Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Síða 48

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Síða 48
Blindrafélagið 60 ára að var sannarlega mikið um að vera hjá Blindrafélagi Islands í tilefni af 60 ára afmæli þess 19. ágúst sl. Mátti segja með sanni að þar hafi verið að verki staðið af rausn og reisn. Dagana 18. og 19. ágúst var haldin yfirlitsráðstefna um stöðu blindra og sjónskertra í nútíð og framtíð. Leitast var við af fjölda fyrirlesara að svara ýmsum áleitnum spurningum: Hvernig getur daglegt líf verið hjá blindum og sjónskertum íslendingi? Hvemig sjá menn fyrir sér þjónustu við blinda og sjón- skerta í framtíðinni? Hvers má vænta í þróun nútíma augnlækninga? Hvaða hiálpartæki eru í boði? Hverju skilar hæfing eða endurhæfing? Núverandi staða og fram- tíðarhorfur í mennta- og at- vinnumálum. Hvað getur upplýsinga- tæknin gert? Hver verður staða blindra og sjónskertra Islendinga á nýrri öld? Ráðstefnan var mjög fjöl- sótt og alls vom þar flutt 19 erindi auk setningarræðu, samantektar og lokaræðu. Björk Vilhelmsdóttir félagsráðgjafi Blindrafélagsins mun gjöra ráðstefnunni skil hér í glöggri samantekt. Ráðstefnustjórar voru þau Ragnar R. Magnússon og Asgerður Sveins- dóttir. Eftirtekt vakti undurfallegur hljóðfæraleikur tveggja blindra barna í upphafi ráðstefnunnar, þar léku listavel Ester Heiðarsdóttir á píanó og Guðfinnur Karlsson á fiðlu og var fagnað vel að vonum. Einnig vakti verðskuldaða athygli að í ráðstefnubyrjun kynntu allir sig með nafni, en það mun undantekning- arlaust siður á vettvangi blindra. Ráðstefnugestir mættu svo í veislukaffi hjá Blindrafélaginu í lok síðari dagsins, þar sem félagar sáu okkur gestum fyrir góðum veitingum og fallegum tónum, en frumflutt var afmælislag Blindrafélagsins samið af Gísla Helgasyni, bæði fagurt á að hlýða og voldug hljómkviða í raun. Laugardaginn 21. ágúst var svo fagnaður góður með fjölmenni miklu, átti að hefjast þegar eftir hádegi í garðinum að Hamrahlíð 17 en vegna veðurs var hátíðin flutt í íþróttahús Hlíðaskóla. Lúðrasveit verkalýðsins tók á móti gestum með hressilegum hátíðar- hljómum, en samkomunni stjómaði af rögg Gísli Helgason. Formaðurinn, Halldór Sævar Guðbergsson, flutti yfirgripsmikla og góða ræðu um sögu félagsins, rakti þar marga mæta áfanga, kvað félaga yfir 300 nú og styrktarfélaga um 8000. Komið hefur verið upp minning- artöflu um stofnendurna í húsi Blindrafélagsins. Ný og glæsileg félagsaðstaða var nú tekin í notkun í Hamrahlíðinni. Halldór minnti á möguleikana sem í tækninni fælust. Gat um hið góða félagslíf og kvað félagana bjartsýna á framtíðina. Færði landsmönnum öllum ein- lægar þakkir fyrir sinn ágæta stuðning í gegnum tíðina. Afmælislagið hans Gísla Helga- sonar, Von, hljómaði svo í sinni tæru fegurð í flutningi félaga Blindra- félagsins. Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flutti ávarp. Hann kvað þjóðina alla gleðjast og þakka. Blindir hefðu veitt þjóðinni nýja sýn, innsýn og sjálfsskilning, sýn á tilgang lífsins. Þeir væru fyrirmynd sem fordæmi með dugnaði sínum, kjarki og elju að ógleymdri samkennd og samhjálp. Færði fram hlýjar framtíðaróskir. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð söng nokkur lög undir stjóm Þorgerðar Ing- ólfsdóttur við frábærar móttökur enda söngurinn í senn hrífandi og skemmti- legur, Haukur Þórðarson formaður Öryrkjabandalags íslands flutti árnaðaróskir bandalagsins. Hann minnti á að Blindrafélagið væri stofnfélag Öryrkjabanda- lagsins. Félagið ætti sínar föstu rætur með sitt trausta hlutverk og hefði unnið af- bragðsvel. Heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir flutti svo ávarp. Kvað bjartsýni og baráttu- gleði einkenni Blindra- félagsins og tók skotfimi sem nýjasta og skýrasta dæmið. Hún minnti á yfir 100 ára sögu augnlækn- inga hér á landi og sagði íslenska augnlækna hafa náð afar góðum árangri. Hún nefndi samstarfsverkefni ráðuneytis og félags sem vel hefðu gefist s.s. trúnaðarmenn Blindrafélags- ins og svoþjálfunblindrahunda. Færði félaginu peningagjöf til afnota í hinni nýju félagsaðstöðu. Sveinn Aki Lúðvíksson formaður Iþróttasambands fatlaðra flutti ávarp og sagði það gæfu sambandsins að hafa átt samfylgd og þátttöku blindra og minnti á afreksmenn úrþeirra hópi s.s. Birki Rúnar Gunnarsson. Veitti formanni Blindrafélagsins, Halldóri Sævari Guðbergssyni silfurmerki sambandsins, en Halldór Sævar er íþróttakennari að mennt. 48

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.