Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 6

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 6
HANN STUDDIMARGA ÚT í LÍFIÐ Rætt við Þorstein Sigurðsson, sérkennara, útgefanda og stjórnarmann á Reykjalundi Þorsteinn er maður sem lætur ekki mikið yfir sér, en á því stærra framlag á sviði menntunar. Hann ólst upp í fátækt kreppuáranna með litla möguleika til náms, en örlögin ætluðu honum annað. Berklarnir leggja hann tví- tugan að velli. í heilt ár liggur hann rúmfastur á Vífilsstöðum, en notar tímann til lestrar. Kennaraskólinn opnast, síðar sérkennslunám er- lendis og sérhæfing í málmeinum. Þorsteinn var kominn með rétta menntun, þegar þörfin kallaði á sérkennara til starfa. Á árunum 1969-‘81 tekur hann þátt í að byggja upp sérkennsluna á íslandi sem fulltrúi á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. Eftir 1970 stjórnar hann fyrstu kennsluárum sex ára barna í skólum Reykjavíkur, og hefur umsjón með framhalds- menntun í sérkennslu fyrir starf- andi kennara í Kcnnaraskólanum 1970-‘71. Árið 1982 tekur hann við stjórn Safamýrarskóla og næstu sex ár á hann þátt í að þróa kennslu fjöl- fatlaðra nemenda sem fyrir 1977 áttu ekki kost á skólavist. Árin 1987 -‘93 er hann umsjónarmaður starfsleiknináms fyrir kennara í Kennaraháskólanum. Starfi að skólamálum lýkur hann sem kennsluráðgjafi á Fræðsluskrif- stofu Reykjanesumdæmis og skóla- stjóri Fullorðinsfræðslu fatlaðra. Samhliða hefur hann sinnt rit- störfum og gefið út mats- og náms- gögn, fræðibækur og handbækur fyrir kennara. Þorsteinn situr nú í stjórn SÍBS og Reykjalundar og hugsjóna- eldurinn logar enn. „Þjálfunarsalir og sundlaugar sem eru í byggingu á Reykjalundi munu ekki aðeins efla endurhæfingarstarfið þar, heldur valda straumhvörfum í forvarnar- starfi miðaldra og eldra fólks,“ Þorsteinn Oddný Sv. Sigurðsson Björgvins segir Þorsteinn. Hann ber einnig þá von í brjósti að koma þekkingu sinni og reynslu í lestrarkennslu lestregra betur á framfæri. „Þú finnur hann í Kennara- blokkinni vestur á Hjarðarhaga,“ sagði Helgi Seljan framkvæmda- stjóri ÖBÍ. Hjarðarhagi 26 á lóð að Raunvísindastofnun Háskólans, og allt umhverfi er einkar rólegt og snyrtilegt. Skólabróðir Helga opnar fyrir mér. Þorsteinn er hæglátur maður sem ber með sér innri ró og yfir- vegun - eiginleika góðs kennara. „Hér höfum við hjónin búið í hálfa öld,“ segir hann, og játar að hér sé gott að vera. Sjálfsagt hefur Þorsteinn fengið nóg af flutningum sem strákur, en móðir hans var fá- tæk ekkja með sjö börn sem þurfti oft að skipta um húsnæði. „Eiginlega má segja að ég sé alinn upp allt í kringum Skólavörðuholtið. Mamma var að basla við að eiga hús, og á kreppuárunum reyndi hún að halda sér á floti með makaskiptum á húsum. Við vorum alltaf að flytja. Ég átti heima á Þórsgötu, Njálsgötu, Grettisgötu, Hverfisgötu, Bragagötu og Haðarstíg. Vorið 1940 var sérstak- lega erfitt, mikið atvinnuleysi og mamma gafst upp og seldi síðasta húsið sitt. Mánuði síðar var landið hernumið, allir fengu vinnu og fátækt fólk komst út úr mesta baslinu,“ segir Þorsteinn. Við yngra fólkið eigum erfitt með að gera okkur grein fyrir kreppuá- runum, hvað þá berklafaraldrinum. Þú ert einn af þeim sem berklarnir herjuðu á. „Já, ég náði í skottið á því erfiða tímabili. Ég fékk berkla rúmlega tví- tugur árið 1947. Þá voru engin berklalyf komin og ástandið slæmt á berklahælunum. Ég fékk brjóst- himnubólguberkla sem fóru niður í annan hnéliðinn. Meðferðin var þá fólgin í að láta sjúklinga liggja hreyfingarlausa í rúminu. í eitt ár lá ég í rúminu með vinstri fótinn í gifsi. Auðvitað fylgdi þessu enginn bati - og loks var óhjákvæmilegt að skera. Það tók mig nokkurn tíma að sættast á að fá staurfót." Vinstri fótur Þorsteins er stífur um hnéð, en svo vel ber hann heltina að vart er sýnilegt. Þorsteinn veikist aftur 1957, þá er berklabakterían kornin í vinstra nýrað, svo illvíg að fjarlægja þurfti nýrað. „Það var merkileg lífsreynsla að vera á Vífilsstöðum. Umhverfið var mjög menningarlegt og dvölin þar mótaði allt mitt lífshlaup. Sjúkling- arnir lágu svo þétt saman að sam- skipti urðu mikil, við vorum t.d. átta á stofu sem nú væri talin hæfileg fyrir fjóra. Á hælinu var fjöldi af vel gefnu og skemmtilegu fólki og margir voru róttækir. Þarna varð ég fyrir sterkum áhrifum, enda tókst þeim að gera mig, ungan manninn, að sósíalista. Ágætis bókasafn var á Vífils- stöðum og fastur við rúmið átti ég þess vænstan kost að lesa, enda hef ég alla tíð verið bókhneigður. Ég fékk mætur á fagurbókmenntum og þjóð- félagsrýni, Þórbergur og Halldór Kiljan urðu mínir uppáhalds- höfundar.“ Þarna hefur líka vaknað löngun þín til náms? „Já, þarna fékk ég tíma til að huga að framtíðinni. Fram að tvítugu hafði ég unnið verkamannavinnu, en á 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.