Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Qupperneq 40

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Qupperneq 40
Svartafoss. En fararstjórnin hafði reynst okkur Jakobi svo erfið, að við lögðum okkur í bílnum og stein- sofnuðum örþreyttir. Þegar þau Hanne og Guðmundur komu úr gönguför sinni upp að Svartafossi, ráku þau okkur úr framsætinu og tóku endanlega við stjórn ferðarinnar. Þegar við komum að Kirkjubæjar- klaustri, búin að vaka í rúma 30 tíma, litum við inn á gamla hótelið og þar var okkur sagt að lengra færum við ekki, þar sem sandstormur væri á Mýrdalssandi. Við sáum fram á að þar færu ijármunirnir, sem duga áttu fyrir bílaleigubílnum og slógum öllu upp í kæruleysi og beiddumst gist- ingar. Það þarf vart að geta þess að öll vorum við úttauguð af þreytu og mátti vart orði við nokkurt okkar halla, þá lá við hvelli. Skólastjórinn á Kirkjubæjarklaustri, Jón Hjartarson, ffétti að á Klaustri væru strandaglópar, sem væru lista- menn og gætu skemmt börnum skólans um kvöldið. Hann kom til okkar og spurði okkur hvort við myndum vilja halda skemmtan. Við komumst að því að við værum svöng, þyrftum að komast í bað og þörfn- uðumst ókeypis gistingar. Allt þetta veitti Jón okkur fuslega og við héld- um skemmtan um kvöldið og það var troðfullt. Þegar til Reykjavíkur kom, stóðst á endum, að þegar við höfðum greitt bílaleigubílinn og meira að segja fengið afslátt, var ekkert eftir til skiptanna. Bíllinn hafði komist nær óskaddaður frá útafakstrinum, en hægri framhjólsfelgan var nær ónýt. Við sannfærðum eigandann um að sennilega hefði hægra framdekkið verið gallað. Við lögðum ekki aftur í að láta reyna á frægð okkar á landsbyggð- inni, töldum okkur góð að hafa kom- ist nær klakklaust frá þessu ævintýri. En allt það fólk sem við hittum fyrir á landsbyggðinni veitti okkur ómet- anlega aðstoð og hefur sjálfsagt fyrir- gefið okkur, að við vorum ekki eins fræg eins og við töldum okkur vera. Ritað á haustdögum 2000 Gísli Helgason Með smá aðstoð frá mömmu get ég sjálfur! Frá Tölvumiðstöð fatlaðra A ðalfundur Tölvumiðstöðvar fatlaðra var haldinn þriðjudaginn 30. maí /I að 9. hæð í Hátúni lOa, en þar er hún nú til húsa. Aðalfund eiga að jL sækja tveir fulltrúar írá hverju eignarfélagi Tölvumiðstöðvar þ.e. stjórnarmenn T.f. og varamenn þeirra, en félögin eru: Blindrafélagið, Félag heyrnarlausra, Landssamtökin Þroskahjálp, Sjálfsbjörg landssamband, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Öryrkjabandalag íslands. Þess má þá geta í leiðinni að Öryrkjabandalagið leggur árlega til 200 þús. kr. til starfseminnar, eitt eignarfélaga, enda 4 eignarfélög innan ÖBÍ. Forstöðu- maður Tölvumiðstöðvar er Sigrún Jóhannsdóttir og stýrir afar vel fjölþættri starfsemi og ráðgjöf ýmiss konar. Því miður hefiir ekki fengist fjármagn til að ráða annan starfsmann, en á því hin brýnasta þörf, en rekstrarijármagn kemur frá félagsmálaráðuneyti í gegnum þjónustusamning. í skýrslu forstöðumanns er víða komið við og hér minnt á örfá atriði glöggrar upptalningar. Starfsemin byggist á faglegri ráðgjöf, upplýsinga- miðlun og samvinnu við fagaðila. Ráðgjöfin felst í leiðbeiningum um val og notkun á tölvubúnaði, forritum og sérbúnaði fyrir fagaðila - ráðgjöf veitt skólum og öðrum stofhunum. Á síðasta starfsári komu 183 einstaklingar í heimsókn, ijölmennastir eru foreldrar 51 og þá fatlaðir 41, annars kennarar, þroskaþjálfar, iðjuþjálfar o.fl. Höfð var samvinna við 43 skóla og stofnanir og er það rösklega gjört með öðru af einum starfsmanni. Tölvumiðstöðin stóð fyrir 5 námskeiðum og fræðslufundum m.a. á Bíldu- dal og alls sóttu þessa fundi og námskeið 158 svo víða fer hróður stöðv- arinnar. Tölvumiðstöðin var með sérstakan bás á sýningunni Liðsinni í Perlunni og forstöðumaður tók virkan þátt í undirbúningi þeirrar sýningar. Leitast er við að hafa gott úrval af tölvutengdum búnaði til prófunar og vel er fylgst með öllum tækninýjungum. Aðalfundurinn var ánægjulegur mjög en rætt um nauðsyn þess að lagst væri á árar með forstöðumanni um aukið fjármagn svo unnt yrði að ráða viðbótar- starfskraft. Stjórnarformaður er Vilmundur Gíslason, framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, en fulltrúar ÖBÍ eru: Ólöf Rikarðsdóttir aðalfulltrúi í stjórn og Guðríður Ólafsdóttir til vara. Merku starfi er mætavel fagnað. H.S. 40

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.