Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Page 46

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Page 46
Guðríður Ólafsdóttir félagsmálafulltrúi: Lagabreytingar frá Alþingi r ður en Alþingi fór í sumarfrí voru gerðar breytingar á lögum sem kunna að koma fötluðum vel. Annars vegar er það breyting á lögum um bifreiðagjald og hins vegar á lögum um vöru- gjald af öku- tækjum og vöru- gjald af ýmsum vörum. Breyting á bif- reiðagjaldi er í 4. gr. laganna og fjallar um niður- fellingu á gjaldinu af bifreiðum þeirra sem hafa bætur frá almanna- tryggingum. Við lögin bætist ný grein er verður 4. gr. og orðast svo ásamt fyrirsögn: Undanþága frá gjaldskyldu Eftirfarandi bifreiðir skulu undan- þegnar bifreiðagjaldi: Bifreiðir í eigu þeirra sem fá greiddan örorkustyrk, örorkulífeyri, bensínstyrk eða umönnunargreiðslur vegna örorku barna frá Trygginga- stofnun ríkisins. Jafnframt eiga þeir öryrkjar sem notið hafa niður- fellingar skv. 1. málsl. rétt á niður- fellingu ef þeir hafa öðlast rétt til elli- lífeyrisgreiðslna eða dveljast á stof- nun, sbr. 43. gr. laga nr. 117/1993, um almannatryggingar. Sama rétt eiga foreldrar langveikra og fjölfatlaðra barna sem vistuð eru utan heimilis ef réttur til umönnunargreiðslna héldist óskertur væri barnið heima. Réttur til niðurfellingar bifreiðagjalds vegna þeirra sem fá greiddan örorkustyrk, örorkulífeyri eða bensínstyrk er bundinn því skilyrði að bóta- eða styrkhafi sé í ökutækjaskrá annað- hvort skráður eigandi bifreiðar eða umráðamaður bifreiðar samkvæmt eignarleigusamningi. Réttur til niður- fellingar bifreiðagjalds af bifreiðum í eigu þeirra sem fá umönnunar- greiðslur vegna örorku barna nær til einnar bifreiðar og er bundinn því skilyrði að skráður eigandi bifreiðar samkvæmt ökutækjaskrá fari með forsjá barnsins. Óheimilt er að fella niður bifreiðagjald af bifreiðum sem eru yfir 3.500 kg að eigin þyngd og nýttar eru í atvinnurekstri. Ef sá sem á rétt á niðurfellingu bifreiðagjalds á fleiri en eina bifreið skal bifreiða- gjald fellt niður af þeirri bifreið sem er þyngst. Fyrir álagningu bifreiða- gjalds skal Tryggingastofnun ríkisins senda ríkisskattstjóra upplýsingar um bifreiðaeign þeirra sem fá slíkar greiðslur frá stofnuninni sem að framan greinir -. Brevting á lögum um vörugiald af ökutækium: Úr lögunum: Eftirtalin ökutæki skulu undanþegin vörugjaldi: f) Bifreiðar í eigu ríkis, sveitarfélaga eða stofnana á þeirra vegum, sérstak- lega búnar til flutnings á fötluðum, þ.m.t. búnar hjólastólalyftu og sam- þykktar af Tryggingastofnun ríkisins. 1) Vörugjald af bifreiðum fatlaðra sem eru sérstaklega búnar til flutn- ings á þeim, þ.m.t. búnar hjólastóla- lyftu, og samþykktar af Trygginga- stofnun ríkisins. Þessi ákvæði laganna hafa í för með sér að vörugjald af van-bílum lækkar úr 30% eða 45% niður í 0%. Enn fremur samþykkti Alþingi breytingu á lögum um vörugjald, sem felur í sér niðurfellingu vörugjalds af ýmsum vörum. Þ.m.t. venjulegum lvftum sem notaðar eru í húsum til fólks- og vöruflutninga. rúllustigum o.þ.h. Þessar vörur báru áður 15% vörugjald. Guðríður Ólafsdóttir. Guðríður Ólafsdóttir Foreldrafélag kynnir sig Foreldrafélag geðsjúkra barna og unglinga kynnir sig nú með myndarlegum bæklingi. Þar eru rakin íjölmörg markmið félagsins og hér gripið niður í verkefni: Bætt grein- ingar- og meðferðaraðstaða, bætt skólaúrræði, fræðsla og útgáfa fræðsluefnis, bætt tryggingamál, myndun sjálfshjálparhópa, vinna gegn fordómum o.s.frv. Félagið kynnir sig sem félag sem berst fyrir sjálfsögðum lagalegum réttindum geðsjúkra barna og unglinga og rit- stjóri veit að á stuttri ævigöngu hefur félaginu orðið vel ágengt. Bent er á hve geðsjúkdómar geti verið margs konar hjá börnunr og rakin nokkur dæmi um vísbendingar sem þarf að vera á varðbergi fyrir. Nefnd sem dæmi: Ef barn er kvíðn- ara og áhyggjufyllra en jafnaldrar þess. Ef barni finnst lífið of erfitt og talar um að það vilji ekki lifa. Ef barnið meiðir aðra oft, skemmir hluti eða brýtur lög. Ef barn heyrir raddir sem ekki er unnt að skýra eða sér fólk eða hluti sem ekki eru til. Lögð er áhersla á það að barnið þurfi ekki að skammast sín fyrir sjúk- dóminn, barnið bað ekki um sjúk- dóminn! Félagið var stofnað 24. mars 1999. Foreldrafélagið er til heimilis að Grýtubakka 30 Reykjavík, sími 557 8326. Netfang: olafur at islandia.is. Félaginu eru sendar árnaðaróskir héðan af bæ. H.S. 46

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.