Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Side 7

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Side 7
Margrét í Finnlandi í tengslum við fundi í félags- og heilbrigðismálanefnd Norðurlanda, með Páli Péturssyni félagsmálaráðherra og Benediktu, fyrrverandi félagsmálaráðherra Grænlands. að gera, var að koma á námskeiðum fyrir ófaglært starfsfólk á heimilum og stofnunum fyrir fatlaða. Þetta voru bæði grunn- og framhaldsnámskeið, alls 240 kennslustundir. Þau hófust 1995 og voru haldin á öllum svæðunum. Þegar ég hætti höfðu yfir 500 manns tekið þátt í þeim. Mikil þörf var fyrir þessa fræðslu og ákaf- lega gaman að kenna þessum nem- endum. Erlend samskipti voru mikil. Um árabil var ég fulltrúi í félags- og heil- brigðismálanefnd Norðurlanda og vann að sérstökum verkefnum og rannsóknum í málefnum fatlaðra. Ég fór á ráðstefnur og fundi, flutti erindi um íslenska kerfið og kom heim með nýja þekkingu. Helíos verkefnið, sem Evrópu- sambandið stóð fyrir, var mjög lærdómsríkt. Milli 30 og 40 ís- lendingar tóku þátt í verkefninu, en Island varð fullgildur aðili að sam- starfsáætlun um málefni fatlaðra með EES samningnum l.janúar 1996. Sama ár tókum við þátt í verðlauna- samkeppni um verkefni sem gætu orðið fötluðu fólki til framdráttar. ís- lensku verkefnin tvö voru í flokki sem fjallaði um aðlögun í mennta- málum. Mikil gleði ríkti hjá íslenska hópnum, þegar í ljós kom að gull- og silfurverðlaun höfðu fallið Islandi í skaut. Helíos verkefninu lauk með útgáfu Helíos-bókarinnar. Þátttaka íslands sýndi að við stöndum jafnfætis öðrum þjóðum á mörgum sviðum. Með Helíos samstarfinu fengum við tækifæri til að vera þátttakendur í al- þjóðasamstarfi í málefnum fatlaðra og miðla af reynslu okkar til annarra. Hringsjá - starfsþjálfun fatlaðra Hringsjá hefur verið rekin frá 1987 á grundvelli laga um málefni fatl- aðra. Upphaflega var Rauði krossinn með vísi að endurmenntun fatlaðra áður en ráðuneytið tók við. Nú hefur Ör- yrkjabandalagið séð um starfsþjálfun fatlaðra með ljárstyrk frá ríkinu sam- kvæmt þjónustusamningi frá 1998 við félagsmálaráðuneytið og Trygg- ingastofnun ríkisins. Ég var stjórnar- formaður starfsþjálfunar fatlaðra í 13 ár og þótti afskaplega gaman að koma Hringsjá af stað í samvinnu við ÖBÍ. Hringsjá er mjög merkileg stofnun sem hefur mjög mikla þýðingu fyrir fatlaða. Forstöðumaður er Guðrún Hannesdóttir, menntuð í félagsfræði og námsráðgjöf. Hringsjá sér um starfsþjálfun fatlaðra eldri en átján ára sem geta tileinkað sér nám, fólk sem hefur fatlast vegna slysa eða sjúkdóma. Þar öðlast þau færni sem gerir þeim kleift að komast út í lífið aftur. I Hringsjá koma nemendur oft fullir af svartsýni eftir að slys eða sjúk- dómar hafa kippt undan þeim fótunum í lífinu. Að námi loknu blasir við nýtt líf. Margir nemendur hafa sagt mér, að námið hafi kveikt aftur lífslöngun og ráðið úrslitum um framtíð þeirra. Nemendur Hringsjár eru eftirsóttir til starfa, m.a. vegna góðrar undirstöðu í tölvuvinnslu. Miklu meiri áherslu þyrfti að leggja á starfsendurhæfingu fatlaðra al- mennt. Það er þjóðhagslega hag- kvæmt að koma fólki af bótum út í at- vinnulífið aftur. Stjórnvöld þyrftu að sinna þessu miklu meir,“ segir Margrét með áherslu. Hún hvetur mig til að skoða Hringsjá, sem ég geri - og verð fyrir miklum áhrifum. Hringsjá er að Hátúni lOd, í sérhönnuðu húsi. Ríkjandi gulir litatónar gefa hlýtt við- mót og ofangluggar yfir miðsvæði auka birtuflæði sem veitir vellíðan. Þarna er athvarf nemenda og kaffi- stofa sem þeir reka sjálfir. Litrík veggspjöld úr listasmiðju nemenda gefa setkróknum ákveðinn hugblæ. Eitt vekur sérstaka athygli - stórt auga efst í myndfleti sprengir út frá sér ótal brot og óræð tákn. Sterk tjáningin talar til manns, líkt og hugsanaleiftur sársaukans birtist í ljósbrotum augans. „Hér vinnum við fyrst og fremst með sjálfstraust og sjálfsmat, reynum að hjálpa fólki að takast á við fram- tíðina,“ segir Guðrún forstöðumaður. „Þetta er starfsendurhæfing fyrir allt landið, en ofarlega á óskalista hjá okkur er að koma upp útibúum úti á landi, til dæmis á Akureyri.“ í kynningarblaði segir, að almennt markmið Hringsjár sé að þjálfa færni til að finna og takast á við störf við hæfi á almennum markaði. Árang- urinn er mjög góður: 230 hafa lokið a.m.k. einni önn og 166 hafa út- skrifast eftir þrjár annir. Kannanir sýna að tæp 70% útskrifaðra eru í vinnu eða framhaldsnámi. Vissulega má taka undir orð Mar- grétar - að starfsendurhæfing sé þátt- ur sem stjórnvöld ættu að styrkja og gefa miklu meiri gaum. En það er á víðara sviði sem þróun hefur orðið í fræðslumálum eftir 1980. „Nú fara fötluð börn í almennan skóla og eiga rétt á almennum leik- skólum. Það er fyrst núna sem segja má, að öll börn á aldrinum 6-18 ára eigi rétt til skólagöngu,“ segir Margrét. „Þegar ég var að byrja að vinna þetta uppi í ráðuneyti, sagði maður einn við mig: „Þú verður að fara að rækta úti í eyðimörkinni.“ Mér þótti afar vænt um þau orð. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 7

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.