Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Qupperneq 32

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Qupperneq 32
Tölvumiðstöð fatlaðra Aðalfundur Tölvumiðstöðvar fatlaðra var haldinn í júní sl. Fráfarandi formaður, Jón Torfi Jónasson setti fund, Ólöf Ríkarðsdóttir var fundarstjóri. I tilefni þessa aðalfundar þótti ritstjóra rétt að segja nokkur deili á þessari ágætu stofnun, þó forstöðu- maður Tölvumiðstöðvar, Sigrún Jóhannsdóttir, hafi áður gjört þessu góð skil. Arsskýrslan nú, afar vönduð og skemmtilega uppsett, færir með sér hinn fjölbreyttasta fróðleik og fjarska gott að leita þar upplýsinga allra. Hér verður aðeins tæpt á örfáum fróðleiks- molum. Töl vumiðstöð fatlaðra er í eigu sex aðildarfélaga fatlaðra en þau eru: Blindrafélagið, Félag heymarlausra, Landssamtökin Þroskahjálp, Styrktar- félag lamaðra og fatlaðra, Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra og Öryrkja- bandalag Islands. Stjóm er skipuð fulltrúum þessara félaga. Tölvumiðstöðin er með þjónustu- samning við félagsmálaráðuneytið vegna starfsemi sinnar, en er naumt skammtað. ÖBI hefur einnig veitt styrk til starfseminnar á umliðnum árum og svo er einnig nú. Meginmarkmið eða hlutverk eru: fagleg ráðgjöf. tæknileg ráðgjöf, ráðgjöf um leiðir. upplýsingamiðlun, samhæfing. Haldin eru regluleg námskeið og fræðslufundir um nýjungar á sviðinu. T.F þjónar öllum hópum fatlaðra óháð aldri og búsetu. I skýrslunni kemur vel fram umfang T.F frá júlí 1998 - júní 1999. Hlerað í hornum Karl einn kom úr hófi þar sem allir stóðu með sínar veitingar og var óhress. “Það var verið að segja að veitingar væru á boðstólum, en svo voru bara engir stólarnir”. *** Ung stúlka, heldur fákæn, átti heima á bæ einum eystra sem var í þjóðbraut. Nú eignaðist stúlkan barn og lenti í miklum vandræðum með að feðra barnið. Hún nefndi þó nokkra til sögu, bændasyni frá næstu bæjum og Skal aðeins á nokkrar athyglis- verðar upplýsingar drepið. Sam- tals var 136 einstaklingum veitt ráð- gjöf, fjölmennastir eru foreldrar og fatlaðir og þá kennarar, einkum sér- kennarar. 11 skólum var ráðgjöf veitt, 6 leikskólum, 4 svæðisskiifstofum, 4 sambýlum og svo alls 17 stofnunum öðrum. Ráðgjöf til skóla og stofnana þá samtals veitt 42. Forstöðumaður hefur víða flutt fyrirlestra til kynningar á stofnuninni sem og búnaði ýmsum og verið auk þess með námskeið. Það stendur stofnuninni sannarlega fyrir þrifum að einungis er gjört ráð fyrir einu stöðugildi og ljóst af framansögðum verkefnum, nrörgum bílstjóra af fjörðunr, ekki færri en þrjá. Enginn vildi við kannast. Þetta frétti bflstjóri einn, sem gekk heldur erfið- lega í kvennamálum, en hafði ekki verið tilnefndur þó hann hefði komið ábæinn. Núgekkhannáfundhrepp- stjóra og föður stúlkunnar og vildi ólmur gangast við baminu. Nú fóru hann og hreppstjóri á bæinn og stúlk- an eðlilega spurð hvort verið gæti að þetta væri nú faðirinn eftir allt. Þá roðnaði stúlkan upp í hársrætur og stamaði: “Æ, svo sem veit ég ekki; gæti svo sem verið. Þetta gerðist nú svo sem eiginlega alltaf í myrkri” og mikilvægum, að full þörf er góðrar aukningar á starfsliði. Fyrir dyrum stendur flutningur T.F. þar sem Hringsjá - starfsþjálfun fatl- aðra þarf að nýta allt húsnæðið að Hátúni 10 d - í Hringsjá vegna samn- inga við TR. Mestar líkur voru á því á aðalfund- inum að T.F. flytti í Hátún 10 a á 9. hæð, þar sem Starfsþjálfun fatlaðra var lengi til húsa. að er óhætt að segja að árangur forstöðumanns sé einstaklega góður og alls staðar að heyrir maður mjög vel af þessari þjónustu látið, enda Sigrún vakin og sofin í verkefnagnægð sinni. A aðalfundinum var kjörinn nýr formaður Tölvumiðstöðvar fatlaðra en Jón Torfi mátti ekki lengur í stefni standa út af reglum stofnunarinnar sem segir að formann megi ekki oftar kjósa en þrisvar, þá tvö ár í senn. Nýr formaður er Vilmundur Gísla- son framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra en stjómarmenn tilnefndir af aðildarfélögum T.F. Ritstjóri þakkar einkar fróðlega og vel unna skýrslu. Öryrkjabandalagið óskarþessu, að 1/6 afkvæmi sínu allra heilla. H.S. 32

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.