Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.05.2020, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 16.05.2020, Qupperneq 20
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hefur síðan 1956 verið árviss og næstum jafn áreiðanlegur vorboði og lóan. Kannski bara aðeins falskari á stundum. En nú er bleikum söngfuglum víða um lönd brugðið þar sem Eurovison 2020 varð COVID-19 að bráð. Eða því sem næst. Glimm- erglansandi Júróvísjón-fólkið er nefnilega hjúpað regnbogalitri áru óbilandi bjartsýni og ódrepandi lífsgleði sem stappar stundum nærri fullkominni veruleikafirr- ingu. Þannig að víða er bullandi Júró- visjón-stemmari í gangi og enn sem fyrr klýfur þetta sígilda og safaríka þrætuepli drjúgan hluta þjóðarinn- ar í misstórar fylkingar þeirra sem hata keppnina, elska að hata hana, hata að elska hana og auðvitað þá sem elska að elska hana. Fagra gleði… Lífsafstaða skattborgarans ræður eiginlega öllu um hversu mikið hann fær fyrir nefskattinn til Rík- isútvarpsins þessa vikuna þar sem sögulegt messufallið hefur berg- málað sem aldrei fyrr í hásal Efsta- leitis, þar sem áhorfendur eru ýmist hrifnir eldi eða engjast sem í vítis- loga. „Rúmlega fimm tíma Eurovision- dagskrá á fimmtudagskvöldi, þótt það sé engin Eurovision. Þessari þjóð er officially ekki viðbjargandi,“ skrifaði Ásgeir H. Ingólfsson, menn- ingarrýnir, á Facebook á meðan Íslandsdeild Evrópusöngsambands- ins lét öllum illum látum í Sjón- varpinu þar sem Daði Freyr hefði í fullkomnum heimi verið að syngja Think About Things í Rotterdam. Flosi Jón Ófeigsson formaður FÁSES, Félags áhugafólks um Ekkert stöðvar Júrósins þunga nið COVID-19 náði ekki að kveða Eurovision alveg í kútinn því RÚV hefur kynt vel undir bráðabirgða Júró-gleðinni sem nær seinna hámarki vikunnar í kvöld, þótt engin keppni verði í Rotterdam. Flosi Jón fer stoltur fyrir íslenska aðdáendaklúbbnum sem þarf ekki einu sinni að styðjast við margrómaða höfðatöluna til þess að teljast stór á evrópskan mælikvarða. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva, lítur Júrósilfrið eðlilega allt öðrum augum og er hæstánægður með tökin sem RÚV tók vandann. „Spennan var á fimmtudagskvöld sem var okkar kvöld vegna þess að það snerist um hvaða landi við gáfum 12 stig. Þannig að þarna var tilfinningin sterkust fyrir Eurovisi- on-aðdáandann og við erum voða ánægð að RÚV skuli gefa okkur þetta,“ segir Flosi og bætir við að nær því að upplifa Gísla Martein Baldursson lýsa úrslitunum í raun og veru, verði ekki komist að þessu sinni. Tár falla En þetta er samt ógeðslega fúlt, er það ekki? Þetta er málamiðlun sem þið gerið ykkur greinilega alveg ánægð með en er þetta samt ekki bara ógeðslega súrt? „Jú, jú og svona án gríns þá veit ég um aðdáendur sem eru bara búnir að fella tár í vikunni, því þeir missa af að hitta vini sína,“ segir Flosi og á þá við fólk úr harðasta kjarnanum sem væri undir eðlilegum kringum- stæðum í hringiðu atburðanna í Rotterdam. „Þessi spenna og stemning sem er á keppninni sjálfri, er í raun og veru ekkert sem hægt er að lýsa í ein- hverjum svona sjónvarpsþáttum, og maður upplifir það sko ekkert í ein- hverri beinni útsendingu hjá RÚV.“ Je ne sais quoi „Ég er búinn að fara á hverju ári síðan 2010 þegar ég fór að styðja Heru Björk með Je ne sais quoi í Osló. Þannig að ef allt væri eðlilegt þá væri ég í Hollandi í búbblunni svokölluðu og væri lítið sofinn. Það er aldrei mikið sofið þessa vikuna þegar maður er úti,“ segir Flosi og hlær dátt. „Þessi búbbla er í raun og veru bara orðið fjölskyldan manns sko, númer tvö, sem maður hittir þarna einu sinni á ári,“ segir hann og gengst við trega fjarverunnar. „Maður reynir bara ekki að hugsa mikið um það, en ég veit alveg um aðdáendur sem eru alveg dolfallnir, en hafa kannski látið tilfinningarn- ar aðeins taka yfir og fellt nokkur tár. Partísamband Evrópu „Ég var nú bara rólegur með eigin- manninum að horfa og njóta með popp og kók, segir Flosi um fimmtu- dagskvöldið, en býst við að „taka kannski vel á því“ í kvöld þegar hann fer í klassískt Júrópartí ásamt fleiri félögum í FÁSES. „Þar erum við að fara að hittast á Zoom,“ heldur Flosi áfram, en vegna fjöldatakmarkana samkomubanns neyðist Júróvisjón-fólkið til að sam- einast í gleðinni á samskiptafor- ritinu. „Allir sem eru með einhvers konar partí, sama hvort það er eins manns partí eða aðeins f leiri, geta hist ÉG VEIT ALVEG UM AÐDÁ- ENDUR SEM ERU ALVEG DOLFALLNIR EN HAFA KANNSKI LÁTIÐ TILFINN- INGARNAR AÐEINS TAKA YFIR OG FELLT NOKKUR TÁR. með okkur á Zoom og dansað með Eurobandinu sem verður með ball í Hörpu.“ Flosi segir FÁSES vitaskuld fyrst og fremst aðdáendaklúbb fyrir Íslendinga sem elska Eurovision, en héðan liggi þó víða þræðir rósfingr- aðrar sönggyðjunnar. „En Ísland er bara svo vinsælt land hjá aðdá- endum út um allan heim, þannig að smá prósenta af meðlimum okkar er erlendis. Maður hittir þetta lið yfir- leitt á keppninni sjálfri og við ætlum að reyna að tengja okkur saman á Zoom fyrst þetta er nú svona.“ FÁSES var stofnað 2011 og hefur að sögn Flosa vaxið og dafnað nokkuð vel. „Við höfum verið meðal stærstu klúbbanna í Evrópu og meira að segja án þess að miða við höfðatölu. Við erum bara frekar stór klúbbur,“ segir formaðurinn hlæjandi. Eigi skal gráta Daða Frey „Þetta er hluti af lífi manns og maður byrjar í desember að horfa á for- keppnirnar, svo eykst spennan og svo kemur Söngvakeppnin og þá verður allt vitlaust og hámarkinu er náð hérna heima þegar við finnum okkar atriði. Þótt Flosa takist að halda aftur af tárunum og einhverjir félaga hans reyni að brosa í gegnum sín, harma þau sigurinn sem Daði okkar Freyr hefði getað unnið á því merkisári 2020. „Þetta er náttúrlega enn þá grát- legra þegar atriðið er eitthvað sem maður bara dáist að og er stoltur af, eins og í ár. Og já það er svolítið þannig að þetta er enn grátlegra þegar það var jafnvel möguleiki á sigri,“ segir Flosi og finnur glufu til þess að negla þessa tilfinningu, stöngin inn. „Ég held að f leiri geti kannski tengst okkur og skilið okkur núna vegna þess að Evrópukeppninni í knattspyrnu verður líka frestað og knattspyrnuáhugamenn hljóta að finna þetta líka. Það verður ekkert í sumar,“ segir Flosi og hlær. Þórarinn Þórarinsson thorarinn@frettabladid.is 1 6 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R20 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.