Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.05.2020, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 16.05.2020, Qupperneq 74
Jóhanna María Einarsdóttir johannamaria@frettabladid.is Sigrúnu áskotnaðist forláta rauð kommóða þegar amma hennar flutti inn á hjúkrunar- heimili. „Amma hafði átt kommóð- una lengi og það var hún sem málaði hana rauða. Við söndunar- ferlið sá ég glitta í bæði hvítt og grátt undir rauða lakkinu sem lýsir svo vel tíðarandanum þegar amma var húsmóðir. Þá nýtti fólk allt og ef eitthvað úreltist var málningarum- ferð skellt á, í stað þess að kaupa nýtt. Amma gerði það sama við stóla og önnur húsgögn. Setti bara nýtt áklæði og þá var komið nýtt húsgagn,“ segir Sigrún, sem hefur verið sjálfstætt starfandi grafískur hönnuður og leiðsögumaður, frá janúar 2019. Samhliða er hún að klára þyrluflugnám. Eiginmaður hennar, Birgir Már Sigurðsson, er einnig grafískur hönnuður og eigandi Þoran distillery, sem fram- leiðir Marberg gin, á Suðurhellu 8, Hafnarfirði. Vildu ekki að forstofan minnti á tómat og sinnep Aðspurð hvort það hafi aldrei komið til greina að halda rauða litnum segir Sigrún að kommóðan hafi þurft á hressingu að halda. „Við gerðum kommóðuna upp til að hafa í forstofunni, sem við vorum nýbúin að mála karrígula. Liturinn, sem nefnist Hemmi Gunn, kemur frá Slippfélaginu. Við höfðum áhyggj ur af því að það myndi minna of mikið á tómat- sósu og sinnep að halda rauða litnum. Við tókum því mið af litahringnum, enda bæði miklir litaspekúlantar og völdum fallegan grænbláan lit.“ Sigrún og Birgir eru dugleg að smíða og endurgera hús- gögn fyrir heimilið. „Biggi hefur komið sér upp góðri aðstöðu og tækjakosti til ýmissa smíðaverk- efna í framleiðslunni í Hafnarfirði. Þar er nóg pláss og gott að stússast í svona vinnu.“ Sigrún sandaði niður öll lakk- og málningarlög sem kommóðan hafði fengið gegnum tíðina. „Ég tók skúff urnar úr, juðaði allt yfirborð með hjámiðjujuðara sem Biggi hafði keypt í Byko. Við það mynd- ast fínt ryk svo það var gott að geta gert þetta úti í góða veðrinu. Ég mæli með því að nota hlífðargler- augu, andlitsgrímu og málningar- galla. Rykið fer út um allt! Þegar ég hafði náð mestu af gömlu málningunni af og mattað kommóðuna niður, grunnaði ég með hvítum akrýlgrunni sem lakkmálningin tollir vel við og þornar vel á.“ Það auðveldar þrifin að nota vatnsleysanlega akrýl- málningu frekar en olíu. Næst var kommóðan lökkuð með Eliza- beth Taylor (Fröken Fix blanda) úr Slippfélaginu. „Gljástigið fæst frá möttu í háglans. Ég valdi að hafa hana eins matta og mögulegt er. Það er hlýlegt og tónar við restina af heimilinu.“ Tvær umferðir með rúllu gefa góða þekju og jafna áferð. Það var tilviljun að litirnir á veggnum og kommóðunni kallast á við einkennisliti Marberg gins, sem eru innblásnir af sjómennsku. Tilviljun að litapallettan minnir á ginið Grafíski hönnuðurinn og gönguleið­ sögumaðurinn Sigrún Sæmundsen sat ekki auðum höndum í sam komu­ banni og tók forstofuna í gegn. Gönguleiðsögumaðurinn og graf- íski hönnuðurinn Sigrún Sæmund- sen. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Kommóðan var rauðlökkuð þegar Sigrún fékk hana frá ömmu sinni. Sigrún sandaði niður kommóðuna og grunnaði með akrýlgrunni. Hér er búið að fara tvær umferðir með Elizabeth Taylor bláum. Góð ákvörðun var að spreyja fætur gyllta. Það lyftir kommóðunni og gefur henni skemmtilegan sjarma. Kommóðan kemur svona líka frábærlga út með karrý- gula litinn í bak- grunni. FRÉTTA- BLAÐIÐ/ERNIR Blái liturinn minnir á hafið og guli kemur frá vitunum í Reykjavíkur- höfn, landfest um og sjómanna- göllum. „Þess má geta að Biggi tekur á móti áhugasömum hópum, allt að 15 manns, í skoðunarferð um framleiðsluna, sem endar með smakki á gininu góða. Það er nóg pláss til að fara eftir reglum land- læknis.“ Einnig fæst Marberg gin í vínbúðum, fríhöfn og á völdum börum í bænum. Á tímum sam- komubanns og varkárni er tíminn vel nýtt ur í vöruþróun og eru spennandi nýjungar væntanlegar frá Þoran distillery. Að lokum voru fæturnir spreyj- aðir með Montana gullspreyi úr Slipp félaginu. „Mér fannst skemmtilegt að láta glans inn í málminum mæta möttu hús- gagninu. Þá er kommóðan lág og það lyftir henni frá gólfinu að hafa fæturna tvílita.“ Það er mikilvægt að sækja sér þekkingu og þiggja ráðleggingar ef húsgagnið á að haldast fínt í lengri tíma. Það gerir allt miklu einfald- ara og minnkar líkur á mistökum. „Ég kynnti mér málið á YouTube og nýtti meðal annars kennslumynd- bönd á heimasíðum málningar- framleiðenda. Svo voru strákarnir í Slipp félaginu hjálplegir að vanda.“ FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Nán ri upplýsi ar um blaðið veitir Jóhann Waage sölu- og markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 550 5656 / johannwa ge@frettabladid.is Laugardaginn 23. maí gefur Fréttablaðið út sérblaðið FERÐAST UM ÍSLAND Í þessu skemmtilega blaði er fjallað um ferðalög innanlands í sumar á þessum óvenjulegu tímum þar sem að landinn mun efalaust ferðast talsvert um landið okkar fagra. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 6 . M A Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.