Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Blaðsíða 9

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Blaðsíða 9
Umhverfisvemd er lykilorðið og eru íbúar á Sólheimum miklir umhverfissinnar. Engin eiturefni sem skaða umhverfíð em notuð við ræktun og er dýmnum gefíð lífrænt fóður. Jurtir og grænmeti er allt lífrænt ræktað og em skordýr látin sjá um að lífíð gangi eðlilega fyrir sig í gróðurhúsunum. Sumarstörfin og gróðurhúsin vöktu forvitni mína en einnig fékk ég að sjá starfsfólkið vinna við smíðar, kertagerð, leirgerð, vefnað og margt fleira. Edda Guðmunds- dóttir var að búa til leirker í Inguhúsi. Ég spurði Eddu hvort hún tæki þátt í útiverkunum í sumar, „Ég geri það ef ég verð beðin um það. Ég raka gras og steina. Það er alltaf gott að komast út þegar veðrið er gott“. Við hliðina á Eddu sat Kamma Viðars- dóttir og sagðist hún ekki ætla að taka þátt í útistörfum þetta sumarið en hefur gert það hingað til. „Ég hef líka verið að raka saman heyi og svona. Ég verð að vinna í eldhúsinu í sumar og ætla að sleppa útivinnunni“. Ég spurði Eddu og Kömmu hvort karl- mennirnir væru duglegri við útistörfin og neituðu þær báðar því. „Það fínnst öllum gott að komast út“. Armanni Eggertssyni finnst ágætt að búa á Sólheimum en líkar einnig vel að búa í Reykjavík. Hann vinnur nú á vefstofunni og var önnum kafinn við að vefa úr gallabuxnaefni sem offíserafrúr ofan af Keflavíkurflugvelli komu "Ég sé alltaf um að hella upp á kaffl", segir Ármann Leirinn lék í höndunum á Eddu og Kömmu með. Þegar vefstofan fer í sumarfrí ætlar Armann að taka þátt í útistörfum, „Ég ætla að slá túnið, raka heyinu saman og læt það í svartan poka og fer með það til hestanna. Síðan fer ég upp í ijós og laga kaffí. Við erum núna að leika leikrit og ég leik hermann. Það er mikið að gera en við erum ekkert þreytt“. Allir fá að vinna við ræktun ef þeir vilja María K. Jacobsen flutti fyrst á Sólheima 1962. Hún vinnur á vefstofunni fyrir hádegi og við símvörslu eftir hádegi. „Hér er allt sem maður þarf til að lifa. Bara nefndu það. Það er frábært hvað við ræktum mikið hér. Ibúamir héma skipta með sér útistörfunum. En ég verð ekki að vinna við útistörfín í sumar.” Það var mikið ljör í gróður- húsunum á Sólheimum og var starfsfólkið á fullu að hreinsa potta, blanda gróðurmold og undirbúa grænmetisræktun. Þau María sér um símvörslu eins og önnur sumur Guðlaug Jónatansdóttir og Reynir Pétur Ingvarsson em ánægð með starfið í gróðurhúsinu. „Ég er að hreinsa potta og það er mjög gaman“, sagði Guðlaug. Reynir Pétur var að blanda moldina og sýndi mér óhreina fingurna. Hann virtist mjög áhugasamur við blöndunina. „Ég er að blanda mold og setja í bakka. Við emm löngu farin að undirbúa ræktunina. Við ræktum hér gúrkur og getur þú séð gúrkutrén sem vaxa hér. Gúrkuplönturnar lifa ekki eins lengi og tómatplönturnar og þurfum við að setja ný tré þegar þessi görnlu deyja. Svo ræktum við líka tómata og paprikur. Svo ræktum við spínat, grænkál og steinselju. Við ræktum líka ýmislegt grænmeti sem við tökum upp á haustin. Við emm með allt mögulegt”. Starfsfólkið í gróður- húsinu var önnum kafíð og þar með kvaddi ég. Vorið er tími grænna fingra og er víst að nóg er af þeim á Sólheimum. K.Þ. Reynir Pétur lét ekki sitt eftir liggja frekar en fyrri daginn tímarit öryrkjabandalagsins

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.