Fréttablaðið - 16.05.2020, Side 38

Fréttablaðið - 16.05.2020, Side 38
STÖRF HJÁ GARÐABÆ Flataskóli • Aðstoðarskólastjóri • Umsjónarmaður frístundaheimilis Garðaskóli • Húsvörður Leikskólinn Bæjarból • Deildarstjóri Leikskólinn Hæðarból • Leikskólakennari og /eða íþróttakennari Leikskólinn Kirkjuból • Deildarstjóri Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Nánari upplýsingar má finna á ráðningarvef Garðabæjar https://starf.gardabaer.is gardabaer.is Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði haf- og vatnarannsókna og gegnir auk þess ráðgjafarhlutverki varðandi skynsamlega nýtingu og verndun auðlinda hafs og vatna. Mikill hluti starfseminnar tengist al þjóðlegu samstarfi við erlendar hafrannsóknastofnanir og háskóla. Stofn unin rekur auk aðalstöðva í Hafnarfirði starfsstöðvar vítt og breytt um landið, tilraunaeldisstöð, tvö rannsóknaskip og hefur að jafnaði um 190 starfsmenn í þjónustu sinni. Lausar eru til umsóknar tvær stöður nýdoktora við Hafrannsóknastofnun, með starfsstöð í Hafnarfirði. 1 – Nýdoktor á sviði flotahegðunar og hagfræði tengdri útgerð fiskiskipa Staða nýdoktors er auglýst hjá Hafrannsóknastofnun, við starfsstöð stofnunarinnar í Hafnarfirði. Nýdoktornum er ætlað að starfa við rannsóknir á hegðun fiskveiðiflotans og hagrænum hvötum útgerða við bolfiskveiðar á Íslandsmiðum. Um er að ræða þriggja ára stöðu styrkta af Rannís, þar sem nýdoktornum er ætlað rannsaka tækifæri til fiskveiða og aðra þætti þeim tengdum sem stjórna hegðun flotans (heildarafli, samsetning afla, sókn, staðsetning fiskiskipa, stærðarsamsetning, væntur þéttleiki þorsks, veiðarfæri osfrv.) og tengja metnu afurðaverði, sem byggt er á markaðsgögnum, og öðrum kostnaði sem stýrir hagnaði, til þess að skilja betur hvernig aðstæður á markaði geta haft áhrif á stofnþróun og fiskveiðistjórnun. Verkefnið mun nýta lífmælingagögn sem safnað er af Hafrannsóknastofnun auk upplýsinga um landaðan afla, úr afladagbókum og frá fisk- mörkuðum. Æskilegt er því að umsækjendur hafi góðan grunn í gagnagreiningu og haglíkanagerð. Nýdoktorinn mun vinna með tveimur sérfræðingum Hafrannsóknastofnunar, Dr. Pamelu J. Woods og Dr. Bjarka Þór Elvarssyni, auk samstarfs við hagfræðinga og líffræðinga á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands (þeim Dr. Daða Má Kristóferssyni, Dr. Sveini Agnarssyni og Dr. Freydísi Vigfúdóttur) og Umhverfisdeildar Duke háskóla (Dr. Martin Smith). 2 – Nýdoktor á sviði stofnmatsaðferða og vistkerfislíkana Staða nýdoktors er auglýst hjá Hafrannsóknastofnun, við starfsstöð stofnunarinnar í Hafnarfirði. Nýdoktornum er ætlað að starfa við smíði stofnmats- og vistkerfislíkana af vistkerfi sjávar á hafsvæðinu í kringum Ísland. Um er að ræða þriggja ára stöðu styrkta af Rannís þar sem nýdoktornum er ætlað að vinna að 1) þróun einstakra þátta í aldurs- og lengdarháða líkanaumhverfinu Gadget og R-pakka því tengdu 2) rannsaka getu Gadgets til að ráða við einstaka tilvik með hermunarprófum og 3) vinna með öðrum vistkerfislíkanasmiðum til þess að tengja Gadget sem stofnmatsforrit í vistkerfishermunum Atlantis. Verkefnið mun nýta lífmælingagögn sem safnað er af Hafrannsóknastofnun auk upplýsinga um landaðan afla, úr afladagbókum og frá fisk- mörkuðum. Því er kostur að umsækjendur hafi góðan grunn í gagnagreiningu, tölfræðilegri líkanagerð og stofnmati. Nýdoktorinn mun vinna með tveim sérfræðingum Hafrannsóknastofnunar, Dr. Pamelu J. Woods og Dr. Bjarka Þór Elvarssyni, auk samstarfs við tölfræðinga við Háskóla Íslands (Dr. Gunnar Stefánsson) og við Landbúnaðarháskólann (Dr. Erla Sturludóttir). Báðar stöður: Umsækjendur þurfa að hafa lokið doktorsprófi í líffræði, auðlindastjórnun, hagfræði, verkfræði, tölfræði eða hagnýtri stærðfræði. Æskilegt er að umsækjandi hafi: • Sýnt fram á kunnáttu í tölfræði auk meðhöndlunar og úrvinnslu stórra gagnasetta • Reynslu af tölfræðilegri líkanasmíði: o Nýdoktor 1: geti sýnt fram á kunnáttu við smíði hag-, vistfræði- eða líffræðilíkana o Nýdoktor 2: geti sýnt fram á kunnáttu á stofnmatsaðferðum fiskistofna eða tölfræðilegri líkanagerð • Góða þekkingu á forritunarumhverfinu R auk almennrar forritunarkunnáttu • Birtingar í ritrýndum fræðitímaritum • Reynslu af þverfaglegri teymisvinnu • Getu til að vinna sjálfstætt og sem hluti af hóp Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra náttúrufræðinga hafa gert. Umsóknir skulu fylltar út á starfatorg.is. Umsóknarfrestur er til og með 4. júní nk. Með umsókn skulu fylgja kynningarbréf, starfsferilsskrá og nöfn tveggja meðmælenda með upplýsingum um hvernig er hægt að ná í þá. Við ráðningu skal leggja fram staðfestingu á doktorsgráðu. Nánari upplýsingar veita Bjarki Þór Elvarsson (bjarki.elvarsson@hafogvatn.is) og Pamela J. Woods (pamela.woods@hafogvatn.is) Two post-doctoral positions available at the Marine and Freshwater Research Institute, Hafnarfjörður, Iceland. 1 - Post-doctoral researcher in fleet dynamics and fisheries economics A position is advertised at Marine and Freshwater Research Institute (MFRI) in Hafnarfjörður, Iceland, for a post-doctoral researcher to work on fleet dynamics and fisheries economics of the Icelandic cod stock (Gadus morhua). This is a three-year position funded by a grant received from the Icelandic Research Fund (“United under one cod: complexities of cod fishing and their utility”), in which the post-doctoral researcher will be expected to fit a spatial choice model by linking spatial information in cod fishing opportunities and attributes of fishing activity (catch amount, bycatch amount, effort, location and timing of catch, expected size composition, expected cod density, gear, location and timing of capture) with attribute-specific prices, especially related to size and predicted from a hedonic price model, and other factors that control profitability, to better understand how market factors can influence stock dynamics and fisheries management. This project will use biological samples from MFRI survey and catch data, fisheries logbook data, and fish market data, so candidates with both a strong background in data analysis and fisheries economics modeling are ideal. The researcher will be located at the MFRI (working alongside Drs. Pamela J. Woods and Bjarki Þ. Elvarsson), which is a leading research institute in northern marine ecosystem science and houses a diverse and lively team of researchers in a friendly work environment.Work will also be in close collaboration with economists at the University of Iceland, Faculty of Economics, School of Social Sciences (Drs. Daði Már Kristófersson, Sveinn Agnarsson, and Freydís Vigfúsdóttir), and Duke University Nicholas School of the Environment (Dr. Martin Smith). 2 – Post-doctoral researcher in stock assessment and ecosystem dynamics A position is advertised at Marine and Freshwater Research Institute (MFRI) in Hafnarfjörður, Iceland, for a post-doctoral researcher to work on stock assessment and ecosystem modeling of the Icelandic marine ecosystem. This is a three-year position funded by a grant received from the Icelandic Research Fund, in which the post-doctoral researcher will be expected to 1) develop components of the Gadget length- and age-based modeling framework and R package user interfaces to aid in its online accessibility, 2) simulation-test Gadget’s performance under various conditions, and 3) work with ecosystem modelers to link Gadget to as an operating assessment model in ecosystem simula- tions using Atlantis. This project will use MFRI survey and catch data, fisheries logbook data, and fish market data, so candidates with both a strong background in statistics and stock assessment modeling are ideal. The researcher will be located at the MFRI (working alongside Drs. Pamela J. Woods and Bjarki Þ. Elvarsson), which is a leading research institute in northern marine ecosystem science and houses a diverse and lively team of researchers in a friendly work environment., Work will also be in close collaboration with statisticians at the University of Iceland (Dr. Gunnar Stefánsson, Mathematics Department, School of Engineering and Natural Sciences) and the Agricultural University of Iceland (Dr. Erla Sturludóttir, Department of Agricultural Science). For both positions: Required Qualifications: PhD. In biology, ecology, natural resource science or management, economics, engineering, statistics, or applied mathematics Desired Qualifications: • Demonstrated capabilities in statistics and analysis of large data sets • Modeling skills: o Post-doc1: Demonstrated capabilities in economic, ecological, or biological modeling o Post-doc 2: Demonstrated capabilities in stock assessment or related statistical modeling • Fluency in R statistical programming and other programming skills • Peer-reviewed publication history • Interdisciplinary experience • Works well in a team and independently Salary payments are in accordance with labor union contracts negotiated between the Ministry of Finance and the Economy and the Félag íslenskra náttúrufræðinga (Association of Icelandic Naturalists). To apply, please send an application to starfatorg.is no later than June 4, 2020. The application must consist a letter of interest, a C.V., and two references with contact information. Upon hiring a certificate of completion of doctoral studies will be required. For further information contact Pamela J. Woods (pamela.woods@hafogvatn.is) or Bjarki Þór Elvarsson (bjarki.elvarsson@hafogvatn.is) 0 Tryggingar og raogjof 0 Tryggingar og raogjof Tryggingar og ráðgjöf ehf. óskar eftir starfsmanni í skráningu og þjónustu vegna áhættumats á persónutryggingum. Starfið felur í sér utanhald um gögn, þýðingar, samskipti við viðskiptavini, ráðgjafa, birgja og heilbrigðisstofnanir. Hæfnikröfur: • Jákvæðni í starfi. • Mjög góð enskukunnátta í rituðu og töluðu máli. • Frumkvæði og skipulagshæfni. • Færni í mannlegum samskiptum. • Reynsla í áhættumati í persónutryggingum er kostur en ekki skilyrði en viðkomandi fær viðeigandi þjálfun fyrir starfið. • Bakgrunnur í hjúkrunarfræði eða á sviði heilbrigðis- fræða er kostur. • Reynsla úr störfum í heilbrigðiskerfi er kostur. Um er að ræða fullt starf í dagvinnu. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Vinsamlegast sendið umsókn (ferilskrá og kynningar- bréf) á storf@tryggir.is. Umsóknarfrestur er til 26. maí 2020. Nánari upplýsingar veitir Ásgerður Ágústsdóttir asgerdur@tryggir.is. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Tryggingar og ráðgjöf ehf. er löggilt vátryggingamiðlun staðsett í Sóltúni 26, 105 Rvk. Nánar um starfsemi T&R er að finna á www.tryggir.is.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.