Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Síða 41

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Síða 41
starfa í einu að nægum verkefnum. Alveg einstaklega vel um gengið og snyrtilegt, menn voru í kaffihvild og létt yfir mannskapnum. Þarna fara líka fram skipti við Skálatún, 3 konur koma í Tjaldanes i vinnu, en 3 karlar á móti fara í Skálatún. Alls 9 konur sem þarna koma til skiptis og lífga heldur betur upp á tilveruna, jafnvel svo að ástin blómstrar! Þarna fer fram alls konar pökkunarvinna m.a. fyrir O. Johnson og Kaaber og Hag- kaup, merktir skór, pakkað kortum og ýmsum hreinlætisvörum svo dæmi séu tekin, unnið bæði fyrir Hagkaup (plastpokar) og áður fyrir Græna herinn. Okkur blöskraði hins vegar þegar við sáum að forstofan hafði nær skilið sig frá aðalhúsinu, en nóg um það. Síðast heimsóttum við Litlabæ þar sem er heimili fyrir 3 einhverfa drengi, en þar er nú einnig ein stúlka í skammtímavistun aðra hvora helgi, en verður því miður að sofa í glugga- lausu herbergi. Tveir heimilismanna fara á vinnu- staðinn á morgnana með starfsmann með sér. Þarna er eldhús og heimilis- menn versla sjálfir í matinn og hjálpa að öðru leyti til. Þarna er meðferðar- herbergi þar sem heimilismenn fara í slökun og líkar afar vel. Til gamans má geta þess að þarna í Litlabæ eru tveir kettir og þ.a.l. enginn músa- gangur, kettirnir m.a.s. fengnir að láni á næstu bæi þegar um þverbak keyrir. Tjaldanes er eitt þeirra heimila sem uppi eru hugmyndir um að breyta fyrirkomulagi á, allt yfir í það að leggja alveg niður. Staðreyndin hins vegar sú að til þess að svo megi verða þarf önnur búsetuúrræði og þau eru hreinlega ekki fyrir hendi og allir eiga um ógnarlanga biðlista að vita vel. I tillögum Þórs Garðars hvað varðar framtíð heimilisins segir að leggja þurfi heimilið niður í núverandi formi, en jafnframt þurfi að nýta þá aðstöðu sem fyrir er á sem heppi- legastan hátt í þágu fatlaðra. Þessar tillögur sínar byggir Þór Garðar á því að núverandi íbúar hafi allir forsendur til að búa á sambýlum en staðsetning heinrilisins ákjósanleg fyrir aðra þjónustu. Án þess að fara náið út í framtiðar- sýn, þá gjörir Þór Garðar ráð fyrir tveim þjónustustöðum, heimili íyrir 5 einhverfa unglinga og annað 5 íbúa fyrir geðfatlaða. Vistvæn búseta í sveit við borg er forsendan. Þór Garðar er með hugmyndir um framkvæmd útskrifta og eins varð- andi stofnkostnað við breytta nýtingu. Hvað sem þessum hug- myndum líður svo ágætar sem þær eru, þá er dagljóst þeim sem ganga þarna um garða að viðhald - eðlilegt og sjálfsagt - vantar hræðilega til- finnanlega, bráðaviðgerðir bíða í hrönnum í raun að áliti okkar Guð- ríðar sem greindum þetta glögglega með gesta augum í stuttri heimsókn. Óhjákvæmilegt er að Fram- kvæmdasjóður fatlaðra komi þarna inn í á myndarlegan máta, því hvarvetna blasa verkefnin við og að- eins fátt talið hér af því sem svo ber- lega bar fyrir augu okkar og fram skal skýrt tekið að hvorki þær stöllur né Þór Garðar voru að gjöra of mikið úr hlutunum, sjón var aðeins sögu þeirra ríkari. Við Guðríður þökkum samveruna þennan svala en sólríka apríldag, árnum heimilismönnum sem starfs- fólki allra heilla og ritstjóri heitir lið- sinni sínu sem bestu við lagfæringar óviðunandi ástands. Þar þarf við sem best að bregðast. H.S. Stuðnings er stöðugt þörf Rétt áður en blaðið fór í prentun bárust hingað á borð tvær eindregnar stuðningsyfirlýsingar við baráttu öryrkja fyrir bættum kjörum. Vonandi verður vaxandi þrýstingur sem víðast að til þess að stjórnvöld taki við sér og gjöri að því gangskör að rétta hlut þessa tekjulága fólks sem nú er verulega undir öllum mörkum og viðmiðum hins almenna launa- markaðar. Önnur ályktunin er frá 13. þingi Landssambands iðnverkafólks og er svohljóðandi: 13. þing Landssambands iðnverkafólks skorar á stjórnvöld að rétta tafarlaust hlut öryrkja og ellilífeyrisþega í kjaramálum þeirra, þar sem margir búa við hrein hungurmörk. Það er lágmarkskrafa að þessir þjóðfélagshópar búi ekki við lakari lífeyristekjur en þau lágmarks- laun, sem samið var um í síðustu kjarasamningum, en því fer fjarri að svo sé. Skorað er á stjórnvöld að afnema nú þegar skerðingarákvæði almannatryggingalaga vegna tekna maka og hækka verulega frítekju- mark vegna launatekna. Þá skorar þingið á stjórnvöld að hækka um- talsvert sjúkradagpeninga. Hin ályktunin er frá Verkalýðsfélaginu Hlíf í Hafnarfirði og er svohljóðandi: Bætt kjör öryrkja er mál sem verkalýðshreyfingin verður að hafa meiri afskipti af og beintengja betur sinni eigin kjarabaráttu. Hún á stanslaust að knýja á stjórnvöld um lagfæringar á bágum kjörum þessa fólks, bæði með þrýstingi við gerð kjarasamninga og stöðugum áróðri þess í milli. Takmarkið á að vera að kjör öryrkja séu ekki lakari en verkafólks sem félögin semja fyrir. Sama gildir um stóran hóp aldraðra, en mikill fjöldi þeirra hefur einungis opinberan lífeyri til framfærslu auk takmarkaðs framlags úr eigin lífeyrissjóði. Þetta fólk er tekjulega engu betur sett en öryrkjar þannig að tryggja verður því einnig mannsæmandi lágmarkslaun. Því leggur fundurinn til: - að opinber elli- og örorkulífeyrir verði aldrei lægri en almennur Iaunataxti verkafólks og fylgi launaþróun í landinu. - að frítekjumark hækki verulega - að elli- og örorkubótaþegar fái árlega desembergreiðslu og orlofs- uppbót eins og verkafólk fær samkvæmt kjarasamningi við atvinnu- rekendur. Þessar ályktanir báðar eru ágætar og von okkar sú að við verði brugðist sem best. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 41

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.