Fréttablaðið - 16.05.2020, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 16.05.2020, Blaðsíða 82
sett vorum við eitt sárafárra fyrir- tækja þar sem konur voru í meiri- hluta enda sitjum við systurnar þrjár allar í stjórn.“ Fjölskyldan býr öll á sömu þúf- unni í Hveragerði rétt hjá fyrir- tækinu og það er mikill samgangur þeirra á milli. „Mamma hefur verið hryggjar- stykkið og gert okkur kleift að sinna ok kar stör fum. Það er ómetanlegt og ég held að ekkert okkar væri á þeim stað sem við erum ef hennar framlags hefði ekki notið við. Þegar mamma þurfti að fara í mjaðmaskiptaaðgerð fyrir nokkrum árum fékk hún að heyra að hún yrði sett á þriggja ára bið- lista því vegna aldurs væri hún ekki þjóðhagslega hagkvæm. Við systur vorum svo sannarlega ósammála þeirri greiningu.“ Á móti aldursflokkun fólks Meðfram formennsku sinni hjá Samtökum iðnaðarins hefur Guð- rún sinnt formennsku fyrir Lífeyris- sjóð verslunarmanna og Landssam- tök lífeyrissjóða. „Ég er á móti því að við f lokkum fólk og það sé ákveðið að þú megir ekki vinna eftir einhvern ákveðinn aldur, ef einhver vill þiggja þína starfsorku og þú sjálfur treystir þér til, finnst mér að fólk eigi að fá að ráða þessu sjálft. Joe Biden, sem vill verða forseti Bandaríkjanna, er 78 ára og fáir tala um að hann sé of gamall í starfið. “ Guðrún lét af formennsku í Sam- tökum iðnaðarins á dögunum eftir sex ára setu en samkvæmt lögum samtakanna getur formaður ekki setið lengur. „Ég hef þurft að bjóða mig fram árlega og hlotið kosningu svo ég hef ekkert gengið að for- mennskunni vísri. Þetta er búinn að vera rosalega góður tími og það er gott fyrir svona samtök að það sé eðlileg endurnýjun rétt eins og er árlega í stjórninni.“ Umhverfismálin mikilvæg Aðspurð segist Guðrún ekki vera ákveðin í hvar hennar félagsmála- kraftar finni sér farveg þegar hún lætur af formennsku. „Ég hef oft verið spurð að því hvernig ég nenni að standa í þessu og það sem er ótrúlegast er að það eru eiginlega bara konur sem spyrja. Ég hef eigin- lega svarað öllum eins, að ef maður hefur áhuga á viðskiptum og á því samfélagi sem maður lifir og starfar í og nýtur þess að vera innan um fólk þá er þetta algjört draumastarf. Ég held að það sé bara gott að hætta núna, ég held ég hafi ekki klúðrað neinu.“ Þegar Guðrún er spurð út í stöðu iðnaðar hér á landi svarar hún að í sínum störfum hafi hún helst lagt áherslu á menntun, nýsköpun, umhverf ismál og loftslagsmál. „Þetta er allt hægt að tengja saman. Síðustu misseri höfum við fundið fyrir því að framleiðsla á Íslandi hefur átt undir högg að sækja og það er mikið áhyggjuefni. Nú í þessum hremmingum finnum við aftur á móti meiri samslátt með innlendri framleiðslu en oft áður. Almenn- ingur gerir sér betur grein fyrir mikilvægi hennar og þá sérstaklega matvælaframleiðslunnar. Í mínum huga er þetta mikið meira umhverfismál en nokkuð annað. Af hverju reynum við ekki að nota þær gjafir sem okkur eru gefnar til að framleiða það sem við getum hér og spara þannig ærinn flutningskostnað, gjaldeyri og kol- efnisspor? Ég hef einnig verulegar áhyggjur af stöðu stóriðjunnar. Við erum ekki samkeppnishæf í raforku- verði miðað við löndin í kringum okkur svo staða stóriðjunnar er slæm. Ég fagna því að Landsvirkjun hefur lækkað verð til stórnotenda og þannig komið til móts við þau fyrirtæki. Við erum minnt á það núna að við erum algjörlega háð útlöndum. Ef við ætlum að halda uppi öflugu velferðarkerfi verðum við að búa til útf lutningstekjur. Við verðum að leggja áherslu á menntun og hlúa að nýsköpun til að búa til f leiri stoðir. Heilt yfir er ég mjög sátt við aðgerðir ríkisstjórnarinnar en auð- vitað er staðan grafalvarleg. Hver hefði getað séð fyrir að hér yrðu um sextíu þúsund manns án atvinnu?“ Versti kosturinn að gera ekkert Eins og fyrr segir situr Guðrún í stjórn næststærsta lífeyrissjóðs landsins, Lífeyrissjóðs verslunar- manna, og fer jafnframt með for- mennsku í Landssamtökum lífeyr- issjóða en hvert er að hennar mati hlutverk lífeyrissjóðanna í endur- reisn atvinnulífsins? „Lífeyrissjóðirnir hafa alltaf tekið það hlutverk alvarlega að styðja við íslenskt atvinnulíf og það má kannski segja að það hafi að hluta til verið hornsteinn lífeyrissjóða- kerfisins. Við getum ekki horft fram hjá því að lífeyrissjóðir eru stærstu fjárfestar á Íslandi í dag, það streymir fé inn í sjóðina frá lands- mönnum og það hlýtur að vera hagur landsmanna að byggja hér upp fleiri störf eða tryggja störfin. Nú erum við hvött til að fjár- festa í nýsköpun og við vitum að þar er áhættan meiri og þess vegna hentar það sjóðunum betur að fara inn í gegnum sjóði. Fjárfesting í nýsköpun er áhættusöm og því er hætt við að gagnrýni á slíkar fjár- festingar verði meiri en ella. En verum samt minnug þess að það er eðli fjárfestinga. Sumt gengur betur en annað en að gera ekki neitt það er alltaf versti kosturinn. Sjóðirnir eru komnir með um 40 prósent eigna sinna í útlöndum sem mér finnst mjög gott, en ég get líka sagt á móti af hverju viljum við byggja upp atvinnulífið í öðrum löndum en ekki okkar?“ Sögusagnir hafa verið á kreiki um að Guðrún stefni í pólitík en systir Guðrúnar, Aldís Hafsteins- dóttir, er bæjarstjóri Hveragerðis fyrir Sjálfstæðisf lokkinn. „Ég hef aldrei leitt hugann að pólitískum ferli. Ég er mjög stolt af systur minni og þeirri staðreynd að hún er nú á sínu fjórða kjörtímabili sem bæjar- stjóri og að það er kynslóð í Hvera- gerði sem hefur alist upp við að það sé kvennastarf. Ég hef verið mikill stuðningsmaður hennar og litið svo á að hún sjái um þessa hlið í fjöl- skyldunni. Ég ætla þó ekkert að neita því að einhverjir hafa spurt mig, en minn metnaður hefur ekki legið þar. Ég held að það sé erfitt fyrir fólk úr atvinnulífinu að koma inn í umhverfið á Alþingi þar sem hlut- irnir ganga oft og tíðum hægar.“ Hættið að segja nei Guðrún er óhrædd við að taka að sér verkefni og segist oft hafa verið fengin til að tala við kvennahópa. „Ég hef þá sagt við þær: „Hættið að segja nei og hættið að efast. Strák- arnir kasta sér oft ósyndir í djúpu laugina og troða síðan bara mar- vaða. Við eigum að gera þetta líka.“ Ég lifi svolítið eftir þessu mottói: Taktu að þér verkefni og mikið máttu vera léleg ef þú klúðrar þessu. Syntu! Það var kannski það sem ég lærði þarna 23 ára. Mér finnst mikilvægt í atvinnu- lífinu að allir hafi hlutverk. Líka þeir sem eru með skerta starfsgetu. Ég er alin upp við að vinnan göfgar manninn, mér finnst gaman að vinna og vinnan skiptir mig máli, að ég eigi eitthvert hlutverk. Því hugsa ég oft, hvernig líður fólki sem hefur ekki þetta hlutverk? Vinnan er svo stór hluti af okkur.“ Guðrún viðurkennir að mörkin milli vinnu og einkalífs séu oft óskýr. „Ég bý við hliðina á Kjörís og var þar til dæmis til miðnættis í gærkvöldi. Ég er alin upp í þessu húsi. Það er engin aðgreining í mínu sjálfi og mér líður ekki eins og ég sé í vinnunni. Ég get gengið um húsið blindandi. Ég tel ekki vinnustund- irnar sem ég vann fyrir samtökin eða lífeyrissjóðina, mér er alveg sama. Ef ég færi að taka upp á því kæmist ég líklega að því að ég væri á lélegu kaupi og yrði fúl. En ég er bara alsæl með þetta eins og það er,“ segir Guðrún í léttum tón. Eignaðist kærasta í árshófinu Guðrún hóf nýverið sambúð með Hans Kristjáni Einarssyni Hagerup gullsmiði. „Ég var einmitt að ræða við vinkonu mína í gær um tíma- mótin sem ég stend á og sagðist kveðja samtökin sátt og bætti svo við að þegar ég liti yfir þennan feril þegar fram líða stundir þá verður líklega það sem stendur upp úr að ég eignaðist kærasta,“ segir Guðrún og hlær en þau Hans kynntust í árs- hófi Samtaka iðnaðarins þar sem hann er félagsmaður. „Við tókum það rólega framan af en hann er f luttur til Hveragerðis svo máttur minn er mikill.“ Þegar við kynntumst hafði ég verið skilin í nokkur ár og leið alltaf betur og betur ein og óttaðist svolítið að gefa sjálfstæðið eftir. En hann er yndislegur og ég nýt mjög samvistanna með honum. Hann kemur með þætti inn í mína tilveru sem gera mér gott. Hann lifir ekki og hrærist í sama umhverfi og ég, hann er í skapandi umhverfi. En þó að hann sé í listsköpun þá held ég því einnig fram að atvinnulífið sé afskaplega skapandi heimur.“ Guðrún og Hans eiga hvort um sig þrjú börnin en aðeins einn sonur Guðrúnar býr enn á heimilinu, hin eru flutt að heiman. „Ég er nýorðin fimmtug og mér finnst mér aldrei hafa liðið betur. Það er alveg ótrú- lega skemmtilegt að verða fimmtug og ekki sjálfgefið að fá að eldast. Ég er farin að setjast í eigin skinni og óhræddari við að segja það sem mér finnst og hugsa lítið út í það hvað öðrum finnst um mig sem er mikið frelsi.“ Guðrún segist óhrædd við að taka að sér verkefni. „Strákarnir kasta sér oft ósyndir í djúpu laugina og troða síðan bara marvaða. Við eigum að gera þetta líka.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR SVO GERIST ÞAÐ 18. APRÍL 1993 AÐ PABBI VERÐUR BRÁÐKVADDUR. VIÐ HÖFÐUM UNNIÐ SAMAN Í UM NÍU MÁNUÐI ÞEGAR HANN FÆR FYRIRVARA- LAUST HEILABLÓÐFALL OG DEYR SAMSTUNDIS, AÐEINS 59 ÁRA GAMALL. Framhald af síðu 28  1 6 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.