Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Page 6

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Page 6
Margrét með dótturdótturina Helgu Hrund sem dáist að blómarækt ömmu. um og auka áhuga háskólanema á þessum óplægða akri. Margrét réðst ekki á garðinn þar sem hann var lægstur og byrjaði með námskeið í Háskólanum árið 1975. „Ég var með fyrsta valnámskeið í málefnum fatlaðra og kenndi það fram yfir 1980. Þegar ég byrjaði að kenna var engin íslensk bók til í fag- inu, aðeins ein þýdd bók. Það var gaman að sjá hve margir sálfræði- nemar sóttu þessi námskeið sem urðu til þess að margir fóru í framhalds- nám og luku jafnvel doktorsprófi. Mér þykir mjög vænt um að hafa getað beint þeim inn á þennan vettvang.“ Hvaða þjóðir voru komnar lengst í þessum frœðum? „Bretar standa mjög framarlega í rannsóknum á málefnum fatlaðra, einkum á rannsóknarmiðstöðinni „Hester Adrian Research Center“ í Manchester. Þar var forstöðumaður hinn þekkti fræðimaður Peter Mittler og þangað fóru nokkrir íslendingar í framhaldsnám. I Danmörku og Svíþjóð á sjötta ára- tugnum var að byrja að þróast ný hugmyndafræði um eðlilegt líf, kenningar um rétt fatlaðra til að lifa eðlilegu lífi - í átt til þess sem við höfum í dag.“ Margrét segist strax hafa rekið sig á úrelt lög þegar hún tók að sér formennsku Landssamtakanna Þroskahjálpar í tvö ár. „Gamla löggjöfin sem gilti til 1980 var um fávitastofnanir. Samkvæmt henni átti ríkið að reka aðalfávita- hælið, Kópavogshæli. Þar stóð einnig að ef einhver ágóði yrði af rekstri hælisins, skyldi hann renna í rekstur útibúa. Þetta var svo fráleitt, að fólk trúir því ekki nú að þessi lög hafi verið í gildi.“ Hver voru aðalbaráttumál Þroska- hjálpar á þessum árum? „Aðalbaráttumálið var ný heild- arlöggjöf sem byggði á hinum nýju kenningum um eðlilegt líf. Nefnd var skipuð af Matthíasi Bjarnasyni heilbrigðisráðherra 1978 til að vinna að löggjöfinni. Jón Sævar Alfonsson var nefndarformaður, ég var í bak- hópi sem formaður Þroskahjálpar, en drög að löggjöfinni unnum við saman. Nýja löggjöfin gekk í gildi 1. janúar 1980 og var algjör bylting! Fyrsta janúar 1984 gengu í gildi lög um málefni fatlaðra, nánast eins og endurbyggð löggjöf, en þau tóku til allra hópa fatlaðra. Annað baráttumál voru fræðslu- málin - að upplýsa foreldra og al- menning um hvað fötlun og þroska- hömlun væri. Þetta var m.a. gert með blaðaútgáfu og gestaheim- sóknum. Styrktarfélag vangefinna fór að gefa út tímarit og erlendir gestir voru fengnir til fyrirlestra. Peter Mittler kom frá Bretlandi og fleiri frá Danmörku og Svíþjóð. Viðtöl voru tekin við þá á blaðamannafundum og ótal fræðslufundir haldnir. Fyrsta heildarlöggjöfin um mál- efni allra fatlaðra var byggð á lög- gjöfinni um þroskahefta. Og þegar heildarlöggjöf var komin, þá fyrst var hægt að byggja þetta skipulega upp á landsvísu. Áður var engin opinber- lega skipulögð þjónusta nema í Reykjavík og Akureyri, aðeins smá- vísir á Selfossi. Nýju lögin skiptu landinu í áttaþjónustusvæði. Svæðis- stjórnir voru skipaðar á hverju svæði sem allar fóru að vinna í málunum. Þetta var eins mikil breyting og hugsast gat. Ótrúlegt, hvað stutt er síðan,“ segir Margrét. Falið að framkvæma nýju lögin „Síðan er ég ráðin deildarstjóri, en í því fólst að leiðbeina og vinna með svæðisstjórnum til að koma þessum málum af stað og fylgja þeim eftir, gera áætlanir og fleira,“ segir Mar- grét. „Þetta var gífúrlega stórt starfs- svið, einkum fyrsta áratuginn 1980- ’90. Fyrsta skref í framþróun mála var að flytja fólk úr stofnanavist yfir í sambýli eða leiguíbúðir. Aðeins eitt sambýli var til þegar ég byrjaði, nú eru þau áttatíu. Nú segja sumir, að allir eigi að flytjast í séríbúðir, að sambýlisformið sé úrelt. Oft er þver- sögn í hlutunum, því að allt hefur sína kosti og galla - þannig er lífið. Menn skyldu athuga vel, hvað sam- býlin henta mörgum - því fleiri val- möguleikar því betra. Mikið þurfti að berjast fyrir fyrstu sambýlunum, Sæbrautarmálið fræga er án efa erfiðasta málið sem ég þurfti að glíma við. Það var mikil lífs- reynsla, en ég vissi að ef farið yrði að flytja fólkið burt, væri búið að tapa því að fatlaðir gætu búið í almennum íbúðahverfum. Nú eru mótmælin sem risu fyrst gegn sambýlum eiginlega liðin tíð. Oftast eru þetta bestu ná- grannar þegar reynsla er komin á samskiptin. Miklum fjármunum er búið að verja til sambýlanna og annarra tengdra stofnana fyrir fatlaða. í nítján ár var ég ritari í stjómamefnd málefna fatl- aðra sem gerði tillögur um úthlutun fjármagns, en félagsmálaráðherra tók endanlega ákvörðun. Nú eigum við verndaða vinnustaði, hæfingarstöðv- ar, skammtímaheimili og fleira. Starf mitt í ráðuneytinu var mjög fjölbreytt. Fyrstu árin fóru mikið í að samræma hlutina, fara yfir áætlanir, setja fram tillögur um uppbyggingu og mæta á fúndum hjá félagasam- tökum. Eitt af því sem ég fékk tækifæri til 6

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.