Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Side 25

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Side 25
Frá Námssjóði Sigríðar Jónsdóttur Styrkþegar og stjórnarfólk. Það er einkar i ánægjuleg stund ár hvert þegar út- hlutað er styrkjum úr Námssjóði Sigríðar Jónsdóttur. Það eru þakklátir gestir sem koma þar til að nálgast styrki sína sem þó eru ekki háir að krónutölu en einstaklega dýrmætir þeim sem þiggja. Hinn 8. júní sl. fór fram af- hending styrkja á 9. hæðinni í Hátúni 10. Formaður sjóðs- stjórnar frá upphafi, Hafliði Hjartarson, flutti ávarp, rakti tilurð náms- sjóðsins, upphafið í góðri gjöf Sigríðar Jóns- dóttur og síðar með viðbót í gjöf Sig- urgeirs Steinssonar. Þeirra rausnar var minnst af þakklæti og hlýhug. Samkvæmt skipulagsskrá þeirri er Sigríður gaf um ljós fyrirmæli segir að styrki skuli veita: annars vegar til öryrkja til hagnýts náms, verklegs eða bóklegs svo og til náms í hvers konar listgreinum og hins vegar til þeirra sem sérhæfa sig til starfa í þágu þroskaheftra. Það voru 24 sam- kvæmt fyrra liðnum og 9 samkvæmt þeim síðari sem nú fengu styrki þ.e. 33 alls og upphæðin sú hæsta í sögu sjóðsins eða 980 þús. kr. Gaman að geta þess í leiðinni að þessar sex úthlutanir hafa skilað styrkupphæðum samtals kr. 4. millj. 570 þús. 18 styrkþegar eða fulltrúar þeirra voru mættir og var þeim hverjum fýrir sig afhentur styrkurinn. Pétur Maack Þorsteinsson flutti einkar hlýja þakkarræðu fyrir son sinn, Sig- urð, sem er nú við háskólanám í Kanada. Minnti á mátt samtakanna og kvað hér einstaklega vel að verki staðið. Þá færði einn styrkhafa, Steinunn Arnórsdóttir, sjóðnum lista- verk fagurt gjört af henni sjálfri. Menn gæddu sér á ljúffengum veitingum af lyst góðri og á eftir var svo myndataka. Hér fara á eftir nöfn þeirra er styrki hlutu í stafrófsröð. Aðal- heiður Erla Davíðsdóttir, Árni B. Steinarsson, Draumasmiðjan ehf., Egill Halldór Egilsson, Eiríkur Vernharðsson, Friðgeir Einar Kristjánsson, Friðrik Guðmundsson, Gabríele Jóhannesson, Guðný Svava Strandberg, Hamíð Moradi, Heiðdís Jónsdóttir, Hildur K. Hilmarsdóttir, Hjördís Kristjánsdóttir, Hlíf Sævarsdóttir, Hulda Jóhannesdóttir, Inga Fjóla Sigurðardóttir, Kristbjörn Guðmunds- son, Kristján Friðgeirs- son, Laufey E. Gissurar- dóttir, Maggý Magnús- dóttir, Maren A. Jakobs- dóttir, Norma Samúels- dóttir, Petrína M. Árna- dóttir, Sigurbirna Oliversdóttir, Sigurður Einarsson, Sigurður Pétursson, Sigurlaug M. Ómarsdóttir, Snorri G. Bergsson, Steinunn Arnórsdóttir, Starfsbraut FB, Systkinasmiðjan, Valgerður Jónsdóttir (Tónstofan) og Þóra E. Arnardóttir. Megi þau sem allra best njóta þessa liðsinnis sjóðsins. Formaður sjóðsstjórnar nú er Haf- liði Hjartarson, en önnur í stjórn Margrét Margeirsdóttir og undir- ritaður. Hafa þau öll verið frá upp- hafi sjóðsins en munu öll a.ö.l. láta af störfum á þessu ári. H.S. Tvær snjallar Hann Óskar Bjömsson í Neskaupstað sem á hér svo góða og kærkomna sendingu í blaðinu lét ritstjóra í té tvær vísur, aðra eftir Gallupskönnun þar sem fram kom að fólk á ellilaunum hefði það harla gott og hljóðar svo: Hundraðfalt nú hrópa má húrra það sem könnun sýnir: Að flestir lifa allvel á ellilaunum, Gallups rýnir. Og svo sendi hann þessa vísu á fimm tungumálum: Gone away ein gutter Mann, Guds til hcþje sale. Framar aldrei finnum hann, frater bone vale. En síðasta setningin er latína og þýðir: Hvíl í friði kæri bróðir. Og ritstjóri segir bara: Geri aðrir betur. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 25

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.