Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 7

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 7
Vífilsstöðum varð mér ljóst að ég þurfti að söðla um. Síðustu mánuðina á hælinu fór ég að búa mig undir að taka landspróf utan skóla sem ég gerði 1949. Síðan opnaðist mér stutt námsleið gegnum Kennaraskólann sem hentaði mér ákaflega vel þar sem ég var kominn með konu og átti barn í vændum.“ Eiginkona Þorsteins er Þórhildur Karlsdóttir. Börn þeirra eru: Karl raftækni- fræðingur hjá Símanum, Guðbjörg skrifstofumaður hjá Sindrastáli og Baldur íþrótta- og sérkennari í Öskjuhlíðarskóla. Erfitt var að fá kennara- stöðu í Reykjavík, þegar Þorsteinn útskrifast en starf skólastjóra í Hólmavík var laust og þar dvelja ungu hjónin fyrsta árið. Bæði eru Reykjavíkurbörn og ári síð- ar fær Þorsteinn stöðu við Melaskólann. Örlögin œtluðu honum sérstakt hlutverk Þorsteinn er einn af þeim mönnum sem forlögin virðast leiða til góðra verka í þjóðfélaginu. í starfi sínu í Reykjavík kynnist hann öðruvísi að- stæðum en í fámennum barnaskóla á Hólmavík. Veturinn 1954-’55 eru 1517 nemendur í Melaskóla, fjöldi nemenda í bekkjum var frá 27 til 35 og tví- eða þrísett í allar stofur. „Ástandið var ekki gott að mati okkar kennaranna sem skynjuðum að fjöldi nemenda átti í verulegum námserfiðleikum. Kennarafélagið ákvað því að fá fræðslufulltrúann í Reykjavík á fund til þess að ræða úr- bætur. Fundinn vildum við undirbúa sem best og gerðum því fyrstu könn- un á þörf fyrir sérkennslu sem gerð var á íslandi í apríl 1955. Spurningalisti var útbúinn sem bekkjarkennarar svöruðu. Niður- staðan var sú, að samtals þyrftu 29% nemenda á sérkennslu að halda - sem er svipuð tala og rætt er um í dag. í framhaldi af þessari niðurstöðu gerðu kennararnir tillögur um að koma á fót fámennum hjálparbekkjum, semja námskrá og sníða kennslugögn við hæfi. Niðurstöðum könnunarinnar og tillögum kennaranna var lekið i ijölmiðla sem gerðu úr þessu stór- frétt. Eitt dagblaðanna birti svohljóð- andi fyrirsögn á forsíðu: Fimmta hvert barn í Melaskóla afbrigðilegt! I umsögn var látið að því liggja að í raun væru það kennararnir sem væru afbrigðilegir. Málið olli miklu fjaðrafoki. Skóla- stjórar birtu mótmæli í dagblöðum og töldu niðurstöður kennaranna endem- isvitleysu. Kennarafélagið stóð fast á sínu og krafðist svara, hvernig ætti að mæta þessum vanda. Þrátt fyrir að kennurum Melaskóla væri stillt upp í spéspegli í Qölmiðlum, varð um- ræðan til þess að farið var að skoða málið í alvöru. Einmitt þá haustið eftir, árið 1956, kom Magnús Magnússon heim frá framhaldsnámi í sérkennslufræðum frá Sviss og Þýskalandi. Hann var ráðinn í hálft starf til námstjórnar í skólum Reykjavíkur, en kenndi auk þess bekk tornæmra í Miðbæjarskóla. Hann taldi skólastjóra á að mynda fá- menna bekki með þeim nemendum sem erfiðast áttu, og hvatti kennara til að taka að sér þessa kennslu. Eg lét undan fortölum Magnúsar og tók að mér hjálparbekk, sótti mánaðar nám- skeið sem hann stýrði hér heima og fór síðar utan í al- mennt sérkennaranám, tal- kennslu og loks í sérhæfingu í málmeinum, hvað leiddi af öðru. agnús varð braut- ryðjandi sérkennslu í almennum skólum, en fá úr- ræði voru til þegar hann hóf sitt starf. Hann barðist einnig fyrir því að vangefin börn nytu kennslu og með tilstyrk Jónasar B. Jónssonar fræðslustjóra í Reykjavík var Höfðaskóla, síðar Öskjuhlíðarskóla komið á fót undir hans stiórn árið 1961. Fram að þeim tíma var al- mennt talið að þessi börn ættu ekkert erindi í skóla. Sagt var, að þegar hringt var frá skólanum í foreldra barna sem áttu að byrja í skóla um haustið og foreldr- ið sagði að bamið væri van- gefið, hefði svarið verið: „Nú er það svo“ - síðan hefði málið ekki verið lengur til um- ræðu. „Þarna var um að ræða vægt þroskahefta nemendur sem nutu kennslu við sitt hæfi og voru síðan studdir út í atvinnulífið. Þetta fólk hefur reynst góðir þegnar,“ segir Þor- steinn. Á sama tímabili er farið að mynda hjálparbekki í almennu skólunum fyrir börn sem áttu i erfiðleikum með nám og Þorsteinn tekur að sér tvo slíka bekki í Melaskólanum. „Mikil umræða varð innan skól- anna í Reykjavík um þörf á sér- kennslu eftir að Magnús kom til starfa. í mars 1960 stofnuðu 29 kenn- arar í sex skólum Félag kennara til hjálpar afbrigðilegum börnum. Þetta félag hafði mikil áhrif og starfaði af krafti þar til Félag íslenskra sér- kennara var stofnað.“ Nám í sérkennslu í Noregi Þorsteinn fer á sumarnámskeið í Noregi 1966 og 1967 þar sem lögð var áhersla á lestrarörðugleika og kennslu tornæmra. í Statens Spesial- lærerskole er hann í talkennslunámi 1968-’69 „Ég hafði verið í sérkennslu um FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.