Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 8

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 8
Umlukinn tölvu, töflu og sjónvarpsskjá, með bækur og blöð fyrir framan sig er Þorsteinn í essinu sínu - hér í Kennaraháskólanum með námskeið fyrir stjórnendur starfsleiknináms. árabil og vissi því hvar skórinn kreppti þegar ég fór utan í nám, en mikið skorti á að lestrarkennsla væri nógu hnitmiðuð fyrir þá sem áttu í erfiðleikum með lestrarnám.“ Mikil þörf var á sérkennurum þegar Þorsteinn kemur heim að loknu námi 1969, enda lendir hann í þrefoldu starfi. Hann er ráðinn sérkennslu- fulltrúi á Fræðsluskrifstofu Reykja- víkur til að stýra sérkennslu í barna- skólunum. Samtímis er hann fenginn til að undirbúa kennslu sex ára barna og sjá um námskeið fyrir kennara þeirra. Einnig tekur hann að sér um- sjón í sérkennslunámi fyrir 48 starf- andi kennara í Kennaraskólanum sem byggt var upp með sama sniði og tíðkaðist í Noregi. Innganga sex ára barna í skólana markaði mikla breytingu á kennslu- háttum og kennslugögnum“, segir Þorsteinn, „ástæðan fyrir því að ég var beðinn um að taka þetta starf að mér mun að hluta til hafa verið sú að ég hafði í samvinnu við Rannveigu Löve samið kennslubók í lestri Bamagaman sem var notuð í nokkra áratugi samhliða Gagn og gaman. Barnagaman naut vinsælda og jók ijölbreytni í lestrarkennslu byrjenda. Yfirvöld skólamála eru líka farin að gera sér grein fyrir þörfinni á sérkennslu og Kennaraskólinn vildi mæta þessu. Ég var því fenginn til að stýra sambærilegu framhaldsnámi og tíðkaðist í Noregi, en námið náði yfir tvö sumur með verkefnum um vetur- inn. Eftir þetta var ég um nokkur ár viðloðandi sérkennaranámið í Kenn- araskólanum. Fram að 1977 var enginn sér- kennslufulltrúi starfandi í mennta- málaráðuneytinu. Ég vann því tals- vert á vegum þess, áður en Magnús Magnússon var ráðinn þangað. Árið 1971 kom upp mjög erfitt mál varðandi ljóra nemendur sem sér- fræðingateymi í Heyrnleysingjaskól- anum taldi að ættu ekki heima þar. Þetta voru börn með margar samhliða fatlanir, sem gerði málið flóknara. Ráðuneytið fól mér og læknunum Hauki Þórðarsyni og Sævari Hall- dórssyni að „stýra námi hreyfi- hamlaðra og fjölfatlaðra barna“ eins og það hét. Sérskóli fyrir fjölfötluð börn var stofnaður, en Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra rak heimavistarskóla í Reykjadal sem ráðuneytið tók við. Síðar voru þessir skólar lagðir niður og nemendum ýmist komið fyrir í heimaskóla, Öskjuhlíðarskóla eða sérdeild hreyfihamlaðra í Hlíðaskóla. Ég vil taka fram, að starfið í Hlíða- skóla og Öskjuhlíðarskóla var ákaf- lega happasælt. Einnig stóðum við fyrir opnun dag- heimilis fyrir fjölfötluð börn undir skólaaldri í Bjarkarhlíð með stuðn- ingi Reykjavíkurborgar. Eftir fyrsta árið var starfsemin flutt í Kjarvalshús á Seltjarnarnesi. Af þeim meiði þróaðist síðan Greiningarstöð rík- isins. Allt voru þetta byrjunarskref á löngum þróunarferli. Eftir 1972 var ég farinn að skipta mér mjög af kennslu alvarlega fatl- Þorsteinn á fundi hjá sérkennurum - að bera álitamál undir tengdadótt- ur sína Lindu Udengaard og Baldur son sinn, sem bæði eru sérkennarar. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.