Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 39

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 39
Höfundur í hópi framkvæmdastjórnarmanna. ferðaðist um landið nokkur sumur og sýndi þeim, sem vildu, hvernig hún bar sig til í baðkari, sem komið var fyrir uppi á sviði. Því var ákveðið að setja eftirfarandi tilkynningu í út- varpið. Þetta var laugardagur og þulurinn las: “Jakob syngur, Súsanne baðar sig og Billy Graham boðar fagnaðar- erindið á vísnastund á Eskifirði klukkan þrjú í dag”. Þulurinn hikaði og það sló þögn á Ríkisútvarpið, eins og einhver hefði slökkt þar á öllu. Þá segir þulurinn: “Þetta getur engan veginn staðist. Ég les þetta aftur. Og svo las hann aftur dálítið flaumósa: “Jakob syngur, Súsanne baðar sig og Billy Graham boðar fagnaðarerindið á vísnastund á Eskifirði kl. þrjú í dag”. Svo varð stutt þögn og þulurinn segir: Þetta getur engan veginn staðist að Susanne baði sig og Billy Graham.....” og svo tók hann snöggt viðbragð eins og hann áttaði sig og sagði: “Jú, jú, þetta getur alveg verið að Jakob syngi um Susanne, sem baðar sig og um Billy Graham, sem boðar fagnaðarerindið á vísnastund á Eskifirði í dag kl. þrjú. Svona á þetta að vera”. ið fjórmenningar hlustuðum með mikilli hrifningu á afrek okkar í auglýsingagerð og bjuggumst við metaðsókn. Það var reyndar hálf- fullt félagsheimilið á Eskifirði. Þangað komu margir. Einhverjir voru tengdir ritstjóra þessa fréttabréfs, sem undirritaður kannaðist þá við sem þingmann og gamanvísnasöngvara, sem ekki kunni að leika á gítar. Þegar við höfðum lokið tónleikunum á Eskifirði, var haldið til Norðfjaröar og þangað komum við um hádegi á mánudegi, ef ég man rétt. Höfðum hvílt okkur vel á Stöðvarfirði, þar sem við áttum bækistöð hjá þeim Hrafni í Rjóðri og Önnu Maríu. Við héldum rakleiðis í Síldarvinnsluna. Spiluðum þar og á fleiri vinnustöðum í matar- og kaffitímum og ræddum um framgang kommúnismans við margt mætra manna á Norðfirði. Tónleikarnir þar um kvöldið gengu bærilega og nú ákvað Guðmundur Arnason að þaðan í frá myndi hann stýra for og reyna að bjarga því, sem bjargað yrði hvað fjármál ferðarinnar varðaði. m nóttina héldum við svo áleiðis suður og áttum að koma við á Hornafirði og spila fyrir starfsfólk frystihússins þar í morgunkaffinu. Við þræddum Austfirðina um nóttina og vorum orðin býsna þreytt, þegar til Hafnar í Hornafirði var komið rétt fyrir klukkan 7 um morguninn. Ég stakk upp á að við bönkuðum hjá sýslumanninum og fengjum að halla okkur fram að spiliríi klukkan hálftíu eða tíu í frystihúsinu. En enginn sýslumaður var heima. Þá ókum við að Hótel Höfn og þar var gisting of dýr fyrir okkar léttu pyngju. Þá datt okkur í hug að knýja dyra á fangelsi þeirra Hornfirðinga og beiðast gist- ingar þar í svosum tvo tíma, til þess að láta líða úr okkur. Við fundum fangelsið og knúðum ákaft dyra. Sem við berjum fangelsið að utan, stansar fullorðinn maður á vegferð sinni og spyr hvort við séum að sunnan. Við játtum því og spurðum af hverju löggan svaraði ekki. Hornfirðing- urinn virtist undrandi og sagði: “Hva, lögreglan kemur ekki á vaktina fyrr en klukkan ellefu”. Við gáfumst upp, héldum upp í frystihús, inn í mat- salinn, buðum okkur í morgunmat og skreiddumst svo undir borð og sofn- uðum vært þar. Við vöknuðum stirð eftir gólfleguna, þegar fólk streymdi í morgunkaffið og fætur rákust í okkur. Við skriðum undan borðunum, kynntum okkur og hófum tónleika. Það var gerður ágætur rómur að skemmtan vorri og verkalýðsfélagið ákvað að styrkja okkur um 30 þúsund krónur, og þá sáum við fram á að geta borgað bílaleigubílinn. Við héldum harla glöð í bragði suður á leið og veðrið skartaði sínu fegursta. Hanne Juul, danska vinkonan okkar, naut útsýnisins og fegurðar landsins. Þegar við komum að Jökulsárlóni, varð hún algjörlega bergnumin og bað okkur um að stansa, svo að hún gæti virt fýrir sér þetta náttúruundur. Þegar hún hafði staðið stutta stund og virt fyrir sér dýrðina, vorum við sjálfskipuðu far- arstjórarnir, undirritaður og Jakob orðnir óþolinmóðir á þessu hangsi og kölluðum í Hanne og flautuðum á hana. Hún varð alveg bálvond, kom hágrátandi inn í bíl og jós sér yfir okkur og grét sig í svefn. Guðmundur fór fljótlega að hrjóta aftur í og við Jakob börðumst við það í framsætinu að vera hvor öðrum skemmtilegri. Þegar við brunuðum eftir Skeiðar- ársandinum tók ég eftir að höfuð Jakobs var farið að detta niður á stýr- ið, og sjálfur var ég löngu hættur að segja sögur og barðist við að halda mér vakandi. Mér þótti vissara að spenna öryggisbeltið og velti því fyr- ir mér hvort það væri traust, af því að það væri rússneskt. Ég hrekk upp við að bíllinn fer að vingsast til og frá, og svo þeytist hann út af veginum og það kveður við óskaplegur hávaði og upp gýs ryklykt. Á meðan á þessu stendur og við Jakob erum að vakna og átta okkur á aðstæðum, spyr ég hann hvort hann viti hvort rússneska öryggisbeltið haldi. Þar sem bíllinn þeytist út í buskann, svarar Jakob af æðruleysi: “Hugsa þú um þitt örygg- isbelti, ég held um stýrið á meðan.” Svo þegar bíllinn stöðvast langt utan vegar, rumskuðu þau Guðmundur og Hanne afturí og spurðu hvað gengi á. Jakob sagði ósköp rólega að við hefðum ekið útaf og sennilega væri allt í lagi með bílinn. ið ókum svo upp á veginn og héldum að Skaftafelli. Þar var áð og Guðmundur ákvað að sýna Hanne FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.