Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Síða 49

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Síða 49
Eftir athöfnina í íþróttahúsinu var svo haldið út í Hamrahlíð 17, þar sem ljúfar veitingar biðu allra og um leið sýning og kynning af fjölbreyttu tagi. Til að sýna tjölbreytnina þá skal upp talið hverjir kynntu sig eða voru kynntir: Blindrabókasafn íslands, Blindrafélagið, blindrahundasýning, Blindravinnustofan, Daufblindrafélag Islands, handverkssýning, Hljóðbóka- gerð, Sjónstöð Islands að ógleymdri skotfimi fyrir blinda sem fram fór í íþróttahúsinu. Við óskum þeim í Blindrafélaginu til hamingju með nýju félagsaðstöð- una og um leið vistlega og góða mötu- neytisaðstöðu sem þéttsetin varþessa veisludaga. Að kvöldi laugardagsins var svo hátíðarsamkoma í Drangey, húsi Skagfirsku söngsveitarinnar. Þar var húsfyllir, en samkomunni stjómuðu Halldór S. Rafnar og séra Helga Soffía Konráðsdóttir. Þar var Ragnar R. Magnússon sæmdur gulllampa Blindrafélagsins og Agústa Eir Gunnarsdóttir fór yfir hin mörgu og miklu störf Ragnars fyrir félagið. Fulltrúar norrænu systrasamtakanna fluttu heillaóskir og góðar gjafir. Ávörp fluttu einnig: Helga Ólafsdóttir frá Blindrabóka- safninu, Kolbrún Karlsdóttir frá Berg- máli - Vina- og líknarfélagi, Guð- mundur Viggósson frá Sjónstöð Islands og Ómar Stefánsson frá Blindravinnustofunni og færðu þau fram þakkir, framtíðaróskir og gjafir góðar. Ágæt skemmtiatriði voru og dansað fram á rauða nótt. Undirrit- aður flutti eins konar afmæliskveðju í bundnu máli sem pistill þessi endar á. Ekki má svo gleyma því að glæsilegt eintak Blindrasýnar leit dagsins ljós, var dreift með Morg- unblaðinu og náði því til ærið margra landsmanna. I lok leiðara Blindrasýnar segir Halldór Sævar svo: “Félagsandi hefur ætíð verið sterkur í Blindrafélaginu og vonum við að svo verði um ókomna tíð. Sterkur sameinaður hópur getur haft mikil áhrif til betri lífskjara en ekki síður veittfélagsmönnum sínum styrk og þrek í lífsbaráttunni.” Blindrasýn er hlaðin hinu athygl- Ragnar R. Magnússon var sæmdur gulllampa Blindrafélagsins fyrir störf sín. isverðasta efni fróðleiks og framsýnna viðhorfa með fjölbreytni efnis í fyrirrúmi, allt frá kynningu á starfsemi yfir í sumarbúðir á Sólheimum og sögu þríkrossins að ógleymdum við- tölum. Sem dæmi tek ég lokaorðin hans Kjartans Ásmundssonar, tuttugu og tveggja ára Grindvíkings sem nú býr í sambýlinu í Stigahlíð 71. Hann er þar spurður hvemig hann sjái fram- tíðina fyrir sér og svarar: “Eg er í góðri vinnu þar sem ég vinn með góðu fólki og þannig vil ég hafa það. Hvað síðar verður, kemur bara í ljós en í dag er ég ánægður með hlutskipti mitt”. Kjartan vinnur hálfan daginn á Blindravinnustofunni. Og Friðgeir Jóhannesson, 52ja ára sem varð alblindur eftir vinnuslys í desember 1998 svarar varðandi það hvort hann sé sáttur við líf sitt í dag: “Sáttur. Nei ég get ekki sagt að ég sé sáttur við það. Þó er ég sáttari við það en í upphafi”. En svo segir Friðgeir um framtíðina: “Eg lít á hana sæmilega bjartsýnum augum. Mér hafa fundist allir boðnir og búnir til aðstoðar og ég hef fengið mikla hjálp”. Það er líka gaman að lesa viðtalið við hana Sólveigu Bessadóttur fyrir okkur sem eitthvað höfum komið nálægt Hringsjá- starfsþjálfun fatlaðra en fyrirsögn Sólveigar er: “Hringsjá var það rétta fyrir mig”. En Blindra- sýn fór víða og er það vel. Ásgerður Sveinsdóttir ritstýrði og hafði að baki sér vaska sveit liðsmanna. En með hamingjuóskum undirrit- aðs er þessari samantekt svo lokið: Þið standið trú á góðum tímamótum þá tugum sex er fagnað vel í dag, því gjöfult starfið traustum stendur fótum og stöðugt unnið er að bættum hag. Með félagsþroska farsæld góðri náð, þá finnast munu öll hin bestu ráð. Við hyllum þá er fremstir fóru áður og fylktu sér um markið hátt og djarft. Að virkja sjálfið, vera engum háður það verkefni er öllum mönnum þarft. í veganesti viljaþrekið eitt en vökul hugsjón mörgu getur breytt. Það ljósast er, þið eigið eld í hjarta, þá auðnureisn er vísar sigurleið. Að virkja hugann, víla ei né kvarta, en vekja dug og hefja nýjan seið. Á brattann sótt, því hvergi hvikað er með hvatning þeirri er gæfuhnoðað ber. í dag er fagnað auðnu áratuga, sem ykkur hefur skilað fram á leið. Þið nýtið ætíð gjörva hönd og huga til heillastarfs svo brautin verði greið. Til sóknar blásið enn á nýrri öld og áfram megi giftan hafa völd. Heill sextugri sóknargöngu margra mætra sigra. H.S. fréttabréf öryrkjabandalagsins 49

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.