Fréttablaðið - 16.05.2020, Síða 24

Fréttablaðið - 16.05.2020, Síða 24
hvað Ísland er æðislegt og vilji bara vera hér í þessu umhverfi, með tengslin við allt þetta góða fólk sem maður á að. Það er líka eitthvað við það að setja barnið á íslenskan leikskóla og inn í þetta pínulítið villta, en skemmtilega samfélag. Ef maður ber það saman við til dæmis Berlín, sem er líka frábær barnaborg, þá eru svo margir kostir sem Ísland hefur fram yfir. En við erum auð- vitað Íslendingar, svo maður er ekki hlutlaus, en það eru vissulega styttri boðleiðir. Það er einhver villimennska og frelsi sem maður vill ekki alveg hefla af. Það er eitt- hvert frelsi í þessari menningu, eins og hún er fáránlega gölluð líka. Það er ómótstæðilegt,“ segir Víkingur og heldur áfram: „Þýska skólakerfið, án þess að ég vilji gagnrýna mikið, er þann- ig uppsett að foreldrar verða að ákveða mjög snemma, með barninu eða fyrir það, hvað það vill leggja fyrir sig. Það eru strax í kringum ellefu ára aldur barnsins teknar stórar ákvarðanir. Þetta finnst mér hrikalegt. Ég á vini sem eiga börn á þessum aldri sem eru að fara í svona samræmd próf sem ákvarða fram- tíð þess. Mamma barnsins er bara hætt að vinna svo þau geti kennt honum að f lytja fyrirlestra og svo framvegis.“ „Gömlu hverfin í Berlín hafa yngst upp mjög hratt, svo það er komin rosaleg samkeppni,“ segir Halla. Erum bara svo eftir á Víkingur og Halla hafa verið par frá því um tvítugt eða í um fjórtán ár og eignuðust sitt fyrsta barn fyrir rétt rúmu ári. „Það hefur bara verið svo mikið að gera,“ segir Halla en Víkingur bætir við: „Við erum bara svo eftir á.“ Þau hlæja bæði en eru sammála um að þau hafi viljað vera búin að koma undir sig fótunum áður en þau bættu við barni. „Sjálfur er ég glaður að við eign- uðumst ekki barn fyrr – líf okkar hefur að mörgu leyti verið svolítið kreisí. Ég hef fyrst núna smá vald yfir lífi mínu, til að geta verið pabbi. Það tekur svo langan tíma, svo mörg ár, að byggja upp ferilinn. Ég þurfti lengi vel að segja já við öllu. Eitt er að fá að spila með þessum geggjuðu hljómsveitum og svo framvegis, en hitt er að fá að gera það þegar maður vill og þá tónlist sem maður vill. Það kemur miklu seinna, það er fyrst núna sem ég hef náð því. Þá getur maður farið að skipuleggja líf sitt betur, að fá að vera pabbi og vera ekki alltaf með hjartslátt yfir næstu viku. Nú getur maður farið að minnka stressfaktorinn aðeins,“ segir Víkingur, ákveðinn í að einfalda líf sitt í framtíðinni. „Ætlunin er að spila þéttari túra, f leiri tónleika á skemmri tíma. Nú er ég að skipuleggja tónleika árin 2022 og 2023 og jafnvel 2024, enda bókað langt fram í tímann í þessum bransa.“ Eins og fyrr segir hefur verið í nægu að snúast hjá þeim hjónum undanfarnar vikur, ekki síst þar sem þau voru að kaupa sér hús og flytja. „Það er ágætt fyrir svona ofvirkan mann eins og mig að hafa nóg við að vera þessa dagana og það hefur þurft að gera eitt og annað.“ Aðspurður hvort hann sé hand- laginn svarar Víkingur ákveðið neitandi, en Halla bætir við: „Það væri mjög vond forgangsröðun að setja þig í að smíða. Það er aðeins meira í húfi en fyrir marga aðra sem gætu klemmt sig.“ „Ég er ekki verkheppinn. Við notum ekki orðið verklaginn heldur verkheppinn,“ segir hann í léttum tón. Halla: „Það er frekar ég sem tek naglana. En ég er meiri varfærnis- manneskja. Ég vil hugsa málið og stundum svæfi ég bara hlutina í nefnd á meðan Víkingur vill meira hjóla í þá.“ Víkingur: „Ætli ég sé ekki óþol- andi manneskjan í sambandinu á meðan hún er sú þolandi.“ Halla: „Við erum óþolandi hvort á sinn hátt. Það er fallegt jafnvægi í þessu.“ Víkingur: „Ég er mjög hvatvís og ef ég fæ hugmynd vil ég kýla á hana strax.“ Halla: „Ég finn oft góðum hug- myndum ýmislegt til foráttu og er efasemdamanneskja í mér.“ Víkingur: „Þú stoppar líka margt sem þarf að stoppa.“ Þetta er tími tilrauna Verkefni undanfarinna vikna hafa einnig verið í tónlistinni, þrátt fyrir að tónleikahald hafi legið niðri og það er augljóst að allir leggjast á eitt til að finna nýjar leiðir til að koma listinni til fólksins. „Ég tók þátt í Piano day hjá Deutsche Grammophon, þá spilaði ég og Halla tók það upp á símann heima í stofu. Þetta var 15 mínútna upptaka og ég var ekki einu sinni með míkrófón. Svo voru 850 þúsund manns sem horfðu á þetta, án þess að maður hefði lagt mikið í pródúk- sjónina,“ segir Víkingur hissa. „Fram undan er svo verkefni sem ég held að aldrei hafi verið gert áður. Ég er að fara að taka þátt í píanókonsert með Fílharmóníu- hljómsveit Bergen í Noregi, en ég spila einleikspartinn í Hörpu. Þetta verður sem sagt píanókonsert á milli landa. Ég veit ekki til þess að það hafi verið gert áður. Það þarf svona aðstæður til þess að fólk þori að gera svona hluti. Þetta er tími til- raunanna. Þetta er rosalega skrítið. Að ein- hverju leyti svolítið einmanalegt, en að mörgu leyti líka svo frelsandi. Að vera alltaf heima og þurfa ekki að fara klukkan fimm upp í Leifsstöð. Maður aðlagast hratt og ég fæ alveg viðbrögðin sem ég þarf í gegnum þessi verkefni sem ég hef verið í. Það er magnað hvernig bransinn hefur aðlagað sig.“ „Þú hefur nú samt saknað þess að fara á svið,“ segir Halla. „Já, maður þrífst náttúrlega á þessu,“ svarar Víkingur. „Það er gott að vera jákvæður en það er líka gott að finna að maður saknar þess sammannlega,“ segir hún. „Ég held að þessi reynsla verði að mörgu leyti góð fyrir fjölskyldu- lífið. Við þurfum ekki að f ljúga svona mikið eða vera sífellt föst í umferð á morgnana, við erum búin að læra að það er hægt að vinna mikið meira heima og það er gott fyrir börnin að foreldrarnir séu meira heima,“ segir hann að lokum. í mesta lagi að það yrði tekin pása fram í lok apríl. Umræðan var allt önnur og það var ekkert augljóst að tónleikar væru að fara að hætta í Concert- gebouw, en svo fimm dögum eftir að ég spilaði þar var bara búið að loka. Ég átti að vera með heimsfrum- flutning í Helsinki og heilmikið af stórum viðburðum sem ég hlakkaði mikið til og var búinn að undirbúa lengi. Þegar þetta hverfur skyndi- lega allt er það sjokk, praktískt sjokk, skyndilega er ég bara atvinnulaus, með engar tekjur en fullt af skuldbindingum eins og allir. En maður fær ákveðið per- spektív við að sitja heima við hesta- heilsu að hugsa: Hvað á maður að gera?“ Spilar vikulega í tómri Eldborg Eins og fyrr segir höfðu þætt- irnir verið í umræðunni hjá þeim hjónum í mörg ár, en Víkingur aldrei verið nógu lengi á landinu til að hægt væri að láta hugmynd- ina verða að veruleika. „Nú kom það óvænt upp að ég er á landinu í langan tíma, en þá er auðvitað ekkert sjálfsagt að það sé hægt að láta þetta gerast svona hratt. Það er svolítið íslenskt og hluti af sjarma Íslands að svona lagað sé mögulegt. Að við skulum hafa fengið inni í Hörpu, sem að mínu mati er tón- listaraltari Norður-Evrópu, er stór- kostlegt, hvað þá að við séum þar þremur vikum eftir að við látum okkur dreyma um það. Þetta eru stórar stofnanir sem við erum að vinna með, RÚV og Harpa, sem maður hefði búist við að væru þung- lamalegar, en þær tóku okkur inn með hraði sem er svo fallegt og ég verð að gefa yfirmönnum þessara stofnana hrós fyrir það.“ Víkingur viðurkennir að það sé skrítin tilfinning að spila fyrir tómum Eldborgarsal. Hann ætti þó að vera farinn að venjast því, enda hefur hann undanfarið verið staðarlistamaður í þættinum Front Row í breska ríkisútvarpinu, BBC, sem teknir eru upp í Hörpu viku- lega. „Það er að mörgu leyti sér- stakt verkefni, því það er stærsta públíkum sem ég hef spilað fyrir en einhverjar milljónir manna hlusta á þáttinn, en á sama tíma er ég í galtómum sal. Þetta er skrítin þversögn. Ég fíla það reyndar mjög vel og ætti náttúrlega bara að vera á baðsloppnum því stemningin er svo heimilisleg,“ segir Víkingur í léttum tón. „Ómurinn í salnum er auðvitað allt annar þegar hann er tómur. Þetta er svolítil Palli var einn í heim- inum fílingur,“ segir Víkingur og er handviss um að þættirnir muni eiga sérstakan stað í hjarta þeirra beggja seinna meir, enda heimild um undarlega tíma. Hann er spurður hvort það hafi alltaf verið hugmyndin að taka þættina, sem hafa verið svo lengi á teikniborðinu, upp í Eldborgarsal. „Nei, glætan, það er ekki séns. Þessi salur er aldrei laus nema kannski klukkan sex á aðfangadagskvöld og mögulega á gamlárskvöld. Það að maður fái svona sal helst í hendur við þessa undarlegu tíma.“ Vilja ala soninn upp á Íslandi Þau hjón bjuggu um árabil í Berlín og eru þar enn með annan fótinn, en nú er stefnan að pakka saman og koma alfarið heim, enda bæði sam- mála um að viðhorfið hafi breyst við komu sonarins fyrir rúmu ári. „Við þorum reyndar ekki að segja upp leigunni, því það er algjörlega óljóst hvenær við komumst út til að pakka niður búslóðinni. Þar er aðal- flygillinn okkar og mikið af tónlist- arnótum og fleiru,“ segir Víkingur. „Það er dásamlegt að geta haft ömmur og afa og aðra ættingja í nálægð, en þegar ég var í Berlín var ég oft ein á meðan Víkingur var á tónleikaferðalögum,“ segir Halla. „Ég held að það sé mjög algengt að þegar fólk eignast barn sjái það Víkingur og Halla eignuðust son fyrir rúmu ári, en Víkingur segist fyrst núna hafa það vald yfir lífi sínu að geta verið pabbi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Framhald af síðu 22  VIÐ HÖFUM TRÚ Á AÐ FALLEG MÚSÍK SÉ GÓÐ FYRIR SÁLINA Í FÓLKI OG FINNST ÞETTA ÞVÍ KJÖRIÐ TÆKIFÆRI. Halla ÞAÐ TEKUR SVO LANGAN TÍMA, SVO MÖRG ÁR, AÐ BYGGJA UPP FERILINN. ÉG ÞURFTI LENGI VEL AÐ SEGJA JÁ VIÐ ÖLLU. Víkingur 1 6 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.