Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Side 15
Útivist
Einfari
Við fórum þessa 90 metra og
gekk það bara nokkuð vel. Það vel
að daginn eftir fórum við með
hópi upp í Eilífsdal, einnig í Esju,
til að fara um 870 metra leið sem
kallast Einfari. Hún er sennilega
sú leið á íslandi sem oftast er
einfarin; þ.e. klifrarinn er einn,
enginn félagi, engar tryggingar og
engin lína. Að mörgu leyti held ég
að mér sé óhætt að segja að við
höfum einfarið leiðina - að því
marki að við vorum einir, við
urðum heldur lítið varir við
þennan hóp sem heita átti að við
værum með. Það næsta sem við
komumst því var að við vorum
um 20 metrum á eftir einum
Þriggja manna hópi þegar
leiðinni var því sem næst lokið.
Þegar við komum upp, um tíu
mínútum síðar, var sá hópur
farinn og skafíð í öll spor. Við
höfðum enga hugmynd um hvert
skyldi halda, svo við ákváðum
að halda bara kyrru fyrir -
einhver hlyti að athuga um
okkur; við vorum nú ekki nema
í mesta lagi tíu mínútum á eftir
næsta hópi.
En enginn kom, nema ein
þyrla um sjö eða átta tímum
seinna. Þá spruttum við á lappir,
görguðuin og blikkuðum með
ljósum eins og vitlausir værum.
Sennilega hefur hún ekki verið að
ná í okkur, a.m.k. flaug hún bara
burt og sást ekki meir. Við
settumst aftur við steininn sem við
höfðum haft sem skjól og héldum
áfram að bíða. Eftir hverju veit ég
ekki, en við biðum engu að síður.
Um fjögur daginn eftir gerðum
við okkur grein fyrir að engin
björgunarsveit myndi koma og
fínna okkur. Við yrðum að fara og
finna björgunarsveitirnar sjálfír.
Svo við stóðum upp, afar hægt.
Hoppuðum aðeins til að fá blóðið
á hreyfíngu og smáhita í kroppinn.
Hjá mér geklc það ekki betur en
svo að ískalt blóðið úr útlim-
umnum þaut af stað, til búksins,
inn í hjartað og ég steinlá. Með
fullri meðvitund byrjaði ég bara að
hallast, svo aðeins meira og síðan
örlítið meira þar til ég lá á jörðinni
einsog... einsog... einsog eitthvað
sem liggur á jörðinni.
Það var engu líkara en mér hefði
verið kippt úr sambandi. Eg var
hættur að virka. Það var nokkuð
Stuttu áður hafði ég
fundið nýtt áhugamál...
eða... nei, ætli væri ekki
réttara að segja að ég
hafi fundið það sem
seinna meir varð áhuga-
mái. Ég keypti hjól, fjalla-
hjól, aðallega bara til að
fara á í skólann - ég bjó í
1670 metra fjarlægð frá
háskólanum. Það er ekki
verjandi að fara slíkar
vegalengdir á bíl.
ógnvekjandi tilfinning. En hún
leið hjá. Mér finnst, þó ég segi
sjálfur frá, að ég hafi litið á þetta
nokkuð yfirvegað; allt sem lifir
drepst einhvem tíma. Skárra að
vera lifandi fram að því heldur en
fá heilablóðfall eða kransæðastíflu
eftir tíu ára Alzheimer um áttrætt.
Ég held ég hafi bara verið
nokkuð sáttur.
Þegar ég vaknaði, á Land-
spítalanum, rúmri viku síðar varð
ég ekki alveg jafn sáttur. Ég er
ekki alveg viss um að ég viti hvers
vegna en ég held bezt sé að segja
að mér fannst aðstæður ögn aðrar
en um hafði verið samið - hvað
svo sem ég á við með því.
Ég lá þama, á dauðhreinsaðri,
eins manns sjúkrastofu, með
einhvem púlsmæli á puttanum og
plastslöngu í nefinu. Mér fannst ég
verða að láta fólk vita að ég væri
vaknaður og tilbúinn til brottfarar;
þess vegna reif ég nefslönguna út.
Það gekk nú ekki betur en svo að
undan fótagaflinum spratt einhver
fúlskeggjuð læknisblók og tróð
henni o’ní mig aftur. Ég barðist
um af öllum mætti; sem reyndist
afar lítill. Sennilega var ég ekki
alveg jafn tilbúinn til brottfarar
og ég taldi.
Blókin fór svo bara út og ég
man ekki til að hafa séð hana
aftur. En ég var aldeilis ekki
einn á stofunni. Öðru nær.
Mamma og pabbi vom þar, og
höfðu verið þar meira og minna
alla vikuna. Systir mín hafði
heldur ekki eytt miklu minni
tíma hjá mér. Svo vora vinir og
kunningjar og alls kyns fólk sem
ég þekkti aldeilis ófeimið að
koma í heimsókn; flestir oftar en
einu sinni.
Mér þótti sérlega vænt um
þessar heimsóknir, þó ég hafi nú
heldur lítið skilið hvað fólk
hafði að sækja til mín; ég hlýt að
hafa verið heldur slappur
gestgjafi.
Allt virkaði nokkuð vel, engin
brotin bein eða slitnir vöðvar. Bara
dáldið ljótt kalsár á vinstri fæti,
varla það ljótt samt að taki því að
nefna það sérstaklega. Hendumar
vom því sem næst ónothæfar, og
flestir vöðvar i löppunum,
öxlunum og bakinu vom horfnir -
a.m.k. sáust þeir ekki lengur. En
allt þetta hefur komið aftur með
tímanum, sumt er enn að koma og
er greinilega ekkert að flýta sér.
Tvennt er samt það sem hefur ekki
komið og virðist ekkert ætla að
koma aftur: Tungan og gómfillan.
Með tunguna í því ástandi sem
hún var, og er enn, gengur mér
tímarit öryrkjabandalagsins
15