Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Síða 34

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Síða 34
/ Guðríður Olafsdóttir félagsmálafulltrúi: s Iþróttasambandi fatlaðra óskað velfarnaðar á tímamótum Fyrir 20 árum var Iþróttasamband fatlaðra stofnað. í tilefni af tveggja áratuga starfi efndi sambandið til móttöku í Ársal, Hótel Sögu, á afmæli sínu þann 17. maí s.l. Á staðinn var mætt margt góðra gesta, velunn- arar íþrótta fatlaðra, stjóm og íþróttaiðkendur sjálfir til að samfagna IF með þennan áfanga. Allir sem til þekkja hljóta að viðurkenna það mikla starf sem unnið hefur verið af íþróttasambandi fatlaðra og aðildarfélögum þess undanfarna áratugi. Öllum landsmönnum er sjálfsagt kunnugt um þau afrek sem fatlað íþróttafólk hefur unnið og fært með sér heim hvem frækilegri sigurinn af öðrum. Alla tíð hefur eitt af kjörorðum ÍF ““ verið “Stærsti sigurinn er að vera með,” þetta kjörorð segir e.t.v. meira en nokkuð annað um starf sambandsins. Ölljákvæð umfjöllun og hvatning í garð fatlaðra er af hinu góða. Það starf sem fram fer innan þessa félagsskapar er ekki eingöngu til að byggja upp afreksfólk, það er ekki síður mikilvægur þáttur að þar er lögð áhersla á að allir noti krafta sína eftir bestu getu. Með því móti fær fólk tækifæri til að þjálfa til betri líðanar, líkamlega jafnt sem andlega, efla sjálfstraust sitt og lágmarka þá lýtakennd sem margir fatlaðir bera innra með sér. Á þessum tímamótum sendir Öryrkjabandalag íslands bestu óskir um bjarta framtíð til íþróttasambands fatlaðra. Guðríður Ólafsdóttir. Til ÍF 20 ára Guðríður Ólafsdóittir Heill ykkur vinir sem eigið í hjarta áhuga, víðsýni og lífstrú svo bjarta. Mottóið einlæga: Ekki að kvarta. Árangri góðum þið náið að skarta. Frá móttökunni. Hugann að rækta og höndina að styrkja, heit ykkar djarft er sem flesta að virkja. Holl veitir iðkunin heilsubót góða hreysti og djörfung mun sérhverjum bjóða. Merki þið reistuð um manndáð í verki margt orkar viljinn, hinn ótrauði, sterki. Áfram til heilla skal götuna ganga. Gæfu og sigurlaun megið þið fanga. H.S. Þessar litlu heillaóskir frá bandalaginu flutti Guðríður Ólafsdóttir í umræddri móttöku. Hlerað í hornum Það var í upphafi dráttarvélaaldar á landi hér. Bóndi einn fékk sér dráttarvél og fékk nokkra tilsögn í því helsta og hélt svo vígreifur vel af stað út á túnið. En þegar hann nálgaðist dýjasvæði á túninu kom í ljós að bóndi hafði ekki lært nógu vel hvernig stöðva skyldi dráttarvélina. Bóndi var hins vegar alvanur hestum og nú hugðist hann í vandræðum sínum nota sömu aðferðina en á þá blístraði hann ætíð þegar þeir áttu að stansa. Nú heyra menn blístur bónda og sjá hann svo aka beint ofan í kelduna, blístrandi hástöfum. *** Alþingismaður einn var talinn hagsýnn vel og nýtti tíma sinn einkar vel. Hann ók einu sinni milli byggðar- laga á jeppa sínum í mikilli hálku og vildi ekki betur til en svo að hann velti jeppanum hálfhring svo hann snéri hjólum til himins. Þingmaðurinn fer heim á næsta bæ til að hringja eftir aðstoð, en heldur að því búnu aftur að bíl sínum. Tók keðjur út úr bílnum og fer að setja þær á. Þá ber þar að mann á bíl sem horfir forviða á aðfarimar, skrúfar síðan nið- ur rúðuna og kallar:“Ég veit það er auðveldara að setja keðjurnar á svona en er þetta nú samt ekki fulllangt gengið að hvolfa bílnum til þess arna”. *** Fljótfær náungi var að lýsa því að systir hans væri örvhent. “Það er alveg merkilegt með Siggu systur. Hún sker með hníf, klippir með skærum en skrifar svo með hægri hendi”. 34

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.