Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Síða 42

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Síða 42
Jessé ásamt Daphne móður sinni. JESSÉ ✓ Iblaðinu sænska Handling sem gefið er út af Svenska Handi- kapporganisationerslnternationella Bistandsförening kennir margra góðra grasa en þema síðasta heftis þessa rits er um réttindi barna í Suður-Afríku. Ritstjóri greip niður í annars fjölbreyttu efni ritsins og staldraði við grein um hann Jessé eftir Katarina Nyberg. Jesséerátta ára drengur, sem býr með Daphne móður sinni, Edmund föður sínum, sem er rafvirki og bræðrunum Ashley og David í litlu húsi í úthverfi borgar í Suður-Afríku. Það besta sem Jessé veit er körfubolti. Körfuboltahetjan hans er Magic Johnson, sá ameríski. Jessé leikur sjálfur körfubolta og þá fær hann lánaðan sérstakan hjóla- stól. Hápunkturinn í körfuboltan- um var körfuboltakeppni sem stóð í viku. Eftir þá viku fór Jessé á Rauða Kross sjúkrahúsið í meiri- háttar aðgerð. Nú endurhæfir hann sig eftir aðgerðina og er duglegur við það enda langar hann að komast aftur til félaganna og í skólann. Jessé á engan hjólastól. Mamma hans hún Daphne heldur á honum. Það þarf hún að gjöra oft á dag og Jessé vex og þyngist svo hún er orðin slæm í bakinu af öllum lyftingunum og burðinum. Meðan hann var í þessar tvær vikur á sjúkrahúsinu fékk hann lánaðan hjólastól sem hann ók á um allt á fullri ferð. En heima eru engir peningar til fyrir hjóla- stól. Það er alltof dýrt fyrir fjöl- skyldu Jessés. Jesséfærvenjuleg- an fötlunarlífeyri sem er að upp- hæð um 6800 ísl. krónur á mánuði, sem hvergi nærri er fyrir þörfum hans. Þessir fjármunir eiga að nægja fyrir skólagjöldum, meðulum, klæðum, fæði og heimsóknum til lækna sem fyrir Jessé eru nauðsyn- legar þriðja hvern mánuð. Það er til annars konar lífeyrir, sem geng- ur meira út frá þörf. Margir for- eldrar þekkja hins vegar ekki þenn- an rétt sinn, en til er stofnun sem upplýsir fólk og hjálpar til með umsókn, en eftir því þarf að ganga. Jessé fer með strætisvagni í skólann sem er sérskóli fyrir böm með fatlanir. Uppáhalds námsefn- ið er afrikaans, mál sem á rætur sín- ar að rekja til Niðurlanda. Það er talað af hinum hvítu íbúum en einnig af mörgum svörtum. Svo mörg vom þau orð, en lengi mætti leita fróðleiks um börn í Suður-Afríku í þessu ágæta þemahefti. HS. Nýtt tryggingaráð ✓ Avorþingi kaus Alþingi nýtt tryggingaráð og það skipa nú: Benedikt Jóhannesson, Bolli Héðinsson, Jón Gunnarsson, Margrét S. Einarsdóttir og Sigríður Stefánsdóttir. Til vara eru: Elín Jóhanns- dóttir, Eyrún Ingibjörg Sigur- jónsdóttir, Petrína Baldurs- dóttir, Svala Arnadóttir og Valdimar Pétursson. Aðsetur tryggingaráðs er hjá Tryggingastofnun ríkisins Laugavegi 114, Reykjavík. Formaður ráðsins er Bolli Héðinsson. Rétt er að minna á það hér að lengi hefur það verið baráttumál Öryrkjabandalagins að því yrði með lögum tryggð aðild að tryggingaráði. Nú eru um 15 ár frá því máli þessu var fyrst hreyft á Alþingi af undirrituðum og oft síðan hefur málið verið flutt á þingi en ekki náð fram að ganga. Full ástæða er til þess að fulltrúar neytenda komi þarna að með fullgildri aðild. H.S. Enn af fyrrum Súperman ✓ 13. tbl. Fréttabréfs ÖBÍ 1998 var frásögn og viðtal við Christopher Reeve, tekið upp úr Hello og þýtt af Ingólfi Erni Birgissyni, ritstjóra Klifurs. Barfyrirsögnina: Idraumier hann aldrei í hjólastól. Nú hefur Ingólfur Örn bætt um betur og enn þýðir hann úr Hello eftirfarandi: Fyrirsögnin er: Christopher Reeve er harðákveðinn að ganga á ný. Christopher Reeve er nú í sérstöku tilraunaverkefni sem hann vonar að leiði til þess að hann geti gengið á ný. Þessar myndir (í blaðinu Hello) sýna hann hangandi í ólum meðan sérfræð- ingar hreyfa fætur hans. Þó sumar fréttir hafi gefið í skyn að leikarinn gæti gengið núna leiðréttir Christop- her það: “Því miður er það ekki rétt. Ég er algjörlega lamaður frá hálsi og niður”. En hann bætir við: “Eftir fimm ár mun ég vera fær um að ganga á ný”. 42

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.