Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Qupperneq 11

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Qupperneq 11
Utivist Ungur knapi úr Safamýrarskóla með aðstoðarmanni Hreyfíng upp og niður (allur búkurinn) Hreyfing fram og aftur (hreyfmg í mjaðmagrind og upp hrygg) Hreyfíng til beggja hliða (vinstri og hægri síðu líkamans). Auk þess verkar ylurinn frá hestinum mjög vel á spastíska nemendur. Þeir ná góðri slökun með því að liggja á maganum á baki hestsins (eins og að framan greinir) og fá hreyfínguna frá hestinum samtímis ylnum og ilmi. Starfsmenn Reiðskólans Þyrils og ITR leggja sig alla fram um að sinna hverjum og einum en þeir eru sér mjög meðvitaðir um þarfír svo mikið fatlaðra nemenda eins og eru í Safamýrarskóla. Björk Jónsdóttir, aðstoðarskólastjóri Safamýrarskóla Þá er bara að þeysa af stað Ferðafélagið VÍÐSÝN Eitt af mörgum ferðafélögum fatlaðra Víðsýn heitir ferðafélag sem er rekið innan Vinjar að Hverfisgötu 47 í Reykjavík. Vin er eitt þriggja athvarfa fyrir geðfatlaða sem Rauði kross íslands rekur af miklum myndarskap. Hin eru Dvöl í Kópavogi og Laut á Akureyri. Félagar í Víðsýn voru um síðustu áramót 43, gestir og starfsfólk Vinjar. Félagar greiða 1000 kr. árgjald en að rnestu er þó byggt á velvild aðila eins og Oryrkjabandalagsins og Reykja- víkurborgar sem hafa stutt starfsemina dyggilega. Auk þess hafa fyrirtæki gefíð vaming sem seldur hefur verið í Kolaportinu. Þegar þetta er skrifað stendur fyrir dyrum að halda bingó til að afla Ijár fyrir Edinborgarferð sem ákveðin er í september n.k. I fyrra fómm við í dásamlega ferð um Vestfírði, þar sem Rauða kross deildir á hverjum stað bókstaflega báru okkur á höndum sér. Sú ferð var m.a. undirbúin með sérstöku námskeiði á vegum Námsflokka Reykjavíkur, þar sem fjöldi fyrirlesara kynnti sín sérsvið um Vestfírði. Nú stendur yfír námskeið fyrir Edinborgarfarana, einnig á vegum Námsflokkanna. Þar miðlar Sigríður Tómasdóttir af fróðleik sínum um Skotland, auk þess sem hún gefur nýgræðingum eins og undirrituðum góð ráð, en Edinborgarferðin verður mín fyrsta utanlandsferð, þó orðinn sé 48 ára gamall. Fatlaðir hafa sömu þörf og ófatlaðir til að lyfta sér upp frá amstri hversdagsins, m.a. með því að ferðast. Geðfatlaðir eru oft í slæmri stöðu hvað þetta varðar. Fjölskylda og ættingjar eru stundum ekki til staðar til að ferðast með og erfitt er að kaupa almennar ferðir. Þær eru dýrar og íjárráð oft takmörkuð. Aðalgallinn er þó sá að íyrsta spuming frá ókunnugum sessunaut í slíkum ferðum er yfírleitt: „hvað starfar þú”? Ef maður er sannleikanum samkvæmur fylgir oft ítarleg Garðar Sölvi yfírheyrsla um persónulegustu mál. Þá sem hafa orðið fyrir slíkri reynslu langar yfírleitt ekki til að endurtaka hana. Það má því ljóst vera að starfsemi Víðsýnar, eins og annað sem gert er í Vin, er nauðsynlegt. Hún gefur lífsfyllingu, eykur öryggistilfínningu og vinnur gegn streitu. Það er sannfæring undirritaðs að félagsstarfsemi í þágu geðfatlaðra utan sjúkrahúsa, eins og Rauði krossinn, Geðhjálp og Klúbburinn Geysir reka, hafí sparað þjóðfélaginu háar fjárhæðir með færri innlögnum. Mestu máli skiptir þó að þessi starfsemi hefur bætt líðan þeirra sem þjónustunnar njóta, oft umtalsvert, eins og undirritaður getur borið um. Garðar Sölvi Helgason, gjaldkeri Ferðafélagsins Víðsýnar tímarit öryrkjabandalagsins 11

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.