Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Qupperneq 22

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Qupperneq 22
Skyggmt um í Skálatúni Pakkað á vinnustofunni. Það var á sólfögrum síðsumar- degi að við Guðríður Ólafs- dóttir lögðum land undir hjól og leituðum á fund Kristjáns Þor- geirssonar framkvæmdastjóra í Skálatúni. Fyrir rúmum sex árum skrifaði Kristján hér i Fréttabréfið glögga grein er nefndist: Skála- tún í 40 ár. Kristján byrjar grein sína svo: “Fyrr á tíð var ekki til siðs að hugsa eða tala um þarfir eða v æ n t i n g a r þroskaheftra einstaklinga, það var með þá eins og óhreinu börnin hennar Evu. Þau voru falin heima, sérstak- lega ef gesti bar að garði, vist þeirra var víða mjög ill, eftir því sem sögur segja”. Litlu síðar segir Kristján svo: “Góðtemplarareglan fór snemma í sínu starfi hér á landi að láta málefni barna og unglinga til sín taka, sér- staklega þeirra barna sem áttu erfitt uppdráttar”. Flann rekur svo upphafið er Um- dæmisstúkan nr. 1 kaupir Skálatún og setur þar á stofn heimili fyrir þroska- heft börn og fyrsta barnið kemur þangað 30. jan. 1954 og “frá þeim degi hefúr verið rekið hér heimili fyrir þroskahefta”, segir Kristján. Styrktarfélag vangefinna kemur svo inn í reksturinn 1960 og í dag er Skálatún eins og frá upphafi sjálfs- eignarstofnun þar sem að standa Um- dæmisstúkan nr. 1 og Styrktarfélag vangefinna með tvo stjórnarmenn hvor aðili og landlæknir skipar svo formann. Kristján getur frumherjans, Jóns Gunnlaugssonar stjórnarráðs- fúlltrúa sem var þá og lengi síðan sem og áður í forystuliði góðtemplara. í ljósu máli lýsir Kristján svo inn í allar þær breytingar sem orðið höfðu á þeim 40 árum er þá voru liðin, en svo sannarlega hefur þróunin haldið áfram. ið Guðríður vorum því komin á Kristjáns fund til að fræðast nokkuð um hversu mál stæðu nú. Sátum við þar drjúglengi og fengum kaffi og einkar ljúffengar pönnu- kökur með sem Sigríður Dinah Dunn færði okkur af elskusemi sinni. Flér á eftir verður tíundað nokkuð af því sem við fræddumst um á þess- um sólríka sumardegi. Heimilismenn á Skálatúni nú eru samtals 46, 30 þeirra búa á sambýlum sem öll eru á lóð Skálatúns, en 16 eru svo á dvalar- heimili, öll í sama húsinu, flest fjöl- fatlað fólk. Sambýlin eru 5 í 5 húsum, en 11 búa í því stærsta sem raunar er tví- skipt, það er nýjasta húsið og byggt sérstaklega fyrir þá þroskahefta sem gamlir verða og lasnir. Kristján bendir á að Skálatúnsfólk sé að verða gamalt, geta þess minnkar og umönn- un eykst. Þess vegna hefur verið lögð rík áhersla á gott aðgengi. Aldur heimilismanna er frá tvítugu upp í 65 ára. Meðalaldur liðlega 40 ár. Að- spurður segir Kristján að allt frá árinu 1992 er hann tók við starfi hafi að- eins einn heimilismaður flust þarna inn í skiptum fyrir annan sem fór. Kristján segir fólkið á sambýlunum vera með lífeyri, tekjutryggingu og uppbót. Hann segir það ljóst að rek- stur sambýlanna njóti í ýmsu góðs af rekstri heimilisins. Læknisþjónusta er góð og örugg, læknir er á staðnum einn dag í viku og kemur frá Heilsu- gæslunni í Mosfellsbæ, en læknar þar annars ævinlega til þjónustu reiðubúnir endranær. Svo við víkjum að þessu 16 íbúa heimili fyrst þá segir Kristján að þeir fái þjálfun í kjallara heimilisins til að fá sér sem best haldið við, en þar vinna tveir þroskaþjálfar. Þeir íbúar sem mögulega geta fara á vinnustofurnar og í þjálfún þar sam- kvæmt Teacch kerfinu og um leið blandast þeir hópnum sem á vinnu- stofunum er frá sambýlunum. Sjúkraþjálfari var á síðasta ári sér- ráðinn á staðinn og útbúin fyrir þá starfsemi séraðstaða, en áður var íbúum komið í sjúkraþjálfun með æmu erfiði og miklum kostnaði úti í bæ. í sambandi við ágæta aðstöðu sjúkraþjálfara segir Kristján að Oddfellowstúkan Þormóður goði hafi gefið allt þar innanstokks og rómar mjög höfðingskap þeirra. Sjúkra- þjálfarinn sinnir jafnt heimilisfólkinu á 16 manna heimilinu sem þeim á sambýlunum, en uppfræðir og leið- beinir starfsfólki einnig um með- höndlan fólks almennt. Tryggingastofnun ríkisins tekur sinn þátt í sjúkraþjálfun þeirra sem á sambýlum búa. Við innum Kristján næst eftir vinnustofunum á Skálatúni en hann kveður þær í raun þrískiptar. Aður er nefnd Teacch-þjálfúnin. Upp Kristján Þorgeirsson 22

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.