Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Page 31

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Page 31
Heilsutengd lífsgæði þunglyndra í upphafi meðferðar og eftir 3 mánuði. Nefndarálit um notkun geðdeyfðarlyfja Fylgirit Læknablaðsins á sum- ardögum vakti sannarlega athygli, svo áhugavert mál og jafnframt vandamál sem þar er um fjallað. Fylgiritið hefur að geyma skýrslu nefndar á vegum heilbrigðis- ráðherra um notkun geðdeyfðarlyfja. Nefnd þessi vann hratt og vel, var skipuð 1. mars 1999 og bar að skila skýrslu fyrir 15. apríl sama ár, hafði sem sé einn og hálfan mánuð til verks- ins. Nefndin var skipuð hinu ágætasta fólki með viðamikla þekkingu á þess- um málum undir forystu Tómasar Helgasonar prófessors. Skýrslan sem nefndin sendi frá sér er hin ítarlegasta og skiptist í allmarga kafla. Hér eru engin tök á vandaðri með- ferð þessarar víðtæku skýrslu en á örfátt skal drepið, sem ástæða er til að fleiri fái séð en lesendur Lækna- blaðsins. Þar kemur fram að síðan 1989 hefur sala geðdeyfðarlyfja aukist stöðugt, þau eru dýr og þannig hefur kostnaður þeirra vegna rúmlega ferfaldast á meðan lyfjakostnaður í heild hefur aukist um rúm 43%. Fjallað er ítarlega um tíðni þung- lyndisraskana sem eru algengar og eru m.a. helsti áhættuþáttur sjálfsvíga. A hverjum tíma þjást 5-8% fullorðinna af þunglyndisröskun, nærri einn af hverjum fimm landsmönnum mun veikjast af þessari röskun á lífsleið- inni, fleiri konur en karlar. Talið er að kostnaður vegna þessa hafi numið 2.5 milljörðum króna á sl.ári, þar af vegna geðdeyfðarlyfja 700 millj.kr. Greining og meðferð fá ítarlega umfjöllun m.a. er alllöng umfjöllun um depurð sem getur verið fylgifiskur annarra geðraskana. I umfjöllun segir að geðdeyfðarlyfin séu notuð sem fyrsta og aðalmeðferð við djúpu og alvarlegu þunglyndi. Þá er fjallað um verkun og auka- verkanir geðdeyfðarlyfja og með- ferðarheldni virðist vera heldur betri en af eldri lyfjum. Varðandi lyfjanotkun er sagt að lyfin verki yfirleitt ekki fyrr en eftir tvær til þrjár vikur. Þá er kafli um lyfjaávísanir í tengslum við hina miklu kostnaðar- aukningu. Þar kemur fram að tvisvar sinnum fleiri konur en karlar fá ávísun á geð- deyfðarlyf. Ávísanir heilsugæslu- lækna sem voru mestar fyrir hafa aukist langmest eða á 15 árum úr 41% í 60%. Athygli vekur að þrátt fyrir að tíðni þunglyndisraskana sé hin sama á Norðurlöndum og hér hefur sala geðdeyfðarlyfja lengi verið meiri hérlendis en á Norð- urlöndunum. Vakin er athygli á því að þrátt fyrir hina miklu notkun geð- deyfðarlyfja hefur innlögnum vegna þunglyndisraskana ekki fækkað og tíðni sjálfsvíga er óbreytt. Hins vegar batna heilsutengd lífsgæði sjúkling- anna. Hvað er til ráða er svo í lokin spurt? Framkvæma þarf nauðsynleg- ar rannsóknir, auka fræðslu til fólks, færri daga skammtur komi til í fyrsta sinn, samráði komið á milli heilsu- gæslulækna og geðlækna, nauðsyn á kynningu á nýjum meðferðarformum fari fram fyrir lækna og leika á vegum landlæknis, en ekki eingöngu á vegum lyfjaframleiðenda. Hér hefur verið á stóru stiklað í umfjöllun um gagnmerka skýrslu sem bæði svarar spumingum og vekur aðrar. Ætlunin í raun sú að vekja athygli á málinu, ef menn skyldu vilja frekari fróðleik fá um þessi áhugaverðu efni. Skýrslan er birt í heild sinni í þessu fylgiriti Læknablaðsins nr.38. júní 1999 og eflaust mun hún svo vera til í heilbrigðisráðuneytinu. Hér hefur verið unnið einkar gott starf á stuttum tíma og mættu margar nefndir sér til fyrirmyndar taka. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJAB ANDALAGSINS 31

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.