Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Síða 24

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Síða 24
Dýrmæti dj áknastarfsins Hún Inga Jónasar hefur glatt geð okkar á kvöldvökunum. Það vill oft verða svo að hljótt Ireynist um ýmsa góða hluti meðan hafður er uppi hávaði mikill um hið neikvæða og slæma. Mér flugu þessi sannindi í hug þegar ég áttaði mig á því að hér í Fréttabréfinu hefur aldrei verið vikið að því dýr- mæta djákna- starfi sem hér fer fram, utan það þegar djákninn okkar kynnti sig hér í blaðinu. Þetta er tilrauna- verkefni hjá bandalaginu að ráða djákna til starfa hér einu sinni í viku og eins og margir munu vita er það hún Guðrún K. Þórsdóttir sem djáknastarfinu sinnir en Guðrún er einnig framkvæmdastjóri FAAS - eins okkar ágætu félaga. Reynslan af starfinu hefur verið mjög góð enda Guðrún rækt það af einstakri alúð og hlýju, fólk bæði kemur til hennar og svo heimsækir hún fólkið hér í húsunum. Eins er hún á hverjum mánudegi með kyrrð- arstund inni í setustofunni hér, þar sem þó nokkrir nýta sér þessa stund tilbeiðslu og hlýrra orða og láta afar vel af. Ekki má gleyma þeim þætti sem flestir hafa notið og notið vel, en þetta eru kvöldvökur sem hér hafa verið allnokkrar uppi á níundu hæðinni, matsalnum þar í Hátúni 10. Guðrún djákni hefur alla umsjón með þessum kvöldvökum en hún fær til liðs við sig gesti góða svo og heima- fólk einnig, svo þessar stundir verða hinar vænstu og um leið skemmti- legustu. Sóknarpresturinn í Laugar- nessókn, séra Bjarni Karlsson, kemur á flestar kvöldvökurnar, kátur og hress í bland við milda alvöruna og nær einstaklega vel til fólks. Uppistöðu kvöldvakanna sjá þau hins vegar um hjónin Margrét Scheving og Þorvaldur Halldórsson með söng og hljóðfæraslætti og hug- vekjum einnig, ómetanlegir sjálf- boðaliðar sem hrífa fólk með sér hvort sem sungið er nú: Drottinn er minn hirðir eða Hún er svo sæt. Þannig hefur ljölbreytnin á kvöld- vökunum verið mikil og góð og heimafólkið lagt fram drjúgan skemmtiskerf svo unun hefur að verið. Ágæt aðsókn hefur verið að þessum kvöldvökum eða upp í 70-80 manns og heimilisfólkið að Hátúni 12 hefur heiðrað okkur hin með nærveru sinni. Hússjóður Öryrkjabanda- lagsins og bandalagið hafa lagt til kaffi og meðlæti á kvöldvökum þess- um og við hér veitt nokkra aðstoð einnig. Ætlunin er að halda þessum kvöldvökum áfram nú í vetur og trú- lega verða tvær fyrir áramótin. Það er áreiðanlega fyrir margra munn mælt hér þegar kvöldvökum þessum er ágætis einkunn gefin og eitt er víst að þakklátum huga er á móti tekið af þeim sem hirða um að mæta og njóta. Djáknastarf Guðrúnar er þarna for- sendan og þess vegna eru henni færðar hlýjar þakkir fyrir það sem þegar hefur verið gjört með von um hið vænsta áframhald á hennar ágæta starfi. H.S. Margrét Eyjólfsdóttir: Síðbúinn kærleikur Eldra fólkið óskar hlýju að einhver muni það, gleymd er amma og gamli afi geymd á vissum stað. Lausnin kemur, leyst er biðin, Ijúft að hverfa heim. Þá kemur fólkið og krossar yfir kistulok hjá þeim. Kaffiveisla, krökkt af blómum, já, kátleg veisla gerð, kærleikurinn við kistulokið er kannski seint á ferð. M.E. Höfundur er frá Flatey á Breiðafirði og svo slæm sem þessi lýs- ing nú er, þá á þetta við um svo miklu fleiri en eldri borgara, því miður. Guðrún K. Þórsdóttir 24

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.