Fréttablaðið - 16.05.2020, Page 42

Fréttablaðið - 16.05.2020, Page 42
Hlutfall: Fullt starf Tegund: Kennsla Slysavarnaskóli sjómanna leitar að kennara Umsóknarfrestur til 31.05.2020 Sjá nánar á Job KennariVERITAS LEITAR AÐ ÖFLUGUM LIÐSMANNI Í STERKA HEILD! Umsóknarfrestur er til og með 25. maí Tekið er við umsóknum í gegnum ráðningarvef Veritas, www.veritas.is. Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið. Nánari upplýsingar veita Hákonía J. Guðmundsdóttir, deildarstjóri upplýsingatæknideildar, hakonia@veritas.is og Pétur Veigar Pétursson, starfsmannastjóri, petur@veritas.is. Hugbúnaðarsérfræðingur Við leitum að metnaðarfullum og öflugum forritara, sem hefur áhuga á að vinna með m.a. Dynamics NAV, vefþjónustur og Sharepoint, til að slást í upplýsingatæknihóp Veritas. STARFSSVIÐ • Greining á þörfum, tæknilegum kröfum og hönnun hugbúnaðarlausna sem styðja við vinnuferla Veritas samstæðunnar • Þátttaka í þróun upplýsingatækni innan Veritas samstæðunnar • Forritun lausna HÆFNI • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. tölvunar- eða hugbúnaðarverkfræði • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð • Lausnamiðuð hugsun, þjónustulund, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum ÞEKKING OG REYNSLA • Reynsla og góð þekking á Dynamics NAV • Áhugi á að vinna með m.a. Sharepoint og vefþjónustur • Þekking á Microsoft umhverfi: Visual Studio, .NET, SQL, Powershell er kostur • Góð tækniþekking og geta til að setja sig inn í ný kerfi og umhverfi Veritas sérhæfir sig í rekstri fyrirtækja á sviði heilbrigðisþjónustu. Veritas er móðurfélag fyrirtækjanna Artasan ehf., Distica hf., MEDOR ehf., Stoð hf. og Vistor hf. Fyrirtækið er kjölfesta samstæðunnar og veitir þjónustu til dótturfyrirtækjanna svo þau geti einbeitt sér að kjarnastarfsemi sinni. Nánar á www.veritas.is Við leitum að faglærðum málmiðnaðarmönnum til starfa. Starfið felst í fjölbreyttri nýsmíði og uppsetningum. Sjá heimasíðu fyrirtækisins www.jso.is Áhersla er lögð á frumkvæði, áreiðanleika, létta lund og þjónustulipurð auk sjálfstæðra vinnubragða og samstarfshæfni. Íslenska eða góð ensku kunnátta er skilyrði. Umsóknir sendast á jso@jso.is Skólastjóri Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri er fyrir nemendur í 1.-10. bekk. Í skólanum eru 140 nemendur og þar starfa um 30 starfsmenn. Kjörorð skólans er Jákvæðni – Metnaður – Virðing – Heiðarleiki. Skapandi greinar fá mikið vægi í skólastarfinu, gott samstarf er við leikskólana og áhersla er lögð á góða samvinnu við heimilin. Skólar og fjölskyldusvið Sveitarfélagsins Árborgar vinna að styrkingu heildstæðrar nærþjónustu við börn, foreldra og skóla. Áhersla er lögð á snemmtæka íhlutun, öflug tengsl skóla og skólastiga og skólaþróunarverkefni sem unnin eru í anda lærdómssamfélagsins. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leið- togahæfni og hefur mikla reynslu og þekkingu á grunnskóla- starfi. Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf fyrir starfsheitið kennari, framtíðarsýn umsækjanda varðandi þróun skólastarfs og annað sem skiptir máli. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2020. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: • Veita skólanum faglega forystu • Virk þátttaka í þróun og skipulagi skólastarfs í Árborg • Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri skólans • Samstarf við fjölskyldusvið, bæjaryfirvöld og aðila skóla- samfélagsins Menntunar- og hæfnikröfur: • Leiðtogahæfni, metnaður og áhugi á skólaþróun er skilyrði • Leyfisbréf grunnskólakennara og kennslureynsla á grunn- skólastigi er skilyrði • Þekking og reynsla af rekstri og stjórnun er skilyrði • Framhaldsmenntun í stjórnun eða uppeldis- og kennslu- fræði er mikill kostur • Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti • Sérstök áhersla er lögð á að viðkomandi búi yfir lipurð í samstarfi og mannlegum samskiptum Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitar- félaga og KÍ v/SÍ. Starfshlutfall 100%. Umsóknarfrestur er til 29.05.2020. Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Hjartarson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, thorsteinnhj@arborg.is Sími 480-1900. Umsókn ásamt starfsferilskrá og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið skal skila í gegnum ráðningarvef sveitarfélagsins http://starf.arborg.is/storf/Default.aspx Ertu góður stjórnandi og með brennandi áhuga á menningu og fólki? Við leitum að deildarstjóra í nýtt menningarhús Borgarbókasafnsins í Úlfarsárdal Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem við búum í. Reykjavíkurborg vinnur gegn mismunun á vinnu- markaði og hvetur innflytjendur, fatlað fólk, hinsegin fólk og fólk á öllum aldri til að sækja um störf hjá borginni. Í Úlfarsárdal rís skóli, bókasafn og menningarmiðstöð, sundlaug og íþróttamiðstöð. Áætlað er að Borgarbókasafnið opni þar menningarhús á vormánuðum 2021. Bókasafnið í Úlfarsárdal mun starfa í mikilli nánd og samvinnu við sundlaug staðarins ásamt því að lögð verður mikil áhersla á góða samvinnu við Dalskóla og frístundastarf í hverfinu. Deildarstjóri ber ábyrgð á stjórnun og rekstri bókasafnsins; sýningum, fræðslustarfi, dagskrá og viðburðum ásamt því að eiga gott samtal við nærsamfélagið í hverfinu. Deildarstjóri hefur jafnframt yfirumsjón með margvíslegri þjónustu við ytri og innri viðskiptavini Borgarbókasafnsins. Starfssvið: • Umsjón og ábyrgð á daglegum rekstri menningarhússins í Úlfarsárdal. • Stjórnun mannauðs. • Eftirfylgni samninga og samvinna við aðrar stofnanir í húsinu • Gerð og eftirfylgni starfs- og fjárhagsáætlunar fyrir menningarhúsið. • Situr í stjórnendateymi Borgarbókasafnsins sem tekur stefnumarkandi ákvarðanir um starfsemi, rekstur og stefnumótun safnsins. Hæfniskröfur • Háskólaprófs á framhaldsstigi (MA/MS) eða; Háskólaprófs á fyrsta stigi (BA/BS) auk mikillar starfs- og stjórnunarreynslu á viðkomandi sérfræðisviði. • Viðamikil reynsla og þekking á menningarstarfi. • Haldbær þekking, reynsla og hæfni á sviði stjórnunar. • Þekking og/eða reynsla af innleiðingu breytinga. • Þekking á starfsumhverfi opinberrar stjórnsýslu er kostur. • Metnaður, frumkvæði, hugmyndaauðgi og sjálfstæði í starfi. • Færni og geta til að vinna undir álagi og að sinna mörgum viðfangsefnum. • Færni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki. • Gott vald á íslensku og ensku ásamt hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. Þekking á norðurlandamáli er kostur. • Nákvæmni, vandvirkni, almenn þekking á tölvunotkun ásamt áhuga og getu til að tileinka sér nýjungar. Næsti yfirmaður er borgarbókavörður. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Upplýsingar um starfið gefur Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður, palina.magnusdottir@reykjavik.is, s. 4116125. Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjendur gera grein fyrir hæfni sinni í starfið. Umsóknarfrestur er til og með 25.5.2020. Umsóknir skulu sendar á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.