Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Qupperneq 50

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Qupperneq 50
Með brest í boga Hún María Skagan sem áður hefur ágætlega verið kynnt hér til sögu er nýbúin að gefa út einkar hugnæma ljóðabók sem hlýtur að höfða til allra ljóðaunnenda. Hún María sem býr í Sjálfsbjargarheimilinu Hátúni 12 valdi eitt ljóðanna sinna sjálf til birtingar og ritstjóri valdi svo annað sem hefur beina tilvísun í nafn bókarinnar: Með brest í boga. Hún María er ekki orðmörg í ljóðum sínum en því meira býr á bak við orðin. Fyrst ljóðið Högg sem María valdi sjálf: Högg aldrei fá á sig högg. Á leið út í bílinn í sjúkrakörfunni sá ég konu á dökkri buxnadragt ganga hjá léttum fjaðrandi skrefum og það var eins og tónlist við texta hvítra skýhnoðranna í bláma haustsins. Hún gekk í vestur þangað sem hún vildi fara ung og frjáls. Það er svo óralangt síðan, síðan ég hneig niður þar sem ég var að raka fyrstu ljá sumarsins á hólnum og tókst með naumindum að skríða heim í bæ hrífan eftir á hólnum brotin. Ef til vill hafði einnig hún fengið á sig högg um veturinn. Vonandi aldrei. Og svo kemur hér ljóðið sem ritstjóri valdi: Skyldi Með brest í boga reyni ég að leika á brostinn streng alla þá drauma er ég átti mér í æsku. Skyldi nokkur heyra hljóm í því sargi? Og vandlátur lesandi ljóðanna vildi fá þetta birt að endingu: Síðan Ég fæddist í hriplekum torfbæ. Síðan hef ég alltaf verið hrifin af sundlaugum. María Skagan Vonandi mundi þessi unga kona sem gekk svo frjálsum skrefum þangað sem hún vildi fara Nýjar gestaíbúðir í Sj álfsb j argarhúsinu Teknar hafa verið í notkun tvær nýjar gestaíbúðir í Sjálfsbjargarhúsinu Hátúni 12. Algengt er að fólk utan af landi sem er að leita sér lækninga eða sinna öðrum erindum í Reykjavík dvelji í íbúðunum. Sjúkrarúm er í íbúðunum svo og tvíbreiður svefnsófi þannig að um er að ræða svefnpláss fyrir þrjá. Ibúðirnar eru búnar öllum helstu nauðsynjum og eru aðgengilegar fólki í hjólastólum. Gestir geta keypt sér máltíðir í mötuneyti Sjálfsbjargarheimilisins gegn sanngjörnu verði. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 552-9133. Bára Aðalsteinsdóttir félagsmálafulltrúi. 50

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.