Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Síða 19

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Síða 19
Svipmynd úr umræddri bók. um Downs-heilkenni var stofnað var meðal annars sú að foreldrar þörfn- uðust styrkingar í vangaveltum sinum og baráttu sinni. Sú vitneskja að barnið sem við höfum fætt muni ávallt verða þroska- heft felur í sér ýmsar hugsanir. Við foreldrar eigum við að glíma okkar eigin fordóma úr bernsku og þekkingarleysi um hvað þroskaheft- ing hefur í för með sér og hvað hún þýðir. En fyrst og fremst viljum við að barnið okkar fái að þroskast og ná sinni færni á sem bestan hátt eins og önnur börn. Hugmyndafræði Iréne Johansson byggir á 20 ára vinnu. Áhuga sinn á þroskaheftu fólki fékk hún vegna þess að hún taldi að þar væri hægt að fá miklu áorkað með réttri sér- kennslu. Iréne hefur á þessum árum stundað rannsóknir og mikla vinnu. Hún hefur þróað sérkennsluverkefni fyrir einstaklinga sem eiga við málörð- ugleika að etja, þar er að finna verk- efni sem styrkja nemendur í máltöku. Fyrir fagaðila tel ég þarna sé komið námsefni, þróað á löngum tíma, þar sem rannsóknir á árangri sýna góðar framfarir. Sú netvinna sem hún byggir utan um einstaklinga sem eru í þjálfun hjá henni er ekki síður áhugaverð. Þar sem skipting hlutverka og ábyrgð dreifist á milli þeirra sem annast ein- staklinga með þroskaraskanir er í hávegum. En eins og eitt foreldri sagði sem tók þátt í samstarfsverkefni síðast liðinn vetur “ Við veitum hvort öðru visst aðhald, netið tryggir samfelldni og kemur í veg fyrir að gjá myndist þegar ein stofnun er að taka við af annarri. Við áttum okkur öll betur á hve mikilvægt er að vinna samstíga og markvisst og við höfum séð ótrúlegan árangur”. Félagsstörf Félagið og útgáfufélagið Pjaxi hafa í sameiningu gefið út sænsku bókina Downs-syndrome sem út kom í Svíþjóð árið 1996. Þetta er liður fé- lagsins til að efla fræðslu til foreldra og almennings um Downs-heilkenni í bókinni lýsa höfundar ítarlega öllum þáttum sem varða einstaklinga með Downs-heilkenni. í einum kafla bókarinnar lýsir Iréne Johansson ítar- lega samræðum um málþroska fyrir skólaskyldualdur. Þetta er fyrsta og eina bókin sem gefin hefur verið út um Downs-heilkenni á íslensku og er von félagsins að hún bæti úr brýnni þörf á íslensku fræðsluefni og ekki síður að hún veiti foreldrum og fag- aðilum stuðning til að vinna mark- vissar að eflingu á þroska einstakl- inga með Downs-heilkenni. Umfjöllun um bókina er sérstaklega annars staðar í þessu blaði. Á vegum félagsins eru haldnir fræðslufundir reglulega yfir veturinn, netlisti er i gangi þar sem foreldrar geta verið með almennar umræður. Einnig gefur félagið út fréttabréf einu sinni á ári og er mikill hugur í fólki að efla það enn frekar. Félagið er að vinna að heimasíðugerð sem vonandi verður tilbúin á þessu ári. Eg vil hvetja alla sem vilja leggja þessu málefni lið að ganga í félagið. Birna Hildur Bergsdóttir formaður. Mannréttinda- r skrifstofa Islands • • Oryrkjabandalag íslands á sem kunnugt er aðild að þeirri merku stofnun Mannréttindaskrif- stofu Islands. Aðrir aðilar eru: Is- landsdeild Amnesty Intemational, Barnaheill, Biskupsstofa, Hjálpar- starf kirkjunnar, Jafnréttisráð, Kvenréttindafélag íslands, Rauði kross íslands, UNIFEM á íslandi og Þroskahjálp, svo við erum þar sannarlega í góðum félagsskap. Mannréttindaskrifstofan hélt aðal- fund sinn laugardaginn 27. maí sl. vor í húsakynnum sínum að Laugavegi 7, en þar eru fleiri fé- lagasamtök einnig. Fjárhagur Mannréttindaskrifstofu er hvergi nærri sá sem vera skyldi því alls ónóg framlög hafa fengist frá hinu opinbera. I skýrslu á aðalfundi kom fram afar margþætt og mikið starf síðasta starfsárs. Aðeins örfá at- riði hér til tínd. 13 umsagnir um lagafrumvörp og þingsályktunartillögur fyrir Al- þingi voru unnar og spönnuðu þær vítt svið s.s. jafnréttismál, ætt- leiðingar, málefni innflytjenda, Schengen samstarfið, réttarstöðu örorku- og ellilífeyrisþega, per- sónuvernd, viðskiptabannið á Irak, lífsýnamál og hegningarlög. Enn eitt ritið var gefið út í ritröð skrifstofunnar og tvö á næstu grösum þegar aðalfundur var haldinn. Mannréttindaskrifstofan stóð fyrir sjö málstofum/mál- þingum á starfsárinu sem vel voru sótt. Mikið samstarf var við inn- lendar stofiianir og félagasamtök. Á vegum skrifstofunnar var tals- vert um fyrirlesara/kynningar og kennslu hjá samtökum og stofn- unum. Sömuleiðis var mikið og margþætt erlent samstarf og sam- skipti mikil og m.a. virk þátttaka í erlendum ráðstefnum og verk- efnum. Öryrkjabandalag íslands metur mikils aðild sína að Mannréttinda- skrifstofu íslands en fulltrúi þess þar nú er Garðar Sverrisson. Formaður Mannréttindaskrif- stofu er Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður og fram- kvæmdastjóri er Bjarney Friðriks- dóttir. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 19

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.