Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Síða 43

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Síða 43
Sagan um hvíta stafinn ✓ [tilefni 60 ára afmælis Blindrafélagsins voru haldnar ráðstefnur og rætt um ýmislegt sem varðar blinda og sjónskerta og ýmis hjálpartæki handa þeim. Nokkrar umræður urðu um hvíta stafinn og notkun hans. Kom þar fram að ýmsir voru feimnir að nota hann. Eftirfarandi sögu hafði einn þátttakandi að segja: Hann var staddur í Sjónstöð íslands til að fá ýmis hjálpartæki. Sagði þá konan sem afgreiddi hann, að þar sem sjón hans væri ekki nema 5-6% yrði hann að fá sér hvíta stafinn. Hann mótmælti því og taldi enga þörf á hvíta stafnum. En konan taldi það mikið öryggi bæði fyrir hann og aðra. Að lokum hélt hann af stað frá sjónstöðinni með staf í hendi. I anddyrinu bað hann stúlku sem þar var að hringja á leigubíl fyrir sig, því hann treysti sér ekki til að fara með strætó eins og vanalega vegna feimni við að nota hvíta stafinn. Bíllinn keyrði hann alveg heim að dyrum og hann læddist inn með stafinn svo enginn sæi hann. Faldi hann síðan stafinn inn í skáp. Liðu nú nokkrar vikur og stafurinn gleymdist. Einn góðan veðurdag hringdi síminn hjá honum og var það dótturdóttir hans og var hún með skilaboð frá Spáni þar sem frænka þeirra starfar. Skilaboðin komu frá konu hans sem þá var látin fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Skilaboðin höfðu komið fram á miðilsfundi þar sem konan var stödd. Skilaboðin voru þau að hann ætti að fara að nota stafinn og var kona hans mjög ákveðin í því. Hann sagði við dótturdóttur sína: „Eg er hættur að nota stafinn”. Hann hafði fyrir nokkrum mánuðum verið slæmur í mjöðm en var nú mikið betri og þyrfti því engan staf nú. Nokkru síðar, er hann var djúpt hugsi um liðna tíma, man hann allt í einu eftir hvíta stafnum sem var falinn inni í skáp. Var þar með komin lausn á skilaboðum konu hans. Oft var honum hugsað til konu sinnar og veru hennar á Spáni en í lifanda lífi fór hún aldrei til Spánar. Þetta er eflaust ein leiðin til að koma boðum til sinna nánustu. Nú er stafurinn í fullri notkun og feimnin horfin. Þórður Jónsson. Urskurðarnefnd ágreiningsmála Hughrif árstíðanna Sumar Unaðssæl er sumartíð, syngur í hverjum runni. Lofgjörð kveða blómin blíð bjartri náttúrunni. Haust Horfið er nú heiðið bjarta, húmið færist yfir storð. Laufin fögrum litum skarta, Lognkyrr sær við fjöruborð. Vetur Snær um alla velli og voga vetrarkvöldin undrahljóð. Björtust norðurljósin loga, lýsir máni fannaslóð. Vor Ég geng út í vorsins grænu dýrð og gleðst sem barn í hjarta. Veröldin öll er skarti skírð með skrúðið fagurbjarta. H.S. Ólöf Stefanía Eyjólfsdóttir: Kyndill friðar Hald á lofti kyndli friðar og frelsa fjallkonu landsins, ei granda fossbúum fjallsins né vængjabliki, gælum vorsins. A lofti höldum kyndli friðar. Helgum andardrátt jarðar. Ó.S.E. Svör við gátum á bls. 13 1. Stóll 2. Spegill 3. Bylur 4. Bók 5. Vísar á klukku 6. Úr 7. Bárur S. Lýður 9- Vindurinn 10. Rjúpurnar Um nokkurt árabil hefur sá mögu- leiki verið fyrir hendi hjá við- skiptavinum Tryggingastofnunar ríkisins að geta skotið til trygginga- ráðs ágreiningsefnum sínum við stofnunina. Kvartana- og kærumál hafa því farið til úrskurðar trygginga- ráðs, en af þeim mikill fjöldi árlega. Á síðasta þingi varð sú breyting á lögum um almannatryggingar að nú skulu slík ágreiningsmál fara fyrir sérstaka óháða úrskurðarnefnd. Ekki skal lagabreytingin rakin frekar hér, enda góð grein fyrir henni gjörð hér í síðasta blaði. Úrskurðarnefndin hefur nú verið skipuð en hún tók til starfa l.júlí sl. í henni eiga sæti: Friðjón Örn Friðjónsson hrl.formaður, Guð- mundur Sigurðsson læknir varafor- maður og Þórunn Guðmundsdóttir hrl. Úrskurðamefndin hefur aðsetur sitt að Laugavegi 103, Reykjavík. Nefndarmönnum er alls góðs ámað í þeirra krefjandi störfum, en við hér hjá Öryrkjabandalagi íslands bindum miklar vonir við nefnd þessa sem óháðan úrskurðaraðila í viðkvæmum og vandmeðfömum ágreiningsefnum. H.S. fréttabréf öryrkjabandalagsins 43

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.