sigrún Jóhannsdóttir og deildu reynslu sinni af því að vera blindur, að vera sjónskertur og að missa sjón á efri árum. Það var aðdáunarvert hvernig þau gátu deilt reynslu sinni og lagt lóð á vogar- skálarnar til að aðrir en blindir og sjónskertir fái skilning á aðstæðum sínum. Fulltrúar yngstu félagsmann- Samantekt af yfirlitsráðstefnu Blindrafélagsins um stöðu blindra og sjónskertra í nútíð og framtíð anna sem ekki eru komin á það þroskastig að standa upp og tjá tilfinn- ingar sínar í orðum gerðu það með tónlistarflutningi þar sem Ester Heiðarsdóttir 8 ára spilaði á píanó og Guðfinnur Karlsson 10 ára á fiðlu. Halldór Sævar Guðbergsson hélt opnunarerindi og kom að þvt megin- hlutverki Blindrafélagins að berjast fyrir hagsmunum blindra og sjón- skertra og knýja fram betri og bætta þjónustu. Tilgangur með ráðstefnu sem þessari væri að skilgreina þarf- irnar, fá yfirlit yfir stöðu mála í dag svo hægt sé að vita fyrir hverju þyrfti helst að berjast. s máli allra félagsmanna sem deildu reynslu sinni í upphafi ráðstefn- unnar kom fram að það sem mestu máli skiptir er stuðningur þeirra sem eiga svipaða reynslu að baki og sam- staða og samheldni hópsins. Er það í samræmi við áherslur sem nú eru að verða ríkjandi í Bandaríkjunum og Astralíu og verið hafa í langan tíma á Norðurlöndunum. Jafningjastuðn- ingur virðist vera það úrræði sem skiptir mestu fyrir einstaklinginn fyrir utan stuðning fjölskyldunnar sem skiptir sköpum og faglega endurhæf- ingu. Það var einnig sammerkt í frá- sögnum þeirra að það þarf hörku, dugnað og eljusemi til að ná að lifa eðlilegu lífi með þessa fötlun. Þau þyrftu að telja almenning, yfirvöld og ekki síst sig sjálf á það að “við getum yfirleitt meira en við ættum að geta gert”. Fram kom í umræðum að sá sem er blindur þarf ekki að vera í myrkri og sá sem er alvarlega sjónskertur getur kannski lesið símaskrána en ekkert séð frá sér en annar getur ekki lesið stærstu fyrirsagnir í dagblöðum en sér fegurð fjallanna. Eftir að félagsmenn höfðu sagt frá lífi sínu og hluta til frá þeirri þjónustu sem þeir hefðu notið var komið að fulltrúum ýmissa stofnana sem koma að málum blindra og sjónskertra að gera grein fyrir starfsemi sinni og framtíðarsýn. Helga Ólafsdóttir forstöðumaður Blindrabókasafns íslands fjallaði um framtíðarsýn á þjónustu blindrabókasafnsins sem sinnir 1300 einstaklingum auk 140 stofnana. Meginmarkmið safnsins er að setja efni í þann búning sem nýtist blindum og sjónskertum. Flestir njóta hljóð- bóka en aðrir eru famir að tileinka sér notkun stafrænna hljóðbóka á tölvu- tæku formi með svokallaðri Daisy tækni og nýta þá almenn tölvuhjálp- artæki s.s. blindraletursskjá og talgervil. Tryggvi Sigurðsson deildarstjóri á Greiningar og ráðgjafarstöð ríkisins sagði frá markvissu starfi þeirrar stofnunar sem byggir á einstakl- ingsbundnumþjónustuáætlunum sem miða að því að draga úr áhrifum fötl- unarinnar. Til að slíkt geti orðið þarf snemmtæka íhlutun. Margrét Sigurðardóttir deildar- stjóri í blindradeild Alftamýrarskóla sagði frá blindrakennslu sem verið hefur hér á landi frá 1933. Blindra- kennsla er sérstæð fyrir það að kennsl- an miðar að því að kenna það sem barnið missir af vegna sjónleysis, þ.a.l. er ekki einungis um hefðbundn- ar námsgreinar að ræða. Uppeldi í blindunni kallaði Margrét það. Fram- tíðin er að uppfylla það meginskilyrði að sjá öllum nemendum fyrir kennslu við hæfi hvort sem það er í sérdeildum eða heimaskólum utan sem innan 22

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.