Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Blaðsíða 28

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Blaðsíða 28
aðstöðu og krafan um mannsæmandi lífskjör og aðstæður, aldrei gleymast. I almennum umræðum á fundi Norræna ráðsins um málefni fatlaðra sl. vor komu einmitt fram áhyggjur af því að niðurskurður til velferðarmála á undanförnum árum t.d. á Islandi og í Finnlandi, hefði bitnað hart á hópum eins og öryrkjum og öldruðum. Það léti hins vegar á sér standa að þeir fengju að njóta góðs af batnandi þjóðarhag þegar hann kæmi til sögunnar á nýjan leik. Menn mega m.ö.o. aldrei vera svo uppteknir af glímunni við einstök viðfangsefni, svo mikilvæg sem þau eru, að þeir missi sjónar á stóru málunum sem eru almennar aðstæður og kjör öryrkja og réttindabarátta þeirra við hliðina á öðrum hópum sem svipuðu máli gegnir um í samfélaginu. Þó að við á Norðurlöndum hrósum okkur gjarnan af því að óvíða ef nokkurs staðar hafi öryrkjar það betra í heiminum, skulum við samt hvorki ofmetnast né sofna á verðinum. Aðstæður fólks eru mjög misjafnar og meðaltöl og útreikningar í skýrslum fela margan beiskan veruleika. Ég óska öryrkjum og samtökum sem að þeirra málum vinna góðs gengis í þeirra mikilvægu en um leið oft á tíðum erfiðu baráttu og heiti þeim mínum stuðningi eftir því sem ég get framast komið honum við. Steingrímur J. Sigfússon Leiðrétting í 2.tbl. Fréttabréfsins 1998 bls. 43 rifjaði hún Elín Þorbjarnardóttir upp bæjarnöfn gömul sem bundin höfðu verið í rím, en sunnlensk voru þau. I bæjarnafnavísu nr. tvö var seinnihlutinn birtur svo: Látalæti leikur í lítill álmaviður, mikið kátur, meira frí Magnús Árna niður. En réttan segir Elín vísuhelminginn eiga að vera svona: Vex upp Látalæti í lítill baugaviður, mikið kátur meinafrí Magnús Árnaniður. Og er sem annars staðar skylt að hafa það sem sannara reynist. Ritstj. Jónarnir mæla og meta svo unnt verði að opna setrið. Formleg opnun þjónustuseturs Hinn 16. júlí sl. varþjónustusetrið að Tryggvagötu 26 formlega tekið í notkun við hátíðlega athöfn. Þjónustusetrið hefur áður verið kynnt hér og eflaust mun það síðar heimsótt og þá frá starfinu sagt, þegar í fullan gang verður komið. Eins og fram kom í kynningu þá hafa þama aðsetur sitt ágætt sex aðildarfélög Öryrkjabandalagsins, hvert með sína eigin aðgreindu skrifstofu og svo sameiginlegt þjónusturými þar að auki. Þarna eiga þessi sex félög því hina ánægjulegustu starfsaðstöðu hvert um sig svo og sameiginlega. Félögin eru: Félag nýrnasjúkra, Landssamtök áhugafólks um flogaveiki, Parkinson - samtökin, Samtök sykursjúkra, Tourette - samtökin og Umsjónarfélag einhverfra. Við hina formlegu opnun mættu margir góðir gestir, alveg sérstaklega frá hinum sex félögum, en einnig aðrir sem samfögnuðu félögunum með mætan áfanga. Frá ÖBI voru mætt Garðar Sverrisson, Guðríður Ólafsdóttir og undir- ritaður en bandalagið sendi félögunum fagra blómakveðju. Stjórnarformaður þjónustusetursins, Jón Jóhannsson frá Parkinson - samtökunum, bauð fólk velkomið og rakti nokkuð aðdraganda og tilurð þjónustusetursins og samvinnunnar. Hann færði fram hlýjar þakkir til þeirra er þetta hefðu gjört mögulegt, alveg sérstaklega færði hann heilbrigðisráðherra og ráðuneyti hennar alúðarþakkir fyrir sinn mikla og góða hlut. Hann gaf síðan Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráðherra orðið. Ingibjörg ráðherra samfagnaði félögunum og sagði að þjónustusetrið mætti eins kalla Jónshús því að málinu hefðu einkum komið þrír Jónar þ.e. Jón Sæmundur Sigurjónsson frá heilbrigðisráðuneytinu og frá þjónustusetrinu stjórnarformaður og framkvæmdastjóri þ.e. Jón Jóhannsson og Jón Snævarr Guðnason. Lýsti því næst þjónustusetrið formlega í notkun tekið. Ljúfustu veitingar höfðu verið á borð bornar og gæddu gestir sér á þeim. Við þremenningarnir þökkum fyrir okkur kærlega sem og þakkar bandalagið fagurt þakkarskjal sem hingað barst og kærkomið var. Við segjum aðeins í lokin: Til hamingju með hið ágæta athvarf og ánægjulega samvinnu. Heill fylgi framtíðarstörfum. H.S. 28

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.