Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 55

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 55
í sönnu sólskinsskapi. Frá ferð Dvalarfólks. Styrkveitingar hvers konar ber að efla sem allra mest, því affaksturinn er einkar góður. Sumarið 1999 fór Öryrkjabandalag íslands út í þá nýbreytni að gjöra samning við BSRB um afnot af sumarbústöðum þess í Munaðarnesi fyrir okkar fólk og þá alveg sérstak- lega sem ekki ættu völ á dvöl í sumarbústað á niðurgreiddu verði i gegnum sitt stéttarfélag. Alls voru teknar 10 vikur frá í þessu skyni, þessi nýbreytni vel kynnt af starfsmanni okkar, Helga Hróð- marssyni, sem hafði af framkvæmd allri veg og vanda. Allar vikurnar voru fullnýttar og vikugjaldið í algjöru lágmarki en að sjálfsögðu greiddi Öryrkjabandalagið verulegar upphæðir með þessari sumardvöl. Með tilliti til þess hversu vel þessu var tekið var vikunum nú í sumar ijölgað og þegar þetta er ritað hafa þær allar verið vel nýttar við mikla ánægju dvalargesta, enda veðrið til sumardvalar í Munaðarnesi hið besta lengst af. 1 blaðinu næst er frásögn eins dval- argests og segir hún meira en mörg orð ritstjóra um dýrmæti þessarar framkvæmdar. Helgi Hróðmarsson á sannan heiður skilinn fyrir sína ágætu umsjón með þessari nýbreytni. Frumvarp til laga um félags- þjónustu ásamt með fylgifrum- vörpum sínum mun örygglega verða eitt af meginmálum næsta þings. Ekki er enn vitað hvort ríkisstjómin kýs að afgreiða málið fyrir áramót eða þá á vorþingi en eins og menn vita gjörir frumvarpið ráð fyrir gildis- töku nýrra laga l.jan. 2002. Því er ekki að leyna að álitaefni þykja mörgum mikil og efi er í ým- issa hug um hverjar afleiðingar verði fyrir fatlaða almennt og þá einnig fyrir ákveðna hópa þeirra. Meginspurning lýtur að því hvort þessi löggjöf, svo almenn sem hún er, fær leyst sérlög um málefni fatlaðra fyllilega af hólmi, því auðvitað er gjörð sú krafa til nýrrar lagasetningar að hún færi fötluðum aukinn og tryggari rétt, horfi til framfara í hverri grein og þar koma ýmsar efasemdir upp í hugum manna. Öryrkjabandalaginu er það nauðsyn í þessu máli að eining innan þess og félaga þess verði sem allra mest um álitsgjörð til Alþingis, að menn tali sem mest einum munni um allt það er máli skiptir. Vinnufundur um þessi mál var því haldinn um miðjan september og frá honum og niðurstöðum hans greint hér sérstaklega. Þar voru mál til mergjar krufin og góður grunnur lagður að heildarályktun. Hin einstöku félög bandalagsins þurfa eflaust þessu til viðbótar að fara ofan í ýmis sérmál þannig að tryggt sé að hin nýja löggjöf, ef af verður, tryggi sem best hag allra þeirra sem þangað þurfa að leita rétt- ar síns. Enn skal því ítrekað að til slíkrar löggjafar þarf vel að vanda og hnýta alla lausa enda fyrirfram svo lög- gjöfin megi leiða til farsældar. Ýmsir innan okkar raða eru svo einfaldlega á móti yfirfærslunni og sjá í henni hættur ýmsar s.s. mismikla möguleika sveitarfélaganna til að sinna verkefiiinu, flóknu og marg- þættu. Aðrir efast stórlega um ávinn- ing og því þarf að ná niðurstöðu innan bandalagsins sem allir geta við unað, því í svo afdrifaríku máli dugir engin meirihlutaákvörðun sem óein- ing getur skapast um með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum fyrir mála- flokkinn í heild sinni. Eitt er okkur alveg morgunljóst sem hér á vettvangi vinnum, að okkar fólki á landsbyggðinni er mun síður sinnt en fólki hér á höfuðborg- arsvæðinu, þó allra götu sé reynt að greiða sem best. Nálægðin við skrifstofuna, það að geta gengið hér inn hvenær sem er til upplýsingaöflunar, til að fá úr erind- um sínum leyst, þetta skapar óneitan- lega mikla mismunun við þá sem í íjarlægð eru og verða oftar en ekki að láta símtölin ein nægja. Raunar er hið algenga viðkvæði þar að fólk svo fjarri vettvangi eigi erfiðara um alla úrlausn mála sinna og njóti ekki eins vel þeirrar almennu fyrirgreiðslu sem bandalagið veitir og eru það vissu- lega orð að sönnu. Bandalagið þarf einfaldlega með einhverjum hætti að nálgast sitt fólk sem fjær er, að það fái fundið það glöggt að þeirra hagsmunir, þeirra sérstaða á ýmsan veg sé að fullu virt og metin og til móts við það komið svo vel sem unnt er. Fundir með fólki á landsbyggðinni eru ein aðferðin og fróðlegt að vita hversu fundalota á Austurlandi muni gagnast til framtíðar. Landsbyggðarmanni lengstan hluta ævinnar þykir sem þessi þáttur hafi allt um of verið vanræktur og einkan- lega finnur hann til sakarefnis á hendur sér nú þegar þrettán ára starfsferli er að ljúka. Von hans sú að Austurlandsfundir nú séu aðeins upphafið að öflugri sókn bandalagsins úti á landsbyggð- inni. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.