Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Side 51

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Side 51
Megintilgangur að baki þessa alls var sá að færa málefni fatlaðra frá rfki til sveitarfélaga með því skilyrði að sjálfsögðu að fjármunir fylgdu með og ekki bara einhverjir fjármunir heldur fullnægjandi fjármunir. Þó laganefnd hafi skilað fullbúnu frumvarpi þá vantar enn það þýðing- armikla atriði að ákvarða fjármagns- flutninginn, ákvarða í raun afl þeirra hluta sem gjöra skal. Staðreynd er það að Öryrkja- bandalag íslands stóð á sínum tíma að lagasetningu sem í raun fól í sér væntanlega yfirtöku sveitarfélag- anna á málefnum fatlaðra og það m.a.s. miðað við áramótin 1998-99. Af því varð eðlilega ekki og engin ákvörðun liggur enn fyrir um frekari tímasetningu varðandi gildistöku, enda enn alllangt í land að svo geti orðið. Því er svo hins vegar ekki að leyna að innan raða bandalagsins eru ólíkar skoðanir uppi um þennnan flutning og efasemdamenn margir og er þá gjarnan til grunnskólaflutningsins litið og ýmissa annmarka þar. Undirritaður hefur löngum sagt að það væri miklu meiri vandi að flytja yfir málefni fatlaðra en grunn- skólann, málefni sem í raun spanna allt litróf mannlífsins, þar sem ólíkir hópar og ólíkir einstaklingar innan hinna einstöku hópa setja mark sitt á allt sem þjónustuþörf heitir, að ekki sé að einstökum sérmálum réttind- anna vikið. Þörf er vandaðrar umræðu um frumvarp þetta á vegum Öryrkja- bandalagsins þegar það liggur nú heildstætt fyrir en endanlega er ekki hægt að kveða upp úr með allsherjar- dóm fyrr en fjármagnstilfærslan liggur morgunljós fyrir. Undirritaður nrun skrifa undir nefndarálit með fyrirvara um einstaka þætti, þar sem honum þykir enn á skorta og einnig til þess að Öryrkja- bandalagið hafi frjálsar hendur til umfjöllunar og athugasemda um frumvarpið, ekki síst þegar það hefur verið lagt fyrir Alþingi. Hér skal ekki fara út í einstaka fyrirvara en m.a. snúa þeir að ferli- málum, atvinnumálum, styrkjum til náms og tækjakaupa svo og að stöðu Hringsjár s.s. fyrr hefur verið nefnt. Fyrirhuguð er sérlöggjöf um réttinda- gæslu fatlaðra en meginmál það sem menn skyldu hyggja vel að, að menn eru að leggja niður sértæka réttinda- löggjöf og það þarf þá að vera full- tryggt og gulltryggt um leið að ekkert glatist af þeim réttindum heldur þvert á móti að áfram sé sótt í þeirri réttinda- baráttu sem ævarandi verður. Flutningur málefna fatlaðra til sveitarfélaga hlýtur að hafa það að meginmiði að auka og bæta þjónust- una, færa fötluðum frekari réttindi, tryggja að í hverri grein standi þeir jafnfætis öðrum þjóðfélagsþegnum, jafnrétti er það, hvorki meira né minna. egar lesendur líta þessar línur hefur Alþingi þegar sest á rökstóla og eins og alþjóð veit er aðalmálið nú fyrir áramót það að afgreiða og ganga endanlega frá fjárlögum fyrir árið 2000. Fjárlaga- afgreiðslan, rauntölur fjárlaganna í hinum fjölmörgu málaflokkum koma vissulega á einn eða annan veg við okkur öll, en hvergi hafa þær eins mikil áhrif og hjá lífeyrisþegum þessa lands. Rauntölurnar afmarka nefni- lega ramma lífskjara þessa fólks, eru ráðandi í raun um afkomu þúsund- anna og það einmitt þeirra sem erfið- asta heyja lífsbaráttuna. Loforð vors- ins í aðdraganda kosninga voru um úrbætur þeirn til handa sem lakasta hefðu lífsaðstöðuna, þau loforð eru geymd en ekki gleymd í hugum þeirra sem mest þurfa á efndum þeirra að halda og von okkar sú að ekki síður séu þau vel geymd og vandlega hjá þeim sem þau gáfu. Prófsteinninn felst öðru fremur í fjárlagaafgreiðslu tryggingamála, því svigrúmi sem þar er veitt til úrbóta. I aðdraganda þeirrar afgreiðslu verður rækilega rifjuð upp sú nauðsyn sem á því er að efna loforð vorsins sem allra best og það þegar á næsta ári. Yið gjörum okkur þess ljósa grein að áfangar á velferðarleiðinni skipta allir ntáli, en því betri og árangursríkari sem áfangarnir verða, því betur nálgumst við það of fjarlæga takmark í dag að allir búi við raun- sanna velferð. Allir sem um tryggingakerfið tala taka sér í munn orðið einföldun, hún sé lykillinn og vissulega skal undir það tekið. Alltof flókið og ógagnsætt kerfi býður ýmiss konar hættum heim, býr sjálfkrafa til mismunun af mörgu tagi. Hins vegar er það meginmál, ef af einföldun verður, svo hún verði til góðs, að hún leiði af sér bættan hag þess fjölda sem við þarf að búa. 1 við- ræðum við stjórnvöld og löggjafar- vald er nauðsynlegt að halda bæði fram heildarlausn til frambúðar sem allir megi una við svo og að knýja á um einstakar úrbætur. Það má aldrei gleymast að hvert skref skilar sínu, rnörg skref miklu og því eru þau dýrmæt á sóknarleið og oftar en ekki skipta þau sköpum fyrir svo marga. Þannig var um þá ákvörðun að ein- stæðir foreldrar ættu rétt á heimilis- uppbót, mikilvægt kjaraatriði um leið og það var sjálfsagt sanngirnismál í ljósi uppbyggingar kerfisins. Vanmetum aldrei áfangasigra á leiðinni til réttlátara velferðarsam- félags, því safnast þegar saman kemur. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 51

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.