Fréttablaðið - 16.05.2020, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 16.05.2020, Blaðsíða 22
Flest ár er píanóleikarinn Víkingur Heiðar á far-aldsfæti ríf lega helming daganna, en nú á tímum heimsfaraldurs hefur lokun tónleikahúsa og verulega skertar samgöngur gert það að verkum að hann er heima. Sem varð meðal annars til þess að hægt var að láta áralangan draum hans og eiginkonunnar Höllu Odd- nýjar um sjónvarpsþætti verða að veruleika. Við mælum okkur mót í húsa- kynnum RÚV þar sem þau hjón sitja þessa dagana ásamt Agli Eðvarðs- syni, framleiðanda þáttanna sem fengið hafa nafnið Músíkmolar, við síðustu fínpússningu, en fyrsti þátt- urinn fer í loftið nú á sunnudaginn. „Þetta eru stuttir þættir, 10 mín- útur hver, sem eru teknir upp á sviði Eldborgar en þó eins og við værum bara heima í stofu að spjalla. Egill gerir þetta allt svo ótrúlega vel, það er vandað til hvers skots og búið að hugsa fyrir öllu, það er svo gott að finna að maður er í þannig umhverfi. Þannig getum við líka verið afslöppuð og spjallað, því við vitum að við erum í góðum höndum,“ útskýrir Halla sem er mætt aðeins á undan eiginmanni sínum sem enn situr í framleiðslu- herberginu. Þættirnir sýna þau hjónin á sviði Eldborgar fyrir tómum sal að gera það sem þau gera svo mikið af, ræða um tónlist. „Við tölum um þessi tón- verk sem Víkingur hefur verið að spila og taka upp og það sem hann var með í fingrunum frá nýjustu plötunni, verk Rameau, Debussy og Bach, og svo laumuðust einhverjir gamlir kunningjar með.“ Halla Oddný er sjálf lærð í píanó- leik og hefur áður spilað með eigin- manni sínum í sjónvarpi en hlær þegar hún er spurð hvort hún láti ljós sitt skína á því sviði í nýju þátt- unum: „Ég lét það alveg vera, við erum með ágætan mann í því,“ segir hún í léttum tón. Græddu tíma saman Hjónin Víkingur Heiðar Ólafsson og Halla Oddný Magnúsdóttir nýttu sér það svo sannarlega að Víkingur kemst ekki til tón- leikahalds í útlöndum og nutu samverunn- ar með ungum syninum auk þess að flytja og framleiða sjónvarpsþættina Músíkmola. Víkingur Heiðar og Halla Oddný spjalla mikið um tónlist heima fyrir og ákváðu að koma því spjalli í stutta sjónvarpsþætti sem teknir eru upp í Eldborgarsal Hörpu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Eins og fyrr segir eru þættirnir teknir upp fyrir tómum sal Eld- borgar og viðurkennir Halla að til- finningin sé sérstök. „Það fyndna við Eldborg er að þetta er svo þver- sagnakennt rými og getur alveg virkað sem notaleg stofa ef rétt er haldið á spöðunum. Við ræðum mikið tónlist okkar á milli, en ég hef sagt í gríni að þetta sé öðrum þræði heimild um þær skelfilegu aðstæður sem við bjóðum syni okkar að alast upp við, með þessum nördalegu foreldrum. En það er svona sem við tölum um músík, það er mjög óformlegt og létt og við erum ekki að kenna neinum tónmennt eða neitt slíkt. Við segjum líka sögur, eins og til dæmis hvernig spurningum Vík- ingur stendur frammi fyrir þegar hann er að spila tónlist frá átjándu öld og það er hnakkrifist í sérfræð- ingasamfélaginu um hverja einustu skrautnótu. Mönnum finnst hann jafnvel vera að fremja einhvers konar helgispjöll með því að spila tónlistina á nútíma Steinway-flygil, því hún er skrifuð fyrir sembal. Það eru heitar tilfinningar, sem er það dásamlega við þetta – fólki er ekki sama.“ Víkingur og Halla gerðu fyrir nokkrum árum tvær þáttaraðir fyrir RÚV sem hétu Útúrdúr og höfðu þau margoft rætt að gera meira í svipuð- um anda. „RÚV hafði sýnt því áhuga að fara í slíka framleiðslu með okkur, en Víkingur hefur verið nánast stöð- ugt erlendis í tónleikaferðum og því ekki gefist tími til neins slíks.“ Blómstrandi baðstofumenning Að öllu jöfnu hefði það sama verið uppi á teningnum núna, en þar sem Víkingur er landfastur hér kom upp sú hugmynd hjá þeim hjónum að ráðast í verkefnið. „Mér finnst þessi baðstofumenn- ing sem hefur fengið að blómstra á heimilum fólks í þessu sam komu- banni svo falleg, og þetta er liður í því að ýta undir hana. Ég hef heyrt af fjölda fullorðins fólks sem hefur farið að æfa sig aftur á píanó. Maður hefur orðið vitni að mörgu skemmtilegu sem fólk hefur farið að sinna fyrir sjálft sig, enda höfum við öll mikla þörf fyrir eitthvað fallegt og uppbyggilegt í þessu ástandi. Þó svo að slakað hafi verið á samkomubanninu eru enn ýmis höft í gildi og svo eru það allir þessir viðkvæmu hópar sem enn eru í óvissu. Nú vitum við ekkert hvernig þetta verður, fólk er enn áhyggju- fullt þó að brúnin sé farin að lyftast eftir þennan slag. Við höfum trú á að falleg músík sé góð fyrir sálina í fólki og finnst þetta því kjörið tæki- færi.“ Halla bendir á að mikið hafi verið um beint streymi á tónlist. „Það er frábært og mikil gróska og kraftur, en að sama skapi nær það bara ákveðið langt að horfa á beint streymi sem einhver tekur upp á símann sinn með misjöfnum hljóð- gæðum. Okkur fannst alla vega rosalega gaman að geta gert hlutina með góðri hljóðupptöku, frábærri upptökustjórn og þessum rosalega flottu fagmönnum á öllum póstum. Þótt það sé mikils virði að geta brugðist hratt við og geta gert hlutina hráa, þá eru ákveðin gæði í þessu sem alla vega ég var farin að sakna. Þetta á auðvitað ekki að koma í stað þess að fara á tónleika en það er kannski líka ágætt að fólk finni fyrir að það sakni þess að vera á staðnum.“ Gegndarlaust þakklæti Það er augljóslega mikið um tónlist á heimilinu en ætli það sé aðeins klassík? „Við hlustum mikið á klassík, það væri óheiðarlegt að neita því. En við hlustum líka á djass og ýmis- legt popp og rokk, en ég ætla ekkert að láta eins og við séum eitthvað meira kúl en við erum,“ segir Halla og brosir. Halla segir samkomubannið hafa lagst nokkuð vel í fjölskylduna sem nú hefur verið sameinuð á Íslandi vikum saman. „Við erum þakklát fyrir að hafa ekki þurft að fara í sótt kví og að enginn í okkar innsta hring hefur veikst. Maður verður að muna það. Við eigum líka vini víða um heim og þegar maður horfir upp á fólkið sem má ekki fara út af heim- ilum sínum er þakklætið, fyrir að vera ekki fastur inni í illa loftkældri lítilli íbúð í stórborg, gegndarlaust.“ Hálft árið á faraldsfæti Víkingur er sestur hjá okkur og eru þau hjón sammála um að nóg hafi verið að gera undanfarnar vikur. „Við höfum bæði haft nóg að gera þó að ég hafi ekki verið að umpotta eða baka súrdeigsbrauð eins og margir. Þetta verkefni hefur tekið sinn tíma og svo hefur Víkingur verið að streyma ýmsu og ég þá verið kameru- og tæknimaður. Svo hefur sonurinn verið alfarið heima, enda ekki kominn inn á leikskóla og því í nægu að snúast,“ segir Halla. „Hliðarverkunin af þessu ástandi er svo að Víkingur hefur fengið að vera heima hjá fjölskyldunni og maður er þakklátur fyrir það,“ segir Halla. „Ég var að telja þetta, ég held ég hafi verið einhverja 160-70 daga erlendis árið 2019 svo þetta var nánast annar hver dagur. Samt var ég óvenju mikið heima því við eignuðumst barn,“ segir Víkingur og það er augljóst að hann hefur notið þessa óvænta frís vel. „Fólk var mjög bratt þó að það hafi átt að vera augljóst í hvað stefndi, þar til allt í einu allt lokað- ist. Ég var að spila í Amsterdam dagana 6. og 7. mars fyrir fullum sal Concertgebouw, sem ég held að taki rúmlega 2.000 manns í sæti og vik- una á undan var ég að spila í París. Það mátti heyra á fólki að það hélt Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is Framhald á síðu 24  ÞAÐ ER EITTHVERT FRELSI Í ÞESSARI MENNINGU, EINS OG HÚN ER FÁRÁNLEGA GÖLLUÐ LÍKA. ÞAÐ ER ÓMÓTSTÆÐILEGT. Víkingur 1 6 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.