Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Side 23

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Side 23
höfuðborgarsvæðisins. Það kostar peninga að dreifa sérmenntuðu starfs- fólki víða og sértækum hjálpartækjum en Margrét minnti á að þeim peningum væri vel varið. Björn Sigurbjörnson fram- kvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík óskaði eftir auknu samstarfi við Blindra- félagið. Hann sagði að gera þyrfti úttekt á þörfum blindra og sjónskertra áður en málefni fatlaðra verða flutt frá ríki til sveitarfélaga. Bjöm sagði frá nýjungum í starfi svæðisskrifstofa og þá helst atvinnu með stuðningi. Guðrún Hannesdóttir skólastjóri Hringsjár- starfsþjálfunar fatlaðra sagði frá árangri starfsþjálfunar. 15 blindir og sjónskertir hafa hlotið menntun í Hringsjá auk annarra sem sótt hafa þar töl vunámskeið. Hringsjá er hugsuð sem stökkpallur fyrir fatl- aða einstaklinga sem eru á leið til fullrar þátttöku í atvinnulífi. Mikil- vægt er að Hringsjá komi ekki í stað eðlilegar skólagöngu heldur taki við þeim sem þurfa endurhæfingu á fullorðinsárum. Birkir Rúnar Gunnarsson veitti ráðstefnugestum innsýn í hvernig blindir geta nýtt sér veraldarvefinn. Birkir Rúnar tekur við öllu námsefni, les blöð og tímarit á veraldarvefnum. Þrátt fyrir myndræna framsetningu efnis getur Birkir nýtt sér um 85% af efni sem þar er að finna með hjálp nýjustu tölvuhjálpartækja. Þeir sem fá slík tæki og kennslu á þau geta því tekið fullan þátt í upplýsingasam- félaginu. * Afimmtudagsmorgni var byrjað að huga að augnlækningum og hjálpartækjum. Einar Stefánsson prófessor í augnlækningum kom að þeirri framþróun sem orðið hefur á Islandi, en íslenskir augnlæknar hafa ávallt nýtt sér nýjar aðferðir nær sam- stundis á íslandi eða um leið og þekk- ing og færni er til staðar annars staðar í heiminum. Fjársvelti í heilbrigðis- þjónustunni hamlar framgangi augn- skurðaðgerða í dag, þar sem það kemur harðast niður á tækjakaupum. Vonir innan augnlæknisfræðinnar eru bundnar erfðarannsóknum þar sem fundin eru gölluð gen. Þá er hægt að þróa lyf sem geta haft áhrif á fram- þróun sjúkdóms eða komið í veg fyrir að sjúkdómur fari af stað. Einnig er fyrirsjáanleg aukning í líffæraflutn- ingum og vefjaflutningum hvort sem vefir verða fluttir á milli manna eða úr fóstrum og dýrum eða með tilbúnum gervilíffærum. Einar kallaði eftir aðstoð Blindra- félagsins vegna fjársveltis. Með því að vinna að blinduforvörnum gæti félagið unnið að því að leggja sjálft sig niður. Guðmundur Viggósson forstöðu- maður á Sjónstöð íslands hóf mál sitt á þeirri staðreynd að flestum sé hægt að hjálpa ef fólk vill þiggja aðstoð. Ekki er hægt að veita sjón á nýjan leik en sjónhjálpartæki og end- urhæfíng veita umtalsverða aðstoð. Þó er engin rós án þyrna því það er mikil og hörð vinna að endurhæfast/hæfast og ná árangri með notkun hjálpar- tækja. í dag hefur Sjónstöðin upp á að bjóða ótrúlegan fjölda hjálpartækja sem nýtist í athöfnum daglegs lífs auk tölvuhjálpartækja. Guðmundur leit inn í framtíðina þegar samskipti við tölvur verða munnleg. Þar sem örgjörvar minnka líka óðum getur tölvan í framtíðinni leynst í armbands- úri, þar með talið GPS staðsetningar- tæki. Þá getur sá blindi heyrt úrið segja með vélrödd “nú ert þú staddur á homi Hamrahlíðar og Stakkahlíðar.” Komið var inn á mikilvægi þess að kynna nýjungar fyrir neytendum en það hefur ekki verið gert nægjanlega, hugsanlega þar sem aukin kynning leiðir til fleiri notenda. í dag á Sjónstöðin í vandræðum vegna lítilla fjárframlaga til þessa málaflokks. Guðrún Guðjónsdóttir ADL og umferliskennari á Sjónstöð íslands fjallaði um hverju endurhæf- ing/hæfing skilaði. Svarið getur verið einfalt; að endurhæfing skili því sem viðkomandi vilji að hún skili. Grund- völlur endurhæfingar er að viðkom- andi hafi trú á sjálfum sér en þegar svo er getur endurhæfing skilað auknu öryggi, sjálfstrausti, sjálfstæði, virkari þátttöku í samfélaginu, innhaldsrík- ara lífi og aukinni sjálfsvirðingu. Sá sem fer í gegnum endurhæfingu sem er vissulega erfitt og tekur á ýmsa þætti hjá einstaklingnum þarf að sýna dirfsku og ákveðið kæruleysi, vera tilbúinn að gera aðeins meira en hann þorir. Ýmsir þættir hafa áhrif á endurhæfingu s.s. skapgerð, viðhorf, viljastyrkur, hugrekki, heilsufar, aðrar fatlanir, þunglyndi, aldur, áhugamál, vinir, atvinna einstaklingsins og stuðningur fjölskyldu, skóla og kennara. Ragna Kr. Guðmundsdóttir BSc í stjórnunarfræðum og félagsmaður sagði frá reynslu sinni af íslenskum skólum og vinnumarkaði. Ragna hraktist úr Háskóla íslands en vann mál gegn skólanum fyrir Hæstarétti fyrr á árinu. Að mati Rögnu þá hamlar fákunnátta almennings og yfirvalda og vantrú á getu blinds einstaklings fréttabréf öryrkjabandalagsins 23

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.