Fréttablaðið - 16.05.2020, Síða 92

Fréttablaðið - 16.05.2020, Síða 92
ÞAÐ ER MJÖG GOTT FYRIR MIG AÐ HAFA GULRÓT, EF ÉG HEFÐI EKKI GULRÓT MYNDI ÉG ALDREI GERA NEITT. Mestmegnis teikn­ingar er heiti sýningar á verk­um K r istjáns G u ð m u n d s ­son ar, sem nú stend ur yfir í i8 galleríi á Tryggva­ götu. „Upphaflega ætlaði ég eingöngu að sýna teikningar en eitt verk, allt öðruvísi, bættist við, Ósótt útsýni. Það er gert úr gluggagleri sem ein­ hverjir höfðu pantað í glersmiðju en var aldrei sótt; þar hafa einhverjir draumar farið í vaskinn,“ segir Kristján. Elsta teikningin á sýningunni er frá 2007 og yngstu verkin eru nýjar, stórar, innrammaðar teikningar. „Þetta eru abstrakt verk, teikningar um teikningar, og hafa ekki skír­ skotanir út í lífið, eru bara form. Ég hef lengi verið að fást við svona þrí­ víðar teikningar,“ segir listamaður­ inn. Bók eftir hann, frá árinu 1987, gefin út í Amsterdam, er einnig á sýningunni. Hún er sex síður og í hana teiknaði Kristján mismunandi doppur með kúlupenna. Situr við skrifborðið og skissar Í sýningarskrá segir um verkin: „Hvert verk um sig hefur ákveðin atriði og vísanir en sem heild reyna þau á þanþol teikningar í nútím­ anum. Verk Kristjáns, líkt og allar góðar teikningar, framkalla athygli á því hvernig við tengjumst efnis­ heiminum og tóminu í heiminum.“ Stór verk eru á sýningunni þar sem umgjörðin kostar nokkra smíðavinnu. Kristján segist ekki vinna þá vinnu sjálfur. „Ég sit við skrif borðið og skissa á A4­blöð. Ég er hættur að vinna fýsískt, var f ljótur að koma mér út úr því. Þegar þarf að saga og smíða þá sjá aðrir um það.“ Kristján, fæddur árið 1941, er einn af þekktustu myndlistar­ Verk sem reyna á þanþol teikningar í nútímanum Kristján Guðmundsson sýnir abstrakt verk í i8 galleríi. Bók eftir hann er einnig á sýningunni. Hann vinnur einungis þegar hann langar til. Hann segist hafa fengið gnægð af skemmtilegum tækifærum. „Mér finnst allir tímar góðir og hef komið víða við,“ segir Kristján. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI mönnum þjóðarinnar, var í SÚM­ hópnum margfræga og hefur sýnt víða um heim. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir list sína. Spurður hvaða tími hafi verið hans besti í myndlistinni segir hann: „Það er erfitt að segja. Mér finnst allir tímar góðir og hef komið víða við. Ég hef verið heppinn, er búinn að sýna mikið og hef fengið gnægð af skemmtilegum tækifærum. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta.“ Gott að hafa gulrót Finnst honum hann hafa orðið betri listamaður með aldrinum? „Nei, aðeins verri, það stafar aðallega af leti. Og svo er aðeins minni eftir­ spurn. Það var mest að gera hjá mér þegar ég var milli fertugs og fimm­ tugs. Fyrir 30 árum hélt ég nokkrar einkasýningar á ári en nú er þetta mun rólegra. Reyndar átti ég að vera með sýningu úti í Berlín akkúrat núna, en henni var frestað um ár.“ Hann segist einungis vinna þegar sig langi til „Það er mjög gott fyrir mig að hafa gulrót, ef ég hefði ekki gulrót myndi ég aldrei gera neitt. Þegar ég er beðinn um að sýna og er búinn að segja já takk, þá verð ég að standa við loforðið. Það ýtir mér út í vinnuna.“ Sýningin Mestmegnis teikningar stendur til 20. júní. i8 er opið mið­ vikudaga til föstudaga frá 12 til 17 og laugardaga frá 13 til 17. Sumarið er tíminn, Bílabúð Benna gefur þér tækifæri til að kynnast Íslandi í sumar á fjórhjóladrifnum Tivoli jeppling sem lætur ekkert stoppa sig. Hann fæst nú á ævintýrlega góðum kjörum. + Ríkulegur staðalbúnaður + Góð yfirsýn yfir umhverfið + Frábærir aksturseiginleikar + Fjórhjóladrif með læsingu + Gott aðgengi + 1,5 tonna dráttargeta Verð: 3.990.000 kr. sjálfskiptur B irt m eð fyrirvara um verð- og m yndabrengl. Fimm ára ábyrgð GENGIÐ FRYSTUM ÓBRE YTT V ERÐ Reykjavík Krókháls 9 Sími: 590 2020 Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Bílaríki, Akureyri Glerárgötu 36 Sími: 461 3636benni.is 1 6 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R40 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.