Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.05.2020, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 16.05.2020, Qupperneq 34
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumaður auglýsinga: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Við eigum að koma í söfn til að njóta og hafa gaman en ekki með því hugarfari að ætla að læra Íslandssög- una frá a til ö og nýta heimsóknina í botn. Komum frekar aftur og aftur til að fara í ferðalag um söguna. Margrét segir söfn vilja fá fjöl- skyldufólk í heimsókn til að fræða fróðleiksfús börnin um söguna. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Ég segi stundum að varð-veislu- og rannsóknamiðstöð Þjóðminja safnsins sé eins og hátæknisjúkrahús fyrir þjóð- minjar, þar sem þarf að vera tækni- lega rétt aðstaða til að tryggja varðveislu viðkvæmra minja, með góðu aðgengi til rannsókna og þvervísinda legrar samvinnu. Þar þarf að vera gjörgæsludeild fyrir viðkvæmustu minjarnar, röntgen, rannsóknastofa til forvörslu, kælir og frystir, og loft stýrð rými fyrir mismunandi minjar úr ólíkum efnum, því suma gripi þarf að meðhöndla sérstaklega og veita ákveðna meðferð, sérstaklega forngripi sem finnast við uppgröft og koma upp úr jörðinni. Þannig erum við með sjö rými fyrir mis- munandi minjar; sumar þurfa að vera í þurru og aðrar röku loftslagi, f lestar í hárnákvæmu hitastigi og sérhæfðir starfsmenn meðhöndla gripina á viðeigandi hátt,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir þjóð- minjavörður. Þjóðminjasafn Íslands er til- nefnt til Íslensku safnaverðlaun- anna fyrir varðveislu- og rann- sóknamiðstöðina, sem og útgáfu vefritsins Handbók um varðveislu safnkosts. „Þetta er mikilvægur áfangi fyrir Þjóðminjasafnið, sem er höfuðsafn á sviði menningarminja og ætlað að vera leiðandi fyrir safnastarf um allt land á sínu sviði. Margir hafa lagt hönd á plóg og reynsla og þekking starfsmanna Þjóðminja- safns verið grundvöllur árangurs. Það má segja að Þjóðminjasafnið sé fyrsta safnið sem kemur öllum sínum safnkosti í örugga höfn, við kjöraðstæður. Með því setjum við ný viðmið í safnastarfi á Íslandi, ekki bara fyrir okkur sem störfum á Þjóðminjasafninu, heldur mála- flokkinn í heild og erum að bæta starfsaðstöðu fyrir starfsfólk, fræðimenn, nemendur, fornleifa- fræðinga og aðra, sem þurfa að leita í þeim heimildabrunni sem safnkosturinn er,“ útskýrir Mar- grét. Í umsókn valnefndar segir að „varðveislu- og rannsóknamiðstöð Þjóðminjasafns Íslands, ásamt Handbók um varðveislu safnkosts, sé mikilvægt framlag til minja- verndar á landsvísu. Samstarf og miðlun þekkingar er þýðingar- mikið og sú sérhæfða aðstaða sem sköpuð hefur verið fyrir varðveislu ómetanlegra minja er til fyrir- myndar og íslensku safnastarfi til framdráttar.“ Margrét segir áratuga vinnu liggja að baki miðstöðinni, sem var vígð 5. desember í fyrra. „Heimildabrunnur Þjóðminja- safnsins hefur orðið til á hálfri annarri öld, enda stofnað 1863. Við leggjum ríka áherslu á sam- vinnu við önnur söfn og búum nú í haginn, með aðstöðu til að varðveita allan safnkost og þjóð- minjar í vörslu Þjóðminjasafnsins; jarðfundna gripi og muni sem hafa varðveist frá landnámi til okkar tíma, Ljósmyndasafn Íslands og 65 hús sem eru á ábyrgð Þjóðminja- safnsins um land allt.“ Kórónaveiran nú skrásett Á Safnadaginn verður Þjóðminja- safnið opið og í dag verður opnuð sýning um Vigdísi Finnbogadóttur í tilefni 90 ára afmælis hennar. „Við leggjum mikið upp úr sýningum sem vekja fólk til umhugsunar, í stað þess að sýna bara eitthvað ,,f lott". Við vekjum athygli á hversu magnaður braut- ryðjandi og forseti Vigdís var, og langt á undan sinni samtíð. Hennar leiðarljós voru hlutir sem við leggjum áherslu á í dag, sjálf- bær þróun og samhengi manns og náttúru í fortíð og framtíð. Já, og í samræmi við heimsmarkmiðin sem við hugsun um nú ,“ upplýsir Margrét. Önnur ný sýning er afrakstur þrjátíu ára rannsóknar frá Hofs- stöðum í Mývatnssveit, sem er í samstarfi við Fornleifastofnun Íslands. „Hún sýnir merkar minjar um veisluskála, svo fátt sé talið. Þar hafa fornleifafræðingar varpað ljósi á líf landnámskonunnar Sögu, en með því að greina hauskúpu hennar og bein komu vísinda- menn með tilgátu um hvernig hún leit út í lifanda lífi. Síðast, en ekki síst, vil ég nefna magnaða ljós- myndasýningu Gunnars Péturs- sonar, listræna sýn á umhverfi okkar og hálendi á 20. öld og svo auðvitað Safnahúsið við Hverfis- götu, þar sem er áhrifamikil sýning um okkar sjónræna menn- ingararf.“ Frítt er í Þjóðminjasafnið fyrir börn upp að 18 ára og fullorðnir fá árskort fyrir 2000 krónur. Fjöl- skyldur geta komið í safnið eins oft og fólk kýs fyrir einn aðgöngumiða fyrir fullorðna á ári. „Það er frábær upplifun fyrir fjölskyldufólk að koma í söfn, grúska saman og leyfa börn- unum að fræðast því þau hafa svo mikinn áhuga. Við eigum að koma í söfn til að njóta og hafa gaman en ekki með því hugarfari að ætla að læra Íslandssöguna frá a til ö og nýta heimsóknina í botn. Komum frekar aftur og aftur til að rannsaka spennandi hluti, fara í ferðalag um söguna og pústum svo á kaffihúsinu. Það er hollt, gott og gefandi fyrir krakka að fara í rat- leiki um safnið og í Stofuna til að leika sér, fá hugmyndir og klæða sig upp í gamaldags föt. Ég held að viðhorf margra breytist eftir COVID 19; að fólk vilji vera saman og nota tímann vel. Þá er líka gott fyrir þá sem eru einmana að setjast niður á safni og vera innan um fólk,“ segir Margrét á Þjóðminja- safninu þar sem þessa dagana er unnið að heimildaöflun um lífið á tímum kórónaveirunnar með ljós- myndum og skráningu frásagna almennings. „Við finnum til upplýsingar og jafnvel gripi sem einkenna tíma- bilið og föngum augnablikið til að geta sett upp sýningar síðar. Til að ná því þarf að skrásetja andrúms- loftið; auðar götur, fólk að tala saman í gegnum glugga og fólk á göngu sem víkur þegar það mætir öðrum. Það gerum við á meðan ástandið er og réðum til okkar þrjá ljósmyndara í verkið ásamt því að biðja almenning að senda okkur frásagnir úr kófinu. Þær streyma inn í þjóðháttasafnið okkar.“ Hátæknispítali fyrir fornminjar Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður hvetur fjölskyldur til að koma sem oftast saman í Þjóðminjasafnið, til að grúska, leika og njóta. Safnið er tilnefnt til Íslensku safnaverðlaunanna. Í ljósi heimsfaraldursins COVID-19, eru söfn hvött til að færa við-burði yfir í hinn stafræna heim og vekja þannig athygli á starfi safna, samfélaginu til góðs. FÍSOS og ICOM hvetja alla til að virða reglur almannavarna um að það séu ekki f leiri en 50 manns í hverju rými og virða viðmið um tveggja metra fjarlægð milli fólks. Á hverju ári velur ICOM þema fyrir Alþjóðlega safnadaginn og í ár er yfirskrift dagsins: Söfn eru jöfn: Fjölbreytni og þátttaka allra 2020. Söfn um heim allan munu fagna Alþjóð- lega safnadeginum þann 18. maí og dagana í kring með því að nota stafrænar lausnir vegna COVID- 19. Þátttaka í Alþjóðlega safnadeginum fer vaxandi meðal safna um heim allan. Árið 2019 tóku yfir 37.000 söfn þátt í atburð- inum í 158 löndum. Ýtum undir fjölbreytni Höfuðatriði samfélagslegs gildis safna er möguleikinn á því að bjóða fólki af ólíkum uppruna og með ólíkan bakgrunn að upplifa einstaka hluti. Söfn eru í senn virtar stofnanir og breytingaafl og nú er rétti tíminn til að þau sýni fram á mikilvægi sitt með því að taka þátt í pólitískum, samfélags- legum og menningar- legum veruleika nútíma samfélags með upp- byggilegum hætti. Sú áskorun sem þátt- taka fjölbreytts hóps hefur í för með sér, og þeir erfiðleikar sem fylgja því að fjalla um flókin, samfélagsleg málefni í umhverfi þar sem klofningur eykst stöðugt, er ekki bundin við söfn og menningarstofnanir eingöngu, en þessar stofnanir skipta þó miklu máli, þar sem þær eru í hávegum hafðar í samfélaginu. Sívaxandi væntingar um sam- félagslegar breytingar hafa drifið áfram umræðuna um möguleika safna á að vera jákvætt samfélags- afl, með því að halda sýningar, ráðstefnur, gjörninga og standa fyrir fræðsludagskrám og fram- taksverkefnum. Hins vegar er mikið óunnið í þá átt að sigrast á meðvit uðum og ómeðvituðum breytum sem geta skapað ójöfnuð innan safna, og á milli safna og gesta þeirra. Slíkur ójöfnuður getur tekið til margra atriða; til dæmis þjóð- ernis, kyns, kynhneigðar og kyn- vitundar, félagslegs bakgrunns, menntun ar stigs, líkamlegrar getu, stjórnmálaskoðana og trúar- bragða. Undir yfirskriftinni „Söfn eru jöfn: Fjölbreytni og þátttaka allra“, leitast Alþjóðlegi safnadagurinn 2020 við að verða sameinandi afl, sem í senn fagnar þeim ólíku sjónarmiðum sem finna má í samfélögum og starfsliði safna, og leitast við að koma auga á og sigrast á hvers konar slagsíðu í því sem sýnt er, og þeim sögum sem þar eru sagðar. Sýnileiki á tímum COVID-19 Í tilefni af safnadeginum árið 2020 eru söfn hvött til að vera virk á samfélagsmiðlum þar sem þau deila efni um söfnin og starf þeirra. Þátttakendur eru hvattir til að merkja myndir og færslur með myllumerkjunum #safnadagurinn, #söfnfyrirjafnrétti, #MuseumDay, #IMD2020, #Museums4Equality, á Instagram, Twitter og Facebook. Þá er hægt er að deila stafrænum viðburðum á Facebook-síðum FÍSOS og safnadagsins. Söfn um allan heim Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn ár hvert þann 18. maí af International Council of Museums (ICOM). Söfn um allan heim skipu- leggja dagskrá þann dag, helgina eða jafnvel vikuna alla sem 18. maí ber upp á og hefur það verið gert öll árin síðan 1977. Í dag opnar glæsileg sýning í tilefni af 90 ára afmæli Vigdísar forseta. Afrakstur 30 ára rannsóknar frá Hofsstöðum í Mývatnssveit sýnir merkar minjar og endurgerð á landnámskonu. 2 KYNNINGARBLAÐ 1 6 . M A Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RSAFNADAGURINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.