Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 19

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 19
Svipmynd úr umræddri bók. um Downs-heilkenni var stofnað var meðal annars sú að foreldrar þörfn- uðust styrkingar í vangaveltum sinum og baráttu sinni. Sú vitneskja að barnið sem við höfum fætt muni ávallt verða þroska- heft felur í sér ýmsar hugsanir. Við foreldrar eigum við að glíma okkar eigin fordóma úr bernsku og þekkingarleysi um hvað þroskaheft- ing hefur í för með sér og hvað hún þýðir. En fyrst og fremst viljum við að barnið okkar fái að þroskast og ná sinni færni á sem bestan hátt eins og önnur börn. Hugmyndafræði Iréne Johansson byggir á 20 ára vinnu. Áhuga sinn á þroskaheftu fólki fékk hún vegna þess að hún taldi að þar væri hægt að fá miklu áorkað með réttri sér- kennslu. Iréne hefur á þessum árum stundað rannsóknir og mikla vinnu. Hún hefur þróað sérkennsluverkefni fyrir einstaklinga sem eiga við málörð- ugleika að etja, þar er að finna verk- efni sem styrkja nemendur í máltöku. Fyrir fagaðila tel ég þarna sé komið námsefni, þróað á löngum tíma, þar sem rannsóknir á árangri sýna góðar framfarir. Sú netvinna sem hún byggir utan um einstaklinga sem eru í þjálfun hjá henni er ekki síður áhugaverð. Þar sem skipting hlutverka og ábyrgð dreifist á milli þeirra sem annast ein- staklinga með þroskaraskanir er í hávegum. En eins og eitt foreldri sagði sem tók þátt í samstarfsverkefni síðast liðinn vetur “ Við veitum hvort öðru visst aðhald, netið tryggir samfelldni og kemur í veg fyrir að gjá myndist þegar ein stofnun er að taka við af annarri. Við áttum okkur öll betur á hve mikilvægt er að vinna samstíga og markvisst og við höfum séð ótrúlegan árangur”. Félagsstörf Félagið og útgáfufélagið Pjaxi hafa í sameiningu gefið út sænsku bókina Downs-syndrome sem út kom í Svíþjóð árið 1996. Þetta er liður fé- lagsins til að efla fræðslu til foreldra og almennings um Downs-heilkenni í bókinni lýsa höfundar ítarlega öllum þáttum sem varða einstaklinga með Downs-heilkenni. í einum kafla bókarinnar lýsir Iréne Johansson ítar- lega samræðum um málþroska fyrir skólaskyldualdur. Þetta er fyrsta og eina bókin sem gefin hefur verið út um Downs-heilkenni á íslensku og er von félagsins að hún bæti úr brýnni þörf á íslensku fræðsluefni og ekki síður að hún veiti foreldrum og fag- aðilum stuðning til að vinna mark- vissar að eflingu á þroska einstakl- inga með Downs-heilkenni. Umfjöllun um bókina er sérstaklega annars staðar í þessu blaði. Á vegum félagsins eru haldnir fræðslufundir reglulega yfir veturinn, netlisti er i gangi þar sem foreldrar geta verið með almennar umræður. Einnig gefur félagið út fréttabréf einu sinni á ári og er mikill hugur í fólki að efla það enn frekar. Félagið er að vinna að heimasíðugerð sem vonandi verður tilbúin á þessu ári. Eg vil hvetja alla sem vilja leggja þessu málefni lið að ganga í félagið. Birna Hildur Bergsdóttir formaður. Mannréttinda- r skrifstofa Islands • • Oryrkjabandalag íslands á sem kunnugt er aðild að þeirri merku stofnun Mannréttindaskrif- stofu Islands. Aðrir aðilar eru: Is- landsdeild Amnesty Intemational, Barnaheill, Biskupsstofa, Hjálpar- starf kirkjunnar, Jafnréttisráð, Kvenréttindafélag íslands, Rauði kross íslands, UNIFEM á íslandi og Þroskahjálp, svo við erum þar sannarlega í góðum félagsskap. Mannréttindaskrifstofan hélt aðal- fund sinn laugardaginn 27. maí sl. vor í húsakynnum sínum að Laugavegi 7, en þar eru fleiri fé- lagasamtök einnig. Fjárhagur Mannréttindaskrifstofu er hvergi nærri sá sem vera skyldi því alls ónóg framlög hafa fengist frá hinu opinbera. I skýrslu á aðalfundi kom fram afar margþætt og mikið starf síðasta starfsárs. Aðeins örfá at- riði hér til tínd. 13 umsagnir um lagafrumvörp og þingsályktunartillögur fyrir Al- þingi voru unnar og spönnuðu þær vítt svið s.s. jafnréttismál, ætt- leiðingar, málefni innflytjenda, Schengen samstarfið, réttarstöðu örorku- og ellilífeyrisþega, per- sónuvernd, viðskiptabannið á Irak, lífsýnamál og hegningarlög. Enn eitt ritið var gefið út í ritröð skrifstofunnar og tvö á næstu grösum þegar aðalfundur var haldinn. Mannréttindaskrifstofan stóð fyrir sjö málstofum/mál- þingum á starfsárinu sem vel voru sótt. Mikið samstarf var við inn- lendar stofiianir og félagasamtök. Á vegum skrifstofunnar var tals- vert um fyrirlesara/kynningar og kennslu hjá samtökum og stofn- unum. Sömuleiðis var mikið og margþætt erlent samstarf og sam- skipti mikil og m.a. virk þátttaka í erlendum ráðstefnum og verk- efnum. Öryrkjabandalag íslands metur mikils aðild sína að Mannréttinda- skrifstofu íslands en fulltrúi þess þar nú er Garðar Sverrisson. Formaður Mannréttindaskrif- stofu er Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður og fram- kvæmdastjóri er Bjarney Friðriks- dóttir. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.