Fréttablaðið - 16.05.2020, Side 32

Fréttablaðið - 16.05.2020, Side 32
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Það er hressandi að þvo gluggana, enda gefa hreinir gluggar ferskan blæ. Það spáir sól um helgina og þá æpa óhreinindi vetrarins á gluggarúður húsanna. Eitt af skemmtilegu vorverkunum er gluggaþvottur og einkar ánægju- legt að sjá afrakstur erfiðisins í skínandi hreinum gluggum sem skerpa sýn á bjart vorið og litríkan gróðurinn sem nú er að vakna. Auðvelt er að búa til eigin rúðuúða, með því að blanda saman ½ til 1 dl af borðediki í einn lítra af vatni. Sömuleiðis er gott að blanda nokkrum dropum af upp- þvottalegi og sirka einum desilítra af borðediki út í eina fötu af volgu vatni, þvo gluggana með svampi og fara yfir með gluggasköfu úr gúmmíi að lokum. Heimagerðan rúðuúða er hægt að setja í blómaúðabrúsa. Edikið klýfur fitu sem liggur í óhreinind- um og myndar gljáa á rúðurnar. Munið að þurrka vel yfir með þurrum, mjúkum klút jafnóðum. Pússið glerið með gömlum dag- blöðum, krumpið blöðin í höndina og nuddið vel. Prentsvertan í dag- blöðunum eykur gljáa. Gleymið ekki gluggakistunum. Þær er best að þvo með volgu vatni og uppþvottalegi. Gott er að pússa sólbekki úr steini með dagblöðum og ösku, ef þeir eru svartir. Best er að þvo glugga þegar sólin skín ekki á þá, því annars þornar glerið of hratt og skilur eftir sig kám og tauma á rúðunni. Þvoið glugga að utan með ediks- blöndu eða vatni og uppþvottalegi. Þurrkið strax með gluggasköfu, alltaf í sömu átt. Spegla er gott að þvo með örtrefjaklút, undnum úr köldu vatni, og þurrka vel á eftir með mjúkum klút. Heimild: Leiðbeiningastöð heimilanna, leidbeiningastod.is Inn með litadýrð vorsins! Hér eru tvær uppskriftir sem eru sumarlegar og henta vel á grillið. Það er einfalt að grilla lax og hann verður mjög góður eldaður þannig. Síðan eru það lambakótelettur en þær geta aldrei klikkað. Bara passa að brenna þær ekki. Grillaður lax með krydduðu núðlusalati Mjög góð uppskrift sem vert er að prófa í góða veðrinu. Það er þægilegt að grilla lax og með þessu flotta salati verður til sumarleg og góð máltíð. Uppskriftin miðast við fjóra. 600 g laxaflak án beina og roðs 1 tsk. salt ½ tsk. nýmalaður pipar 1 msk. olía til að pensla með Chilli-dressing 1 msk. chillimauk (sambal oelek) 2 msk. olía Safi og börkur af einni límónu 1 dl sæt sojasósa eða hoisin-sósa Núðlusalat 100 g eggjanúðlur 3 vorlaukar 1 mangó Sjóðið núðlurnar eftir leiðbeining- um á umbúðum, kælið síðan undir rennandi köldu vatni. Blandið öllu saman sem á að fara í chilli-dress- inguna. Skerið vorlauk og mangó. Blandið chilli-dressingu saman við núðlurnar og hrærið vorlauk og mangó saman við. Ágætt er að leyfa þessu að vera í að minnsta kosti hálftíma í ísskáp. Skerið laxinn í um það bil 150 gramma stykki. Penslið með olíu og bragðbætið með salti og pipar. Grillið laxinn í 2-3 mínútur. Hafið þennan tíma á kröftugum hita en haldið síðan áfram á óbeinum hita undir loki, allt þangað til laxinn er fulleldaður en það fer svolítið eftir þykkt bitanna. Berið fram með núðlusalatinu. Lambakótelettur með grísku salati Lambakótelettur eru alltaf góðar, sérstaklega þegar þær eru grill- aðar. Hérna eru þær gerðar svolítið Miðjarðarhafslegar. Það má hugsa um sand og sól á meðan grillað er. Uppskriftin miðast við fjóra. 800 g marineraðar kótelettur Það má nota tilbúna BBQ-sósu en það er líka hægt að gera sína eigin maríneringu. Hér er uppskrift. 1 dl jómfrúarolía 1/5 sítróna, safinn 1 kvistur ferskt rósmarín 2 hvítlauksrif Salt og pipar Penslið kóteletturnar og leyfið þeim að bíða í um það bil hálftíma. Grillið kóteletturnar á háum hita í tvær mínútur á hvorri hlið. Setjið þá á óbeinan hita og grillið áfram í 3-4 mínútur með loki. Grískt salat 2 tómatar ½ agúrka ½ rauðlaukur Jöklasalat 1 krukka fetaostur 3 dl grísk jógúrt ½ tsk. salt ½ tsk. nýmalaður pipar 1 dl svartar, steinlausar ólífur Skerið tómata í báta, agúrku og lauk í sneiðar. Setjið jöklasalat í skál og tómata, lauk og agúrku yfir ásamt fetaosti og ólífum. Bragðbætið jógúrtina með salti og pipar og hafið sem sósu. Gott er að hafa hvítlauksbrauð með réttinum. Grillsumarið er byrjað Það er komin sumarstemning og þá er upplagt að grilla. Það styttist í að hægt verði að borða utanhúss. Grillaður lax er veislumatur. Laxinn er góður fiskur til að grilla. MYNDIR/GETTY Kótelettur klikka ekki þegar þær eru grillaðar. Matur sem flestum líkar vel. Ljúffengir grillréttir á góðum degi og þá er sumarið komið. Það er veður til að grilla þessa helgi. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 6 . M A Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.