Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Blaðsíða 46

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Blaðsíða 46
Forseti íslands heilsar upp á glaða gesti. Fjórum áratugum fagnað Sjálfsbjörg - landssamband fatlaðra fagnaði 4. júní sl. 40 ára afmæli sambandsins og af því tilefni var opið hús hjá Sjálfsbjörg þennan dag, þar sem menn gátu kynnt sér starfsemina og notið um leið góðra veitinga, sem fram voru bornar af þeirri ríku rausn sem Sjálfsbjörg er svo kunn fyrir. Aðalmóttakan fór fram á annarri hæðinni í matsalnum svo og í veg- legum tjaldbúðum sem yfir svölum íbúðarálmu var komið fyrir. Gestir gátu svo skoðað endurhæfingaríbúð- ina, dagvistina, salarkynni Sjálfs- bjargar, bæði landssambands sem á höfuðborgarsvæðinu, gátu farið upp á hæðir einnig og yfirleitt skoðað það sem hugurinn helst girntist, og vel að merkja er það ekkert smáræði. A fyrstu hæðinni glöddu augu manna vönduð og vel unnin málverk eftir einn heimilismanna Sjálfsbjargar, Þorkel Grímsson og staldraði margur við að skoða þessa bráðskemmtilegu og fallegu sýningu. Hvorki meira né minna en á sjötta hundrað manns mættu til að samfagna Sjálfsbjörg með áfangann. Forseti Islands, Ólafur Ragnar Grímsson, heiðraði Sjálfsbjörg með nærveru sinni, skyggndist um sem aðrir og Arnór Pétursson, for- maður Sjálfsbjargar, mælti nokkur afmælisorð um leið og hann bað for- setann að skera fyrstu sneiðina af veglegri afmælistertu. Lúðrasveit Tónlistarskóla Garða- bæjar lék listilega fyrir gesti og ekki síðri var söngur kvennanna úr Kvennakór Reykjavíkur, hvoru tveggja sannkallað eyrnayndi. Það var sannarlega vorstemming bæði úti og ekki síður inni, veðrið brosti sem blíðast og vermandi voru allar móttökur innan dyra og hátíð í bæ hin besta. Öryrkjabandalag íslands sendir þessu stofnfélagi sínu hlýjar heilla- óskir og ekki mun þurfa að minna Sjálfsbjargarfólk á baráttuna áfram fyrir bættum hag fatlaðra, sem við skulum heyja saman, samtaka og sigurviss. A tímamótum sem þessum er ekki síður hollt að horfa til ávinninga allra sem staðfestingu þess að vökul barátta fær svo mörgu skilað heilu í höfn. Svo mun áfram verða og kjaramálin þar brýnust til sem bestra átaka. Heillaóskum fylgir svo þessi staka staka: Á sóknarleið var sigri mörgum náð, þeim sannindum er leiðin bjarta vörðuð. Þið beittuð upp í vind af dug og dáð og drauma marga að veruleika gjörðuð. H.S. Hrafn Sæmundsson fulltrúi: Tvö Ijóð Gömul minning Ég mundi það rétt. Að orðin voru lítil og opin. Tær fjallalækur. Ég sé milli línanna. Leitina. Innar - Innar. Þar til orðið stendur nakið. Og hvergi skjól. Þá breytist allt. Snerting lítilla orða breytist í foss. Skjálfandi hendurflæða úr tímanum. Það nálgast í Ijóðinu. Þegar orðin hverfa. Þegar þögnin hvolfist yfir. Að lokum. Andvaka Nóttin breiðist yfir fjallið í næturhúminu og teygir svarta slæðu á brúna hlíðina eins og tískukjól yfir Ijósar axlir fjallsins. Nóttin er kyrr þegar næturdöggin þornar við sólarupprás og fjallið stendur grænt og nakið og heilsar heitum degi. Hrafn Sæmundsson. 46

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.